„Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Smári Jökull Jónsson skrifar 2. október 2025 19:04 Sveinn Andri var annar af skiptastjórum þrotabús WOW Air og hefur því reynslu af vinnu við þrotabú flugfélaga. Vísir/Vilhelm Lögfræðingur segir tilfærslu á starfsemi félags frá einu til annars vera skilgreint sem kennitöluflakk samkvæmt gjaldþrotalögum. Forstjóri Play sendi frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem hann hafnar sögusögnum um fyrirfram ákveðna fléttu. Í fjármögnunarferli Play fyrr í sumar voru gefin út skuldabréf fyrir 2,8 milljarða króna. Þá fengu skuldabréfaeigendur meðal annars veð í félaginu Play Europe, veð sem gengið var að við gjaldþrot Play og tóku skuldabréfaeigendur yfir félagið og starfsemi þess á Möltu. Lögfræðingur sem var annar skiptastjóra í þrotabúi WOW air segir óhefðbundið að trygging sé tekin í dótturfélagi, algengara sé að veð séu tekin í alvöru verðmætum eins og varahlutum eða flugvélum. „Sumir vilja meina að það hafi verið ætlunin allan tímann að þegar þessar tryggingar voru veittar þá hafi verið ætlunin að færa eignarhaldið á dótturfélaginu yfir til þessara kröfuhafa. Þetta er eitthvað sem skiptastjórar þurfa að rannsaka.“ „Þá gæti það verið gjafagjörningur“ Sveinn Andri segir að það slái alltaf skiptastjóra þegar stórar fjárhæðir fari út úr félagi á skömmum tíma. „Það er verkefni skiptastjóra að rekja slóð peninganna. Þegar það er gert þá getur slóðin hæglega verið eðlileg og ekkert við það að rannsaka. Niðurstaða úr þeim rannsóknum leiðir eftir atvikum að þeir gera ekkert eða rifta einstökum ráðstöfunum.“ Skoða verði virði þeirra verðmæta sem tekin voru tryggingu. „Ef þeir meta virði þessara eigna sem voru teknar tryggingu á móts við það hverjar kröfurnar voru þá gæti verið munur þar á milli og þá gæti það verið gjafagjörningur.“ Segir sögusagnir um fyrir fram ákveðna fléttu úr lausu lofti gripnar Tilefni sé fyrir skiptastjóra að kanna sérstaklega hversu hratt peningar fóru út úr félaginu eftir fjármögnun í lok ágúst. „Miðað við svona kategorsíska skilgreiningu á kennitöluflakki sem er núna komin inn í lögin, kom inn í gjaldþrotalögin 2022 þegar menn voru að skilgreina kennitöluflakk þá er tilfræsla á starfsemi félags frá einu félagi til annars, það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni.“ Einar Örn Ólafsson fyrrverandi forstjóri Play sendi frá sér yfirlýsingu nú síðdegis. Þar segist hann vilja árétta atriði sem hann segir að misskilnings gæti um, meðal annars flæði peninga eftir fjármögnun. Eðlilegt sé að kröfuhafar tryggi hagsmuni sína með því að ganga að þeim veðum sem höfðu verið veitt og segir sögusagnir um að gjörningurinn sé vafasamur eða fyrirfram ákveðin flétta úr lausu lofti gripnar. Einar er sjálfur einn kröfuhafa. Hann muni þá ekki koma að því að endurreisa dótturfélagið Fly Play Europe. Gjaldþrot Gjaldþrot Play Play Fréttir af flugi Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Í fjármögnunarferli Play fyrr í sumar voru gefin út skuldabréf fyrir 2,8 milljarða króna. Þá fengu skuldabréfaeigendur meðal annars veð í félaginu Play Europe, veð sem gengið var að við gjaldþrot Play og tóku skuldabréfaeigendur yfir félagið og starfsemi þess á Möltu. Lögfræðingur sem var annar skiptastjóra í þrotabúi WOW air segir óhefðbundið að trygging sé tekin í dótturfélagi, algengara sé að veð séu tekin í alvöru verðmætum eins og varahlutum eða flugvélum. „Sumir vilja meina að það hafi verið ætlunin allan tímann að þegar þessar tryggingar voru veittar þá hafi verið ætlunin að færa eignarhaldið á dótturfélaginu yfir til þessara kröfuhafa. Þetta er eitthvað sem skiptastjórar þurfa að rannsaka.“ „Þá gæti það verið gjafagjörningur“ Sveinn Andri segir að það slái alltaf skiptastjóra þegar stórar fjárhæðir fari út úr félagi á skömmum tíma. „Það er verkefni skiptastjóra að rekja slóð peninganna. Þegar það er gert þá getur slóðin hæglega verið eðlileg og ekkert við það að rannsaka. Niðurstaða úr þeim rannsóknum leiðir eftir atvikum að þeir gera ekkert eða rifta einstökum ráðstöfunum.“ Skoða verði virði þeirra verðmæta sem tekin voru tryggingu. „Ef þeir meta virði þessara eigna sem voru teknar tryggingu á móts við það hverjar kröfurnar voru þá gæti verið munur þar á milli og þá gæti það verið gjafagjörningur.“ Segir sögusagnir um fyrir fram ákveðna fléttu úr lausu lofti gripnar Tilefni sé fyrir skiptastjóra að kanna sérstaklega hversu hratt peningar fóru út úr félaginu eftir fjármögnun í lok ágúst. „Miðað við svona kategorsíska skilgreiningu á kennitöluflakki sem er núna komin inn í lögin, kom inn í gjaldþrotalögin 2022 þegar menn voru að skilgreina kennitöluflakk þá er tilfræsla á starfsemi félags frá einu félagi til annars, það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni.“ Einar Örn Ólafsson fyrrverandi forstjóri Play sendi frá sér yfirlýsingu nú síðdegis. Þar segist hann vilja árétta atriði sem hann segir að misskilnings gæti um, meðal annars flæði peninga eftir fjármögnun. Eðlilegt sé að kröfuhafar tryggi hagsmuni sína með því að ganga að þeim veðum sem höfðu verið veitt og segir sögusagnir um að gjörningurinn sé vafasamur eða fyrirfram ákveðin flétta úr lausu lofti gripnar. Einar er sjálfur einn kröfuhafa. Hann muni þá ekki koma að því að endurreisa dótturfélagið Fly Play Europe.
Gjaldþrot Gjaldþrot Play Play Fréttir af flugi Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira