Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. október 2025 14:00 Tinna sneri vörn í sókn. Kona sem lagði í gjaldfrjálst stæði við Sundhöllina í Reykjavík var rukkuð af bílastæðafyrirtæki fyrir að hafa lagt án greiðslu í Hverfisgötu. Hún eyddi drjúgum tíma í að fá fyrirtækið til að fella niður rukkunina og ákvað að senda þeim reikning til baka fyrir vinnu sína. „Þeir gátu ekki útskýrt þetta, ég lagði þarna á Bergþórugötu sem er nokkrum götum frá Hverfisgötu en á miðanum sem var settur á bílinn stóð Hverfisgata 105,“ segir Tinna Þorvalds Önnudóttir sem fékk rukkun frá bílastæðafyrirtækinu Greenparking síðustu helgi. Forsvarsmenn Greenparking segja í skriflegu erindi til fréttastofu að við álagningu allra vangreiðslugjalda séu teknar myndir sem sýni staðsetningu bíls, dags og tímasetningu. Viðskiptavinir geti óskað eftir þeim til staðfestingar séu þeir í vafa um tilurð vangreiðslugjalda. Tinna lagði bílnum á Bergþórugötu, ekki Hverfisgötu.Aðsend Bergþórugatan er á svokölluðu P3-svæði og því frítt að leggja þar um helgar. Gatan er vinsæl meðal túrista sem eru duglegir að leggja þar. „Ég þurfti að senda tvo tölvupósta um málið og hringja svo í þau til þess að fá þetta fellt niður, sem tók mig í allt í það minnsta klukkutíma. Allt í allt tók þetta fáránlega mál mig um það bil klukkutíma vinnu, fyrir utan stressið sem það olli.“ Tinna hafði ekki fengið greitt þegar Vísir ræddi við hana. Hún segist hafa verið gjafmild þegar hún rukkaði fyrirtækið, tíu þúsund krónur fyrir sína vinnu. „Við höfum öll nóg á okkar könnu - við vinnum stöðugt til þess að ná endum saman og erum að djöggla alls konar boltum í einu og ég hef ekki tíma fyrir svona.“ Hugsi yfir bílastæðafyrirtækjum „Ég er alltaf að heyra af fleiri og fleiri svona fyrirtækjum og fleiri og fleiri öppum sem maður á að ná í. Svo er maður seinn á fund, og á þá að hlaða niður nýju appi,“ segir Tinna. „Það nefndi það einhver við mig að öll þessi random bílastæðafyrirtæki minni á smálánafyrirtæki sem spruttu allt í einu upp, þetta er bara random hugdetta en hvað er málið, þarf ekki eitthvað að ræða þetta?“ Sektin sem Tinna hlaut. Eins og áður segir er Bergþórugatan, þá sérstaklega við Sundhöllina, vinsæl meðal ferðamanna sem kjósa að leggja þar og þá sérstaklega um helgar til að forðast gjaldskyldu. Tinna segist velta fyrir sér hvort takmarkið sé að nýta sér það. „Ef maður er túristi einhvers staðar þá vill maður fara eftir reglum staðarins, vera kurteis og næs. Maður bara þekkir ekki aðstæður,“ segir Tinna. Hún segir þörf á frekari úrræðum fyrir neytendur gagnvart fyrirtækjunum. Fréttin hefur verið uppfærð með svörum frá Greenparking. Bílastæði Reykjavík Neytendur Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
„Þeir gátu ekki útskýrt þetta, ég lagði þarna á Bergþórugötu sem er nokkrum götum frá Hverfisgötu en á miðanum sem var settur á bílinn stóð Hverfisgata 105,“ segir Tinna Þorvalds Önnudóttir sem fékk rukkun frá bílastæðafyrirtækinu Greenparking síðustu helgi. Forsvarsmenn Greenparking segja í skriflegu erindi til fréttastofu að við álagningu allra vangreiðslugjalda séu teknar myndir sem sýni staðsetningu bíls, dags og tímasetningu. Viðskiptavinir geti óskað eftir þeim til staðfestingar séu þeir í vafa um tilurð vangreiðslugjalda. Tinna lagði bílnum á Bergþórugötu, ekki Hverfisgötu.Aðsend Bergþórugatan er á svokölluðu P3-svæði og því frítt að leggja þar um helgar. Gatan er vinsæl meðal túrista sem eru duglegir að leggja þar. „Ég þurfti að senda tvo tölvupósta um málið og hringja svo í þau til þess að fá þetta fellt niður, sem tók mig í allt í það minnsta klukkutíma. Allt í allt tók þetta fáránlega mál mig um það bil klukkutíma vinnu, fyrir utan stressið sem það olli.“ Tinna hafði ekki fengið greitt þegar Vísir ræddi við hana. Hún segist hafa verið gjafmild þegar hún rukkaði fyrirtækið, tíu þúsund krónur fyrir sína vinnu. „Við höfum öll nóg á okkar könnu - við vinnum stöðugt til þess að ná endum saman og erum að djöggla alls konar boltum í einu og ég hef ekki tíma fyrir svona.“ Hugsi yfir bílastæðafyrirtækjum „Ég er alltaf að heyra af fleiri og fleiri svona fyrirtækjum og fleiri og fleiri öppum sem maður á að ná í. Svo er maður seinn á fund, og á þá að hlaða niður nýju appi,“ segir Tinna. „Það nefndi það einhver við mig að öll þessi random bílastæðafyrirtæki minni á smálánafyrirtæki sem spruttu allt í einu upp, þetta er bara random hugdetta en hvað er málið, þarf ekki eitthvað að ræða þetta?“ Sektin sem Tinna hlaut. Eins og áður segir er Bergþórugatan, þá sérstaklega við Sundhöllina, vinsæl meðal ferðamanna sem kjósa að leggja þar og þá sérstaklega um helgar til að forðast gjaldskyldu. Tinna segist velta fyrir sér hvort takmarkið sé að nýta sér það. „Ef maður er túristi einhvers staðar þá vill maður fara eftir reglum staðarins, vera kurteis og næs. Maður bara þekkir ekki aðstæður,“ segir Tinna. Hún segir þörf á frekari úrræðum fyrir neytendur gagnvart fyrirtækjunum. Fréttin hefur verið uppfærð með svörum frá Greenparking.
Bílastæði Reykjavík Neytendur Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira