Fótbolti

Kane skoraði hundrað mörk á methraða

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Harry Kane hefur raðað inn mörkum síðan hann samdi við Bayern Munchen árið 2023. 
Harry Kane hefur raðað inn mörkum síðan hann samdi við Bayern Munchen árið 2023. 

Harry Kane skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Bayern Munchen gegn Werder Bremen. Hann hefur nú skorað hundrað mörk fyrir félagið og gerði það á methraða.

Bayern er með fullt hús stiga eftir fimm leiki í þýsku úrvalsdeilinni og Kane er markahæstur í deildinni með átta mörk á tímabilinu hingað til.

Kane skoraði sitt 99. mark fyrir Bayern Munchen þegar hann kom liðinu 2-0 yfir úr vítaspyrnu, eftir að Jonathan Tah hafði brotið ísinn. Hann setti svo sitt 100. mark snemma í seinni hálfleik, áður en Konrad Laimer skoraði fjórða markið á lokamínútum leiksins.

100 mörk Harry Kane voru skoruð í aðeins 104 leikjum fyrir Bayern Munchen en enginn leikmaður í fimm bestu deildum Evrópu hefur verið jafn snöggur að skora 100 mörk fyrir sitt félag.

Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid og Erling Haaland hjá Manchester City áttu metið áður en þeir skoruðu sitt 100. mark í 105. leiknum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×