Fótbolti

Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íraninn Amirhossein Hosseinzadeh fagnar einu marka sinna í undankeppni HM.
Íraninn Amirhossein Hosseinzadeh fagnar einu marka sinna í undankeppni HM. EPA/ABEDIN TAHERKENAREH

Íranska karlalandsliðið í fótbolta var eitt af fyrstu landsliðunum sem tryggði sig inn á heimsmeistaramótið í fótbolta sem fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar.

Það verður dregið í riðla fyrir úrslitakeppnina í byrjun desember en það er þegar ljóst að fulltrúar allra landa verða ekki í salnum.

Drátturinn mun fara fram í Kennedy Center í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington, D.C.

Fulltrúar íranska landsliðsins verða ekki í salnum vegna þess að bandaríska landamæraeftirlitið mun hreinlega ekki hleypa þeim inn í landið.

Íranir eru á svörtum lista hjá Donald Trump og valdamönnum í Bandaríkjunum.

Talsmaður íranska knattspyrnusambandið sagði frá því að forseti íranska sambandsins, Mehdi Taj, og landsliðsþjálfarinn Amir Ghalenoei væri neitað um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna ásamt sjö öðrum starfsmönnum sambandsins. Íranska blaðið Shargh segir frá þessu.

Íranska knattspyrnusambandið vonast reyndar enn eftir því að Gianni Infantino, forseti FIFA, geti beitt sér í þessu máli og reddað landvistarleyfi fyrir þá sem vilja komast á dráttinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×