Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar 2. október 2025 13:45 Heilbrigðisráðuneytið og menningar, - nýsköpunar - og háskólaráðuneytið héldu í gær ráðstefnu þar sem fjallað var um hvernig heilsutæknilausnir og nýsköpun innan heilbrigðiskerfisins geta stuðlað að betri og skilvirkari heilbrigðisþjónustu. Mörg áhugaverð erindi voru á dagskrá og ber þar sérstaklega að nefna erindi Markus Lingman sem fjallaði um gagnamiðaða heilbrigðisþjónustu. Lykillinn að heilbrigðiskerfi framtíðarinnar liggur nefnilega að stórum hluta í gagnadrifinni heilbrigðisþjónustu þar sem árangur, þarfir og rétt nýting heilbrigðisþjónustu er keyrð áfram af gögnum. Miðlæg heilbrigðisgögn mikilvægt framfaraskref Í aðdraganda ráðstefnunnar gaf heilbrigðisráðuneytið út skýrslu um stafræna þróun heilbrigðiskerfisins. Skýrslan tekur saman stöðu stafrænnar þróunar, tækifærin og þröskuldana sem kerfið stendur frammi fyrir. Hún segir okkur nokkuð sem við sem störfum innan heilsutæknigeirans vitum vel. Hér eru sterkir innviðir, framúrskarandi fagfólk og mikill vilji til að nýta tæknina og heilbrigðistengda nýsköpun. Í skýrslunni kemur sömuleiðis fram að til standi að heilbrigðisgögnum skuli safnað í nýja miðlæga sjúkraskrá. Miðlæg sjúkraskrá mun tryggja að öll heilbrigðisgögn séu aðgengileg á einum stað, á miðlægu sniði, aðskilið frá ólíkum lausnum sem heilbrigðisþjónustan notar í daglegu starfi t.d. við skráningu upplýsinga og samskipti sín á milli. Sú breyting er afar þýðingarmikil fyrir heilbrigðiskerfið í heild, bæði fyrir þau sem veita þjónustuna og þau sem hana þiggja. Þetta gefur öllu vistkerfi heilsutækninnar ný tækifæri til innleiðinga og þróunar á nýsköpun. Tæknin mun tala betur saman og heilbrigðisstarfsfólk fær heildstæðari mynd af heilsufari sjúklinga. Skýrslan er stórt skref í stefnumótun hins opinbera varðandi stafræna heilsutækni og getur haft mótandi áhrif á þá aðila sem þróa hugbúnaðarlausnir innan kerfisins - ef rétt er haldið á spöðunum. Betri upplýsingar um eigin heilsu Samhliða þessu stendur til á næstu árum mikilvæg innleiðing á evrópskum reglum sem tryggja einstaklingum sjálfum aukinn aðgang að eigin heilbrigðisupplýsingum. Með þeim breytingum skapast tækifæri til að setja einstaklinginn í forgrunn. Gögnin munu geta fylgt okkur á öruggan hátt milli heilbrigðisstofnana og yfir landamæri. Þetta gefur okkur aukið sjálfstæði yfir eigin heilsu og bætir heilsulæsi landsmanna. Miðlæg sjúkragögn skipta þarna höfuðmáli og tryggja að allar okkar upplýsingar séu til staðar á stöðluðu formi sem nýtist þeim sem þurfa, hvort sem er innan heilbrigðisþjónustunnar til þess að auka yfirsýn og flæði mikilvægra upplýsinga eða hjá einstaklingnum sjálfum sem hefur þá aðgang að öllum sínum upplýsingum á einum stað. Við erum að færast í átt að heilbrigðiskerfi framtíðarinnar og þróun heilsutækni og hagnýting gagna spilar þar lykilhlutverk. Sú þróun ætti að miða heilbrigðisþjónustuna meira að hverjum og einum en ekki einstaka heilbrigðisstofnunum eða spítölum. Heilsutækni framtíðarinnar verður hönnuð í kringum þarfir sjúklinga og gögnin þurfa að styðja við það. Undirbúningur miðlægrar sjúkraskrár er mikilvægt skref í þá átt. Ráðstefna ráðuneytanna sýndi skýrt að það er sameiginlegur vilji allra; heilbrigðisyfirvalda, heilsutæknifyrirtækja og þjónustuveitenda að róa í sömu átt að hagkvæmari og öruggari heilbrigðisþjónustu. Nú er tækifæri fyrir Ísland að sýna að við getum staðið fremst í gagnadrifinni heilbrigðisþjónustu eins og erlendir fyrirlesarar ráðstefnunnar tóku sérstaklega fram. Vegna smæðar, stuttra boðleika og hugvitsins sem hér býr er litla Ísland í lykilstöðu til að vera ,,test tube” fyrir heilbrigðiskerfi framtíðarinnar. Látum verkin tala. Höfundur er framkvæmdastjóri Helix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Stafræn þróun Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið og menningar, - nýsköpunar - og háskólaráðuneytið héldu í gær ráðstefnu þar sem fjallað var um hvernig heilsutæknilausnir og nýsköpun innan heilbrigðiskerfisins geta stuðlað að betri og skilvirkari heilbrigðisþjónustu. Mörg áhugaverð erindi voru á dagskrá og ber þar sérstaklega að nefna erindi Markus Lingman sem fjallaði um gagnamiðaða heilbrigðisþjónustu. Lykillinn að heilbrigðiskerfi framtíðarinnar liggur nefnilega að stórum hluta í gagnadrifinni heilbrigðisþjónustu þar sem árangur, þarfir og rétt nýting heilbrigðisþjónustu er keyrð áfram af gögnum. Miðlæg heilbrigðisgögn mikilvægt framfaraskref Í aðdraganda ráðstefnunnar gaf heilbrigðisráðuneytið út skýrslu um stafræna þróun heilbrigðiskerfisins. Skýrslan tekur saman stöðu stafrænnar þróunar, tækifærin og þröskuldana sem kerfið stendur frammi fyrir. Hún segir okkur nokkuð sem við sem störfum innan heilsutæknigeirans vitum vel. Hér eru sterkir innviðir, framúrskarandi fagfólk og mikill vilji til að nýta tæknina og heilbrigðistengda nýsköpun. Í skýrslunni kemur sömuleiðis fram að til standi að heilbrigðisgögnum skuli safnað í nýja miðlæga sjúkraskrá. Miðlæg sjúkraskrá mun tryggja að öll heilbrigðisgögn séu aðgengileg á einum stað, á miðlægu sniði, aðskilið frá ólíkum lausnum sem heilbrigðisþjónustan notar í daglegu starfi t.d. við skráningu upplýsinga og samskipti sín á milli. Sú breyting er afar þýðingarmikil fyrir heilbrigðiskerfið í heild, bæði fyrir þau sem veita þjónustuna og þau sem hana þiggja. Þetta gefur öllu vistkerfi heilsutækninnar ný tækifæri til innleiðinga og þróunar á nýsköpun. Tæknin mun tala betur saman og heilbrigðisstarfsfólk fær heildstæðari mynd af heilsufari sjúklinga. Skýrslan er stórt skref í stefnumótun hins opinbera varðandi stafræna heilsutækni og getur haft mótandi áhrif á þá aðila sem þróa hugbúnaðarlausnir innan kerfisins - ef rétt er haldið á spöðunum. Betri upplýsingar um eigin heilsu Samhliða þessu stendur til á næstu árum mikilvæg innleiðing á evrópskum reglum sem tryggja einstaklingum sjálfum aukinn aðgang að eigin heilbrigðisupplýsingum. Með þeim breytingum skapast tækifæri til að setja einstaklinginn í forgrunn. Gögnin munu geta fylgt okkur á öruggan hátt milli heilbrigðisstofnana og yfir landamæri. Þetta gefur okkur aukið sjálfstæði yfir eigin heilsu og bætir heilsulæsi landsmanna. Miðlæg sjúkragögn skipta þarna höfuðmáli og tryggja að allar okkar upplýsingar séu til staðar á stöðluðu formi sem nýtist þeim sem þurfa, hvort sem er innan heilbrigðisþjónustunnar til þess að auka yfirsýn og flæði mikilvægra upplýsinga eða hjá einstaklingnum sjálfum sem hefur þá aðgang að öllum sínum upplýsingum á einum stað. Við erum að færast í átt að heilbrigðiskerfi framtíðarinnar og þróun heilsutækni og hagnýting gagna spilar þar lykilhlutverk. Sú þróun ætti að miða heilbrigðisþjónustuna meira að hverjum og einum en ekki einstaka heilbrigðisstofnunum eða spítölum. Heilsutækni framtíðarinnar verður hönnuð í kringum þarfir sjúklinga og gögnin þurfa að styðja við það. Undirbúningur miðlægrar sjúkraskrár er mikilvægt skref í þá átt. Ráðstefna ráðuneytanna sýndi skýrt að það er sameiginlegur vilji allra; heilbrigðisyfirvalda, heilsutæknifyrirtækja og þjónustuveitenda að róa í sömu átt að hagkvæmari og öruggari heilbrigðisþjónustu. Nú er tækifæri fyrir Ísland að sýna að við getum staðið fremst í gagnadrifinni heilbrigðisþjónustu eins og erlendir fyrirlesarar ráðstefnunnar tóku sérstaklega fram. Vegna smæðar, stuttra boðleika og hugvitsins sem hér býr er litla Ísland í lykilstöðu til að vera ,,test tube” fyrir heilbrigðiskerfi framtíðarinnar. Látum verkin tala. Höfundur er framkvæmdastjóri Helix.
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar