Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2025 14:17 Gylfi Þór Sigurðsson og Steven Caulker voru ekki bara samherjar á Englandi. Þeir mættust einnig, til að mynda í þessum leik Swansea og QPR í ensku úrvalsdeildinni á nýársdag 2015. Getty/Scott Heavey Víkingur getur farið langt með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta karla í kvöld, með sigri gegn Stjörnunni í sannkölluðum stórleik í Garðabæ. Vinni Stjarnan er æsispennandi lokasprettur framundan. Fjögur stig skilja liðin að á toppi Bestu deildarinnar svo ef að Víkingur ynni í kvöld yrði liðið með sjö stiga forskot, á Stjörnuna og Val, og aðeins þrjár umferðir eftir. Erkifjendur Víkinga í Breiðabliki gætu einnig fagnað þessari niðurstöðu því þá myndi allt í einu opnast góður möguleiki fyrir liðið á að ná Evrópusæti af Val eða Stjörnunni, en Valur og Stjarnan mætast innbyrðis á laugardaginn. Caulker ekki tapað í Bestu deildinni Stjarnan hefur ekki tapað leik eftir komu Steven Caulker í sumar, í sjö leikjum, en gert tvö jafntefli og missti örlögin úr sínum höndum með markalausu jafntefli við FH í síðustu umferð. Þetta verður áttundi leikur Caulkers í Bestu deildinni en þessi 33 ára miðvörður mætir í kvöld í annað sinn sínum gamla liðsfélaga úr Swansea og Tottenham, Gylfa Þór Sigurðssyni. Gylfi skoraði tvö mörk úr vítum þegar þeir mættust í ágúst en Caulker gekk hins vegar sigri hrósandi af velli, eftir 4-2 sigur Stjörnunnar sem þó missti Þorra Mar Þórisson af velli með rautt spjald snemma í seinni hálfleik. „Stórkostlegur leikmaður“ Gylfi og Caulker náðu sléttum fjörutíu leikjum saman í liðum Swansea og Tottenham á árunum 2012-13, eftir að Gylfi kom að láni til Swansea í ársbyrjun 2012 og var svo keyptur frá Hoffenheim til Tottenham um sumarið. Þá hafði hann skorað sjö mörk í aðeins átján deildarleikjum fyrir Swansea og átti svo síðar eftir að snúa aftur og raða inn fleiri mörkum fyrir félagið. „Hann var svo, svo góður fyrir okkur,“ sagði Caulker þegar hann minntist á Gylfa í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið. „Frábær leikmaður og frammistaðan auðvitað skilaði honum svo til Spurs tímabilið á eftir, þegar ég var kominn aftur þangað. Ég þekki hann því vel og fyrir mér er hann stórkostlegur leikmaður,“ sagði Caulker sem þarf væntanlega að kljást við þennan stórkostlega leikmann klukkan 19:15 í kvöld. Besta deild karla Stjarnan Víkingur Reykjavík Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti „Ég missti hárið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Sjá meira
Fjögur stig skilja liðin að á toppi Bestu deildarinnar svo ef að Víkingur ynni í kvöld yrði liðið með sjö stiga forskot, á Stjörnuna og Val, og aðeins þrjár umferðir eftir. Erkifjendur Víkinga í Breiðabliki gætu einnig fagnað þessari niðurstöðu því þá myndi allt í einu opnast góður möguleiki fyrir liðið á að ná Evrópusæti af Val eða Stjörnunni, en Valur og Stjarnan mætast innbyrðis á laugardaginn. Caulker ekki tapað í Bestu deildinni Stjarnan hefur ekki tapað leik eftir komu Steven Caulker í sumar, í sjö leikjum, en gert tvö jafntefli og missti örlögin úr sínum höndum með markalausu jafntefli við FH í síðustu umferð. Þetta verður áttundi leikur Caulkers í Bestu deildinni en þessi 33 ára miðvörður mætir í kvöld í annað sinn sínum gamla liðsfélaga úr Swansea og Tottenham, Gylfa Þór Sigurðssyni. Gylfi skoraði tvö mörk úr vítum þegar þeir mættust í ágúst en Caulker gekk hins vegar sigri hrósandi af velli, eftir 4-2 sigur Stjörnunnar sem þó missti Þorra Mar Þórisson af velli með rautt spjald snemma í seinni hálfleik. „Stórkostlegur leikmaður“ Gylfi og Caulker náðu sléttum fjörutíu leikjum saman í liðum Swansea og Tottenham á árunum 2012-13, eftir að Gylfi kom að láni til Swansea í ársbyrjun 2012 og var svo keyptur frá Hoffenheim til Tottenham um sumarið. Þá hafði hann skorað sjö mörk í aðeins átján deildarleikjum fyrir Swansea og átti svo síðar eftir að snúa aftur og raða inn fleiri mörkum fyrir félagið. „Hann var svo, svo góður fyrir okkur,“ sagði Caulker þegar hann minntist á Gylfa í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið. „Frábær leikmaður og frammistaðan auðvitað skilaði honum svo til Spurs tímabilið á eftir, þegar ég var kominn aftur þangað. Ég þekki hann því vel og fyrir mér er hann stórkostlegur leikmaður,“ sagði Caulker sem þarf væntanlega að kljást við þennan stórkostlega leikmann klukkan 19:15 í kvöld.
Besta deild karla Stjarnan Víkingur Reykjavík Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti „Ég missti hárið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Sjá meira