Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. október 2025 11:48 Gunnþór Ingvason er forstjóri Síldarvinnslunnar og formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Vísir/Arnar Útlit er fyrir tugmilljarða tekjusamdrátt hjá uppsjávarfyrirtækjum í ljósi nýrrar alþjóðlegrar ráðgjafar um veiði á makríl og kolmunna. Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir fyrirséð að útgerðir og vinnslur muni þurfa að draga saman seglin, sér í lagi ef loðnan bregst. Alþjóðahafrannsóknarráðið birti í gær ráðgjöf um veiðar á norsk-íslenskri vorgotssíld, makríl og kolmunna fyrir næsta ár. Ráðið leggur til 70 prósent minni veiðar á makríl en í ár og 41 prósent minni veiði á kolmunna. Aftur á móti er þriðjungshækkun ráðlögð í veiðum á síldinni. Mikill samdráttur í kortunum Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar og formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir fréttirnar mikið áfall. „Þetta eru auðvitað gríðarleg verðmæti og mikið af tekjum að fara út úr þjóðarbúinu, frá fyrirtækjunum sem treysta á þessar tegundir,“ segir Gunnþór. Þegar niðurskurður í ráðlögðum veiðum á makríl og kolmunna og aukning á síldarveiðum séu lögð saman hlaupi tap uppsjávarfyrirtækja á tugum milljarða. „Þá sýnist mér að þetta sé kannski tekjusamdráttur hjá okkur upp á 30 til 35 milljarða, einhvers staðar á því bili.“ Bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Nú sé beðið eftir ráðgjöf um loðnuveiðar, sem skipti höfuðmáli um framhaldið. „Ef loðnuveiðin er að bregðast enn eitt árið, þá má segja að það sé lítið framundan hjá ansi mörgum vinnslum og fyrirtækjum fyrstu átta mánuði ársins,“ segir Gunnþór. „Ég held að það hljóti að segja sig sjálfta að í breyttu starfsumhverfi, hækkandi kostnaði á flestum vígstöðvum og auknum álögum þá hljóti fyrirtækin að þurfa að bregðast við. Það held ég að segi sig bara alveg sjálft.“ Ekki er í gildi samkomulag milli þjóðanna sem stunda veiðar úr deilistofnunum þremur um skiptingu afla. Hver þjóð hefur því sett sér aflamark einhliða á undanförnum árum, og veitt hefur verið umfram ráðgjöf rannsóknarráðsins. Gunnþór á ekki von á því að íslenska ráðgjöfin fari hátt yfir ráðgjöf rannsóknarráðsins. „Ég á nú von á því að menn fylgi þessu,“ segir Gunnþór. Sjávarútvegur Loðnuveiðar Síldarvinnslan Tengdar fréttir Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur tekið ákvörðun um að leggja tveimur skipum í flota samstæðunnar. Ákvörðunin er hluti hagræðingaraðgerða til að bregðast við samdrætti aflaheimilda, áhrifum af hækkun á kostnaðarliðum og breytingum á rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja. 29. september 2025 16:31 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Alþjóðahafrannsóknarráðið birti í gær ráðgjöf um veiðar á norsk-íslenskri vorgotssíld, makríl og kolmunna fyrir næsta ár. Ráðið leggur til 70 prósent minni veiðar á makríl en í ár og 41 prósent minni veiði á kolmunna. Aftur á móti er þriðjungshækkun ráðlögð í veiðum á síldinni. Mikill samdráttur í kortunum Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar og formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir fréttirnar mikið áfall. „Þetta eru auðvitað gríðarleg verðmæti og mikið af tekjum að fara út úr þjóðarbúinu, frá fyrirtækjunum sem treysta á þessar tegundir,“ segir Gunnþór. Þegar niðurskurður í ráðlögðum veiðum á makríl og kolmunna og aukning á síldarveiðum séu lögð saman hlaupi tap uppsjávarfyrirtækja á tugum milljarða. „Þá sýnist mér að þetta sé kannski tekjusamdráttur hjá okkur upp á 30 til 35 milljarða, einhvers staðar á því bili.“ Bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Nú sé beðið eftir ráðgjöf um loðnuveiðar, sem skipti höfuðmáli um framhaldið. „Ef loðnuveiðin er að bregðast enn eitt árið, þá má segja að það sé lítið framundan hjá ansi mörgum vinnslum og fyrirtækjum fyrstu átta mánuði ársins,“ segir Gunnþór. „Ég held að það hljóti að segja sig sjálfta að í breyttu starfsumhverfi, hækkandi kostnaði á flestum vígstöðvum og auknum álögum þá hljóti fyrirtækin að þurfa að bregðast við. Það held ég að segi sig bara alveg sjálft.“ Ekki er í gildi samkomulag milli þjóðanna sem stunda veiðar úr deilistofnunum þremur um skiptingu afla. Hver þjóð hefur því sett sér aflamark einhliða á undanförnum árum, og veitt hefur verið umfram ráðgjöf rannsóknarráðsins. Gunnþór á ekki von á því að íslenska ráðgjöfin fari hátt yfir ráðgjöf rannsóknarráðsins. „Ég á nú von á því að menn fylgi þessu,“ segir Gunnþór.
Sjávarútvegur Loðnuveiðar Síldarvinnslan Tengdar fréttir Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur tekið ákvörðun um að leggja tveimur skipum í flota samstæðunnar. Ákvörðunin er hluti hagræðingaraðgerða til að bregðast við samdrætti aflaheimilda, áhrifum af hækkun á kostnaðarliðum og breytingum á rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja. 29. september 2025 16:31 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur tekið ákvörðun um að leggja tveimur skipum í flota samstæðunnar. Ákvörðunin er hluti hagræðingaraðgerða til að bregðast við samdrætti aflaheimilda, áhrifum af hækkun á kostnaðarliðum og breytingum á rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja. 29. september 2025 16:31