„Draumar geta ræst“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. október 2025 23:47 Björk Sigurðardóttir ásamt dóttur sinni og NPA þjónustunni Ástu Margréti Haraldsdóttur. Vísir/Lýður Valberg Móðir sem beið eftir NPA þjónustu í tvö ár segir líf sitt og dóttur sinnar gjörbreytt nú þegar að hún hefur fengið þá þjónustu sem hún á lögbundinn rétt á. Hún segir draum hafa ræst og fagnar frelsinu sem fylgir því að geta loks gert hefðbundna hluti. - Tómas Arnar hitti mæðgurnar á leikvelli Síðast þegar að fréttastofa hitti Björk Sigurðardóttur í mars var hún nýbökuð móðir og hafði verið á biðlista eftir notendastýrðri persónulegri aðstoð eða NPA þjónustu frá Reykjavíkurborg í um tvö ár. Án aðstoðar eyddi hún nær öllum stundum heima fyrir og lýsti tilverunni sem stofufangelsi. „Ég kemst ekki út með hana neitt. Út í göngutúra eða til vina og fjölskyldu eða kaffihús eða hvað sem það er,“ sagði hún á þeim tíma. Tveimur mánuðum seinna hlaut Björk loksins þá þjónustu sem hún á rétt á og slær nú við gjörnýjan tón í hennar lífi. Nú getur hún loks farið út á leikvöll með dóttur sinni en þær mæðgur fagna fegin frelsinu. „Úff þetta er náttúrulega algjör leikbreytir fyrir mitt líf. Ég get bara stjórnað mér sjálf. Hvenær ég vil vakna á morgnanna og ég get farið með Viktoríu á leikskólann. Ég get farið erlendis. Þetta er algjört frelsi ég get látið mig dreyma. Draumar geta ræst með NPA.“ Björk fær nú 320 klukkutíma aðstoð á mánuði. Líkamleg og andleg heilsa hafi batnað til muna. „Eins og núna fer ég í ræktina og geri bara það sem ég vil. Maður verður bara glaðari og lífið er bara skemmtilegra með NPA.“ Of margir séu enn á biðlista. „Haldið áfram að berjast og standið á ykkar rétti. Ég hvet öll sveitarfélögin til að vakna og veita þessa lögbundnu þjónustu. Maður er ekkert að sækja um þetta bara í djóki sko.“ Ásta Margrét Haraldsdóttir, NPA starfsmaður Bjarkar, segist mæla með starfinu fyrir hvern sem er. Hvernir er daglegt líf sem NPA starfsmaður? „Það er bara yndislegt. Þetta er bara lífið hennar Bjarkar. Ég fylgi því bara sem hún vill gera og allt sem hún vill gera er skemmtilegt. Og Viktoría dóttir hennar er yndisleg.“ Er ekki gaman að geta farið svona út að leika án þess að það sé nokkur fyrirhöfn? „Jú það breytir öllu. Ég veit ekki hvar ég væri ef ég gæti ekki farið út að leika með dóttur minni,“ bætir Björk við. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Félagsmál Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Sjá meira
Síðast þegar að fréttastofa hitti Björk Sigurðardóttur í mars var hún nýbökuð móðir og hafði verið á biðlista eftir notendastýrðri persónulegri aðstoð eða NPA þjónustu frá Reykjavíkurborg í um tvö ár. Án aðstoðar eyddi hún nær öllum stundum heima fyrir og lýsti tilverunni sem stofufangelsi. „Ég kemst ekki út með hana neitt. Út í göngutúra eða til vina og fjölskyldu eða kaffihús eða hvað sem það er,“ sagði hún á þeim tíma. Tveimur mánuðum seinna hlaut Björk loksins þá þjónustu sem hún á rétt á og slær nú við gjörnýjan tón í hennar lífi. Nú getur hún loks farið út á leikvöll með dóttur sinni en þær mæðgur fagna fegin frelsinu. „Úff þetta er náttúrulega algjör leikbreytir fyrir mitt líf. Ég get bara stjórnað mér sjálf. Hvenær ég vil vakna á morgnanna og ég get farið með Viktoríu á leikskólann. Ég get farið erlendis. Þetta er algjört frelsi ég get látið mig dreyma. Draumar geta ræst með NPA.“ Björk fær nú 320 klukkutíma aðstoð á mánuði. Líkamleg og andleg heilsa hafi batnað til muna. „Eins og núna fer ég í ræktina og geri bara það sem ég vil. Maður verður bara glaðari og lífið er bara skemmtilegra með NPA.“ Of margir séu enn á biðlista. „Haldið áfram að berjast og standið á ykkar rétti. Ég hvet öll sveitarfélögin til að vakna og veita þessa lögbundnu þjónustu. Maður er ekkert að sækja um þetta bara í djóki sko.“ Ásta Margrét Haraldsdóttir, NPA starfsmaður Bjarkar, segist mæla með starfinu fyrir hvern sem er. Hvernir er daglegt líf sem NPA starfsmaður? „Það er bara yndislegt. Þetta er bara lífið hennar Bjarkar. Ég fylgi því bara sem hún vill gera og allt sem hún vill gera er skemmtilegt. Og Viktoría dóttir hennar er yndisleg.“ Er ekki gaman að geta farið svona út að leika án þess að það sé nokkur fyrirhöfn? „Jú það breytir öllu. Ég veit ekki hvar ég væri ef ég gæti ekki farið út að leika með dóttur minni,“ bætir Björk við.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Félagsmál Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Sjá meira