Fótbolti

Mikael Ellert og fé­lagar í vondum málum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mikael Ellert gekk í raðir Genoa í sumar.
Mikael Ellert gekk í raðir Genoa í sumar. EPA/Alessio Marini

Landsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson spilaði allan leikinn þegar Genoa steinlá á heimavelli gegn Lazio í Serie A, efstu deild ítalska fótboltans.

Það tók gestina frá Róm aðeins fjórar mínútur að komast yfir og lagði það grunninn að þægilegum sigri Lazio.

Staðan 0-2 í hálfleik og Mattia Zaccagni gerði út um leikinn þegar rúm klukkustund var liðin, lokatölur 0-3. Genoa er í 19. sæti með aðeins tvö stig þegar fimm umferðum er lokið. Lazio er með sex stig í 12. sæti.

Fyrr í dag hafði Parma unnið 2-1 sigur á Torino. Hinn argentíski Mateo Pellegrino með bæði mörk Parma.

Parma er í 14. sæti með fimm stig en Torino sæti neðar með stigi minna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×