Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifa 1. október 2025 07:00 Stjórnvöld ætla að setja fram skýr töluleg markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda skv. tillögu umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að uppfærðu loftslagsmarkmiði Íslands undir Parísarsamningnum. Það er mikilvægt og því ber að fagna. En markmiðin eru of máttlaus, dregið hefur verið úr fjármögnun aðgerða í þágu loftslagsmála og tækifærið til að byggja ofan á þann grunn sem fyrri ríkisstjórn lagði er látið renna Íslandi úr greipum, nema breytingar verði gerðar á tillögunni. Ábyrgð okkar sem ríkrar þjóðar er meiri en tillaga ráðherra endurspeglar: við verðum að tryggja að markmiðin séu í samræmi við alþjóðleg vísindi og þá siðferðilegu skyldu sem við berum gagnvart vistkerfum jarðar og komandi kynslóðum. 11,5% samdráttur er ekki nóg Samkvæmt nýju tillögunni mun heildarlosun Íslands dragast saman um einungis 11,5% árið 2035 miðað við 2005. Þetta er óásættanlegt í ljósi þess að Ísland hefur lögfest markmið um kolefnishlutleysi eigi síðar en árið 2040. Ef draga á svo löturhægt úr losun fram til ársins 2035 þarf að draga nettó-losunina saman um nær 90% á aðeins fimm árum eftir það, sem er bæði óraunhæft og óábyrgt. Vísindin krefjast hærri markmiða Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) bendir á að þróuð ríki þurfi að minnka samfélagslosun um a.m.k. 60–65% fyrir árið 2035 til að halda hlýnun innan 1,5 gráðu marka. Markmið ríkisstjórnarinnar um 50–55% samdrátt dugar einfaldlega ekki og er lítil sem engin viðbót við markmið fyrri ríkisstjórnar. Nauðsynlegt er að halda alltaf áfram að setja fram metnaðarfyllri markmið og raunhæfar aðgerðir til að ná ásættanlegum árangri. VG leggur því til að stjórnvöld hækki markmið sitt um samdrátt í samfélagslosun í 60–70 % fyrir 2035, setji frekari kröfur á samdrátt í losun frá stærstu losendunum, álverum og annarri stóriðju með mælanlegum markmiðum, enda ekkert í regluverkinu um ETS sem hamlar því. Þá verða markmið um kolefnisbindingu bæði að vera metnaðarfyllri og skýrari. Náttúruvernd og vistkerfi í forgrunni Í tíð síðustu ríkisstjórnar var samþykkt áætlun um endurheimt birkiskóga, svokölluð Bonn-áskorun, og stefnu stjórnvalda í landgræðslu og skógrækt, áætluninni Land og líf, hrint í framkvæmd á grundvelli gildandi laga. Það er því ekki rétt sem haldið hefur verið fram að nýtt markmið um losun vegna landnotkunar sé það fyrsta sinnar tegundar hérlendis. En betur má ef duga skal! Samdráttartillaga ríkisstjórnarinnar – aðeins 8% til 2035 miðað við 2025 – er langt frá því að endurspegla forréttindastöðu Íslands eða alþjóðlegar skuldbindingar um vernd líffræðilegrar fjölbreytni.Við leggjum áherslu á að samdráttur í losun helstu geira samfélagsins, endurheimt votlendis, náttúrulegs skóglendis og þurrlendis verði kjarninn í aðgerðunum, í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar og samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni. Samráð og réttlát umskipti Loftslagsaðgerðir eru samfélagslegt verkefni. Þær verða að byggjast á víðtæku samráði við almenning, sveitarfélög, verkalýðshreyfingu, atvinnulíf og umhverfis- og náttúruverndarsamtök. Á sama tíma þarf að tryggja jöfnuð og réttlæti í framkvæmd aðgerða þar sem kostnaður og ávinningur dreifast með sanngjörnum hætti. Tími fyrir raunverulegt forystuhlutverk Ísland hefur einstaka stöðu og tækifæri til að vera leiðandi í loftslagsmálum. Við hvetjum ríkisstjórnina til að endurskoða markmið sín, byggja þau á vísindalegum tilmælum og taka mið af sögulegri losun okkar. Það er ekki aðeins spurning um pólitískan metnað, heldur um siðferðilega skyldu ríkrar þjóðar gagnvart jörðinni og komandi kynslóðum. Höfundar eru formaður og varaformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Guðmundur Ingi Guðbrandsson Umhverfismál Loftslagsmál Vinstri græn Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Sjá meira
