Fótbolti

Freyr og fé­lagar í Brann steinlágu

Árni Jóhannsson skrifar
Sævar Atli Magnússon í leik með Brann.
Sævar Atli Magnússon í leik með Brann. EPA/Paul S. Amundsen

Freyr Alexandersson og hans menn í Brann sóttu ekki gull í greipar Viking í 24. umferð Eliteserien fyrr í dag. Leiknum lauk með 3-0 sigri Viking sem spiluðu á heimavelli í Stavanger.

Sævar Atli Magnússon byrjaði fyrir og Eggert Aron Magnússon kom inn á í seinni hálfleik en gátu ekki hjálpað Brann að snúa við stöðunni. Viking komst í 2-0 í hálfleik með mörkum Peter Christiansen á sjöundu mínútu og Edvin Austbö á markamínútunni þeirri 43. Sander Svendsen skoraði svo þriðja markið á 68. mínútu og innsiglaði sigur Viking.

Viking styrkti stöðu sína á toppi deildarinnar og eru komnir með 53 stig og fjögurra stiga forskot á Bodø/Glimt sem er í öðru sæti með 49 stig. Bodø/Glimt á hinsvegar inni tvo leiki á Viking og gætu komist á toppinn áður en langt um líður Brann hinsvegar mistókst að þétta pakkannen þeir sitja í þriðja sæti deildarinnar með 46 og gætu misst Bodø/Glimt lengra frá sér en Brann er búið að spila einum leik meira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×