Vinna að því að færa átta vélar frá íslenska félaginu yfir til þess maltneska

Fulltrúi skuldabréfaeigenda sem lögðu Play til samtals um 2,8 milljarða króna í lok síðasta mánaðar á nú viðræðum við stjórnendur flugfélagsins og flugvélaleigusala þess um að færa átta þotur yfir til maltneska félagsins. Gert er ráð fyrir að sú yfirfærsla klárist í vikunni og er búið að boða til fundar með kröfuhöfum í næstu viku.
Tengdar fréttir

„Afar háir“ vextir í skuldabréfaútgáfu Play til marks um áhættuna í rekstri félagsins
Ársvextirnir sem Play mun greiða fjárfestum í væntanlegri skuldabréfaútgáfu eru að líkindum þeir hæstu sem nokkurt flugfélag er að borga af sambærilegum skuldabréfum, að mati norsks greinanda, og endurspeglar áhættuna í rekstri íslenska félagsins.

„Hver fyrir sig hvað það varðar“
Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, segir gjaldþrot félagsins miklar sorgarfréttir fyrir starfsfólk félagsins. Margir muni tapa á gjaldþrotinu, hluthafar, kröfuhafar, birgjar og viðskiptavinir. Þá verði það til þess að Íslendingar tapi til lengri tíma vegna hærra verðs flugfara og minna framboðs. Félagið sé illu heilli ekki í neinni stöðu til að aðstoða strandaglópa erlendis.