Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Lovísa Arnardóttir skrifar 30. september 2025 11:31 Arion banki telur að þó svo að höggið verði takmarkað verði áhrifin nokkur á framboð fluga og jafnvel á þjóðarsálina. Vísir/Vilhelm Arion banki segir í nýrri efnahagsspá sinni að höggið við brotthvarf Play á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað. Hlutdeild Play í komum erlendra ferðamanna til landsins hafi verið komin undir tíu prósent við fall félagsins í gær. Hlutdeild Icelandair sé um fjörutíu prósent til samanburðar. Áhrifin verði þó alltaf einhver á flugframboð og atvinnuleysi. „Þann 29. september hætti Play starfsemi. Þrátt fyrir að tilkynningin hafi borið brátt að, hafði staðið styr um rekstur félagsins í nokkurn tíma. Til að mynda hafði félagið kynnt breytt viðskiptalíkan fyrir ári síðan, sem fólst í því að færa leiðarkerfið yfir í sólarlandaáætlun og fækka flugvélum er þjónustuðu Íslandsmarkað. Félagið hafði því þegar rifað seglin er kom að umsvifum á Keflavíkurflugvelli,“ segir í nýrri efnahagsspá bankans sem birt var í dag. Þar segir að þó svo að höggið verði takmarkað sé ekki þar með sagt að áhrifin á íslenskt hagkerfi verði engin. Þau geri ráð fyrir því að rekstrarstöðvunin muni hafa neikvæð áhrif á útflutta þjónustu, einkum í gegnum farþegaflutninga með flugi. Þá hafi einnig fjöldi fólks misst vinnuna hjá Play og fjöldi afleiddra starfa verið í húfi. Á atvinnuleysisskrá í ágúst hafi verið 7.400 manns og því bætist við um 400 manns við þrotið. Dragi úr utanlandsferðum Í spánni segir að einnig muni líklega draga úr utanlandsferðum Íslendinga, að minnsta kosti til skemmri tíma. Í skýrslunni var til dæmis greint frá því að í hverjum mánuði á þessu ári hafi 16 prósent Íslendinga verið erlendis. Minni samkeppni með falli Play geti einnig leitt til hækkunar flugfargjalda, sem hafi bein áhrif á verðbólguna. Þá telur bankinn að rekstrarstöðvunin gæti haft neikvæð áhrif á þjóðarsálina en það sé eitthvað sem haglíkan eigi erfitt með að meta. Í efnahagsspánni segir að eflaust hugsi margir á þessum tímamótum til falls WOW air en aðstæður séu gjörólíkar og stærðarmunur félaganna gríðarlegur. Áhrifin af rekstrarstöðvun Play muni þar af leiðandi vera mun minni á hagkerfið og íslenska ferðaþjónustu en gjaldþrot WOW air á sínum tíma, bæði er varðar komur ferðamanna og atvinnuleysi. Í spánni segir að þó svo að aðsóknarmet hafi verið slegin í sumar sé erfitt að spá fyrir um það hvernig veturinn þróast. Samkvæmt forsvarsmönnum Icelandair sé bókunarstaðan inn í haustið og veturinn verri miðað við sama tíma í fyrra. Rekstrarstöðvun muni leiða til þess, til skamms tíma, að framboð dragist saman því til viðbótar hafi nokkur stór erlend flugfélög rifað seglin í áætlunarflugum til Íslands. Icelandir fylli í skarð Play Á móti vegi að Icelandair, sem er umsvifamesta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli, hyggist auka flugframboð sitt allverulega á fjórða ársfjórðungi en stefna þeirra á næsta ári muni skipta sköpum. Leiðakerfi þeirra sé sveigjanlegt og félagið hafi síðustu mánuði fyllt í skarð Play að einhverju leyti með aukinni þjónustu við farþega til og frá landsin, á kostnað tengifarþega. „Séu réttar aðstæður fyrir hendi er líklegt að félagið haldi áfram á þeirri vegferð. Þá getur félagið dregið það að leggja gömlum vélum og fyllt þannig upp í skarðið með stærri flugflota. Samkvæmt grunnspá okkar er útlit fyrir óbreyttum ferðamannafjölda á næsta ári. Yrði það þriðja árið í röð sem tæplega 2,3 milljónir ferðamanna sækja landið heim, en við reiknum með fækkun ferðamanna á síðustu mánuðum þessa árs. Slík þróun ætti ekki að koma á óvart í ljósi vendinga í flugframboði. Því til viðbótar er landið dýr áfangastaður, launakostnaður hár og krónan sterk. Þessi atriði ríða ekki endilega baggamuninn en skipta engu að síður máli, ekki síst ef óvissan í alþjóðamálum dregur úr tekjuvexti ferðamanna og eftirspurn eftir Íslandsferðum,“ segir að lokum. Arion banki Play Gjaldþrot Play Fréttir af flugi Verðlag Icelandair Tengdar fréttir Play-liðar minnast góðu tímanna Flugfélagið Play fór í gjaldþrot í gær eftir fjögurra ára starfsemi, og um fjögur hundruð starfsmenn misstu vinnuna. Þar af eru rúmlega tvöhundruð flugfreyjur og flugþjónar sem minnast starfstímans með þakklæti og söknuði á samfélagsmiðlum, þrátt fyrir sorglegan endi. 30. september 2025 10:32 Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Jens Garðar Helgason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, situr í samgöngunefnd og á von á því að nefndin muni strax í næstu viku, að lokinni kjördæmaviku, kalla ráðherra og forstjóra undirstofnanna á fund sinn. Hann segir þrotið hafa komið sér í opna skjöldu. Hann fór yfir gjaldþrot Play í Bítinu á Bylgjunni. 30. september 2025 09:12 Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir lífeyrissjóðina verða að hugsa vel hvaða áhættufjárfestingum þeir taka þátt í. Hann telur fjárfestingu þeirra á Íslandi of miklar og að hún renni beint út í verðlag. Hann telur líklegt að samhliða hækkun á flugfargjöldum eftir gjaldþrot Play muni verðbólga hækka. 30. september 2025 08:40 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira
„Þann 29. september hætti Play starfsemi. Þrátt fyrir að tilkynningin hafi borið brátt að, hafði staðið styr um rekstur félagsins í nokkurn tíma. Til að mynda hafði félagið kynnt breytt viðskiptalíkan fyrir ári síðan, sem fólst í því að færa leiðarkerfið yfir í sólarlandaáætlun og fækka flugvélum er þjónustuðu Íslandsmarkað. Félagið hafði því þegar rifað seglin er kom að umsvifum á Keflavíkurflugvelli,“ segir í nýrri efnahagsspá bankans sem birt var í dag. Þar segir að þó svo að höggið verði takmarkað sé ekki þar með sagt að áhrifin á íslenskt hagkerfi verði engin. Þau geri ráð fyrir því að rekstrarstöðvunin muni hafa neikvæð áhrif á útflutta þjónustu, einkum í gegnum farþegaflutninga með flugi. Þá hafi einnig fjöldi fólks misst vinnuna hjá Play og fjöldi afleiddra starfa verið í húfi. Á atvinnuleysisskrá í ágúst hafi verið 7.400 manns og því bætist við um 400 manns við þrotið. Dragi úr utanlandsferðum Í spánni segir að einnig muni líklega draga úr utanlandsferðum Íslendinga, að minnsta kosti til skemmri tíma. Í skýrslunni var til dæmis greint frá því að í hverjum mánuði á þessu ári hafi 16 prósent Íslendinga verið erlendis. Minni samkeppni með falli Play geti einnig leitt til hækkunar flugfargjalda, sem hafi bein áhrif á verðbólguna. Þá telur bankinn að rekstrarstöðvunin gæti haft neikvæð áhrif á þjóðarsálina en það sé eitthvað sem haglíkan eigi erfitt með að meta. Í efnahagsspánni segir að eflaust hugsi margir á þessum tímamótum til falls WOW air en aðstæður séu gjörólíkar og stærðarmunur félaganna gríðarlegur. Áhrifin af rekstrarstöðvun Play muni þar af leiðandi vera mun minni á hagkerfið og íslenska ferðaþjónustu en gjaldþrot WOW air á sínum tíma, bæði er varðar komur ferðamanna og atvinnuleysi. Í spánni segir að þó svo að aðsóknarmet hafi verið slegin í sumar sé erfitt að spá fyrir um það hvernig veturinn þróast. Samkvæmt forsvarsmönnum Icelandair sé bókunarstaðan inn í haustið og veturinn verri miðað við sama tíma í fyrra. Rekstrarstöðvun muni leiða til þess, til skamms tíma, að framboð dragist saman því til viðbótar hafi nokkur stór erlend flugfélög rifað seglin í áætlunarflugum til Íslands. Icelandir fylli í skarð Play Á móti vegi að Icelandair, sem er umsvifamesta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli, hyggist auka flugframboð sitt allverulega á fjórða ársfjórðungi en stefna þeirra á næsta ári muni skipta sköpum. Leiðakerfi þeirra sé sveigjanlegt og félagið hafi síðustu mánuði fyllt í skarð Play að einhverju leyti með aukinni þjónustu við farþega til og frá landsin, á kostnað tengifarþega. „Séu réttar aðstæður fyrir hendi er líklegt að félagið haldi áfram á þeirri vegferð. Þá getur félagið dregið það að leggja gömlum vélum og fyllt þannig upp í skarðið með stærri flugflota. Samkvæmt grunnspá okkar er útlit fyrir óbreyttum ferðamannafjölda á næsta ári. Yrði það þriðja árið í röð sem tæplega 2,3 milljónir ferðamanna sækja landið heim, en við reiknum með fækkun ferðamanna á síðustu mánuðum þessa árs. Slík þróun ætti ekki að koma á óvart í ljósi vendinga í flugframboði. Því til viðbótar er landið dýr áfangastaður, launakostnaður hár og krónan sterk. Þessi atriði ríða ekki endilega baggamuninn en skipta engu að síður máli, ekki síst ef óvissan í alþjóðamálum dregur úr tekjuvexti ferðamanna og eftirspurn eftir Íslandsferðum,“ segir að lokum.
Arion banki Play Gjaldþrot Play Fréttir af flugi Verðlag Icelandair Tengdar fréttir Play-liðar minnast góðu tímanna Flugfélagið Play fór í gjaldþrot í gær eftir fjögurra ára starfsemi, og um fjögur hundruð starfsmenn misstu vinnuna. Þar af eru rúmlega tvöhundruð flugfreyjur og flugþjónar sem minnast starfstímans með þakklæti og söknuði á samfélagsmiðlum, þrátt fyrir sorglegan endi. 30. september 2025 10:32 Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Jens Garðar Helgason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, situr í samgöngunefnd og á von á því að nefndin muni strax í næstu viku, að lokinni kjördæmaviku, kalla ráðherra og forstjóra undirstofnanna á fund sinn. Hann segir þrotið hafa komið sér í opna skjöldu. Hann fór yfir gjaldþrot Play í Bítinu á Bylgjunni. 30. september 2025 09:12 Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir lífeyrissjóðina verða að hugsa vel hvaða áhættufjárfestingum þeir taka þátt í. Hann telur fjárfestingu þeirra á Íslandi of miklar og að hún renni beint út í verðlag. Hann telur líklegt að samhliða hækkun á flugfargjöldum eftir gjaldþrot Play muni verðbólga hækka. 30. september 2025 08:40 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira
Play-liðar minnast góðu tímanna Flugfélagið Play fór í gjaldþrot í gær eftir fjögurra ára starfsemi, og um fjögur hundruð starfsmenn misstu vinnuna. Þar af eru rúmlega tvöhundruð flugfreyjur og flugþjónar sem minnast starfstímans með þakklæti og söknuði á samfélagsmiðlum, þrátt fyrir sorglegan endi. 30. september 2025 10:32
Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Jens Garðar Helgason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, situr í samgöngunefnd og á von á því að nefndin muni strax í næstu viku, að lokinni kjördæmaviku, kalla ráðherra og forstjóra undirstofnanna á fund sinn. Hann segir þrotið hafa komið sér í opna skjöldu. Hann fór yfir gjaldþrot Play í Bítinu á Bylgjunni. 30. september 2025 09:12
Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir lífeyrissjóðina verða að hugsa vel hvaða áhættufjárfestingum þeir taka þátt í. Hann telur fjárfestingu þeirra á Íslandi of miklar og að hún renni beint út í verðlag. Hann telur líklegt að samhliða hækkun á flugfargjöldum eftir gjaldþrot Play muni verðbólga hækka. 30. september 2025 08:40