Stjórnvöld ætla að setja fram skýr töluleg markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda skv. tillögu umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að uppfærðu loftslagsmarkmiði Íslands undir Parísarsamningnum. Það er mikilvægt og því ber að fagna. En markmiðin eru of máttlaus, dregið hefur verið úr fjármögnun aðgerða í þágu loftslagsmála og tækifærið til að byggja ofan á þann grunn sem fyrri ríkisstjórn lagði er látið renna Íslandi úr greipum, nema breytingar verði gerðar á tillögunni. Ábyrgð okkar sem ríkrar þjóðar er meiri en tillaga ráðherra endurspeglar: við verðum að tryggja að markmiðin séu í samræmi við alþjóðleg vísindi og þá siðferðilegu skyldu sem við berum gagnvart vistkerfum jarðar og komandi kynslóðum. 11,5% samdráttur er ekki nóg Samkvæmt nýju tillögunni mun heildarlosun Íslands dragast saman um einungis 11,5% árið 2035 miðað við 2005. Þetta er óásættanlegt í ljósi þess að Ísland hefur lögfest markmið um kolefnishlutleysi eigi síðar en árið 2040. Ef draga á svo löturhægt úr losun fram til ársins 2035 þarf að draga nettó-losunina saman um nær 90% á aðeins fimm árum eftir það, sem er bæði óraunhæft og óábyrgt. Vísindin krefjast hærri markmiða Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) bendir á að þróuð ríki þurfi að minnka samfélagslosun um a.m.k. 60–65% fyrir árið 2035 til að halda hlýnun innan 1,5 gráðu marka. Markmið ríkisstjórnarinnar um 50–55% samdrátt dugar einfaldlega ekki og er lítil sem engin viðbót við markmið fyrri ríkisstjórnar. Nauðsynlegt er að halda alltaf áfram að setja fram metnaðarfyllri markmið og raunhæfar aðgerðir til að ná ásættanlegum árangri. VG leggur því til að stjórnvöld hækki markmið sitt um samdrátt í samfélagslosun í 60–70 % fyrir 2035, setji frekari kröfur á samdrátt í losun frá stærstu losendunum, álverum og annarri stóriðju með mælanlegum markmiðum, enda ekkert í regluverkinu um ETS sem hamlar því. Þá verða markmið um kolefnisbindingu bæði að vera metnaðarfyllri og skýrari. Náttúruvernd og vistkerfi í forgrunni Í tíð síðustu ríkisstjórnar var samþykkt áætlun um endurheimt birkiskóga, svokölluð Bonn-áskorun, og stefnu stjórnvalda í landgræðslu og skógrækt, áætluninni Land og líf, hrint í framkvæmd á grundvelli gildandi laga. Það er því ekki rétt sem haldið hefur verið fram að nýtt markmið um losun vegna landnotkunar sé það fyrsta sinnar tegundar hérlendis. En betur má ef duga skal! Samdráttartillaga ríkisstjórnarinnar – aðeins 8% til 2035 miðað við 2025 – er langt frá því að endurspegla forréttindastöðu Íslands eða alþjóðlegar skuldbindingar um vernd líffræðilegrar fjölbreytni.Við leggjum áherslu á að samdráttur í losun helstu geira samfélagsins, endurheimt votlendis, náttúrulegs skóglendis og þurrlendis verði kjarninn í aðgerðunum, í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar og samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni. Samráð og réttlát umskipti Loftslagsaðgerðir eru samfélagslegt verkefni. Þær verða að byggjast á víðtæku samráði við almenning, sveitarfélög, verkalýðshreyfingu, atvinnulíf og umhverfis- og náttúruverndarsamtök. Á sama tíma þarf að tryggja jöfnuð og réttlæti í framkvæmd aðgerða þar sem kostnaður og ávinningur dreifast með sanngjörnum hætti. Tími fyrir raunverulegt forystuhlutverk Ísland hefur einstaka stöðu og tækifæri til að vera leiðandi í loftslagsmálum. Við hvetjum ríkisstjórnina til að endurskoða markmið sín, byggja þau á vísindalegum tilmælum og taka mið af sögulegri losun okkar. Það er ekki aðeins spurning um pólitískan metnað, heldur um siðferðilega skyldu ríkrar þjóðar gagnvart jörðinni og komandi kynslóðum. Höfundar eru formaður og varaformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar