Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Lovísa Arnardóttir skrifar 6. október 2025 08:59 Jón Gnarr biðst innilegrar afsökunar á orðum sínum um Grindavík. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, segir það ekki hafa verið ætlun sína að gera lítið úr Grindvíkingum eða sýna þeim vanvirðingu í umræðum í Vikunni með Gísla Marteini á RÚV síðasta föstudag. Hann biður þau innilegrar afsökunar á orðum sínum í færslu á Facebook. Grindvíkingar hafa margir tjáð sig í kjölfar þáttarins og lýst því að þeim blöskri umræðan og hvernig fjallað var um bæinn eins og hann væri glataður. Jón Gnarr segist þvert á móti hafa verið efst í huga hversu Íslendingar megi sér oft lítils gagnvart ógnarkröftum náttúruaflanna og hversu djúpstæð áhrif það getur haft að upplifa það hvernig jarðhræringar geta kippt undan okkur fótunum. „Þessi hjón sem ég vísa til hitti ég ásamt hópi af Grindvíkingum síðasta sumar. Ég hitti þau fyrir utan bensínstöðina á Blönduósi. Maðurinn lýsti þessu svona fyrir mér, hvernig húsið þeirra hefði færst til. Það var augljóst að þetta hafði haft mikil áhrif á hann. Og hann sagði þetta, að hann myndi aldrei vilja fara aftur heim til Grindavíkur. Ég var ekki að búa þetta til,“ segir Jón í færslu um málið á Facebook þar sem hann biður Grindvíkinga innilegrar afsökunar. Hann hafi með orðum sínum viljað sýna samkennd og skilning. Pabbi hans hafi unnið í Vestmannaeyjum eftir gosið þar og hann hafi sjálfur sem ungur maður unnið í Svartsengi og komið daglega til Grindavíkur. „Ég hlóð meðal annars hraunhleðslurnar sem stóðu við veginn til hitaveitunnar. Ég heimsótti Grindavík síðasta vetur og sá þá að þessir garðar mínir voru allir hrundir til grunna,“ segir Jón. Ekkert nema hlýja Hann hafi heimsótt bæinn og fundað með fjölda fólks og fyrirtækjum. Hann eigi ekkert nema hlýju til Grindvíkinga. „Ég biðst innilegrar afsökunar hafi orð mín verið óvarlega sögð. Ég skil að þetta er viðkvæmt, fólk er stolt og finnst lítið gert úr sér… Fyrirgefið mér kæru vinir ef ég hef sært ykkur, það var ekki ætlunin. Ég ber mikla virðingu fyrir dirfsku, æðruleysi og þrautseigju Grindvíkinga og hef fulla trú á því að við náum saman, með tímanum, að endurreisa bæinn og vinna okkur út úr þessu, ekki bara efnahagslega heldur tilfinningalega líka. Guð blessi Grindavík,“ segir hann að lokum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Viðreisn Ríkisútvarpið Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Rauði krossinn á Íslandi mun á næstu vikum og mánuðum bjóða Grindvíkingum á öllum aldri upp á mikið úrval námskeiða, vinnustofa og viðburða sem þjónustu- og menntunarfyrirtækið KVAN hefur hannað sérstaklega með þarfir fólks úr Grindavík í huga. 1. október 2025 11:36 Framlengja gistiheimildina fram á vor Fasteignafélagið Þórkatla hefur ákveðið að framlengja heimild hollvina til þess að gista í eignum félagsins í Grindavík. Gistiheimildin gildir nú til 31. mars 2026. 22. september 2025 14:29 Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Grindvíkingar gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi í sveitarstjórnarkosningum í vor þrátt fyrir að hafa flutt lögheimili sitt annað. Stjórnmálafræðingur segir að mögulegar lagabreytingar yrðu að vera skýrar en skiptar skoðanir eru um málið í Grindavík. 3. september 2025 20:58 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Grindvíkingar hafa margir tjáð sig í kjölfar þáttarins og lýst því að þeim blöskri umræðan og hvernig fjallað var um bæinn eins og hann væri glataður. Jón Gnarr segist þvert á móti hafa verið efst í huga hversu Íslendingar megi sér oft lítils gagnvart ógnarkröftum náttúruaflanna og hversu djúpstæð áhrif það getur haft að upplifa það hvernig jarðhræringar geta kippt undan okkur fótunum. „Þessi hjón sem ég vísa til hitti ég ásamt hópi af Grindvíkingum síðasta sumar. Ég hitti þau fyrir utan bensínstöðina á Blönduósi. Maðurinn lýsti þessu svona fyrir mér, hvernig húsið þeirra hefði færst til. Það var augljóst að þetta hafði haft mikil áhrif á hann. Og hann sagði þetta, að hann myndi aldrei vilja fara aftur heim til Grindavíkur. Ég var ekki að búa þetta til,“ segir Jón í færslu um málið á Facebook þar sem hann biður Grindvíkinga innilegrar afsökunar. Hann hafi með orðum sínum viljað sýna samkennd og skilning. Pabbi hans hafi unnið í Vestmannaeyjum eftir gosið þar og hann hafi sjálfur sem ungur maður unnið í Svartsengi og komið daglega til Grindavíkur. „Ég hlóð meðal annars hraunhleðslurnar sem stóðu við veginn til hitaveitunnar. Ég heimsótti Grindavík síðasta vetur og sá þá að þessir garðar mínir voru allir hrundir til grunna,“ segir Jón. Ekkert nema hlýja Hann hafi heimsótt bæinn og fundað með fjölda fólks og fyrirtækjum. Hann eigi ekkert nema hlýju til Grindvíkinga. „Ég biðst innilegrar afsökunar hafi orð mín verið óvarlega sögð. Ég skil að þetta er viðkvæmt, fólk er stolt og finnst lítið gert úr sér… Fyrirgefið mér kæru vinir ef ég hef sært ykkur, það var ekki ætlunin. Ég ber mikla virðingu fyrir dirfsku, æðruleysi og þrautseigju Grindvíkinga og hef fulla trú á því að við náum saman, með tímanum, að endurreisa bæinn og vinna okkur út úr þessu, ekki bara efnahagslega heldur tilfinningalega líka. Guð blessi Grindavík,“ segir hann að lokum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Viðreisn Ríkisútvarpið Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Rauði krossinn á Íslandi mun á næstu vikum og mánuðum bjóða Grindvíkingum á öllum aldri upp á mikið úrval námskeiða, vinnustofa og viðburða sem þjónustu- og menntunarfyrirtækið KVAN hefur hannað sérstaklega með þarfir fólks úr Grindavík í huga. 1. október 2025 11:36 Framlengja gistiheimildina fram á vor Fasteignafélagið Þórkatla hefur ákveðið að framlengja heimild hollvina til þess að gista í eignum félagsins í Grindavík. Gistiheimildin gildir nú til 31. mars 2026. 22. september 2025 14:29 Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Grindvíkingar gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi í sveitarstjórnarkosningum í vor þrátt fyrir að hafa flutt lögheimili sitt annað. Stjórnmálafræðingur segir að mögulegar lagabreytingar yrðu að vera skýrar en skiptar skoðanir eru um málið í Grindavík. 3. september 2025 20:58 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Rauði krossinn á Íslandi mun á næstu vikum og mánuðum bjóða Grindvíkingum á öllum aldri upp á mikið úrval námskeiða, vinnustofa og viðburða sem þjónustu- og menntunarfyrirtækið KVAN hefur hannað sérstaklega með þarfir fólks úr Grindavík í huga. 1. október 2025 11:36
Framlengja gistiheimildina fram á vor Fasteignafélagið Þórkatla hefur ákveðið að framlengja heimild hollvina til þess að gista í eignum félagsins í Grindavík. Gistiheimildin gildir nú til 31. mars 2026. 22. september 2025 14:29
Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Grindvíkingar gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi í sveitarstjórnarkosningum í vor þrátt fyrir að hafa flutt lögheimili sitt annað. Stjórnmálafræðingur segir að mögulegar lagabreytingar yrðu að vera skýrar en skiptar skoðanir eru um málið í Grindavík. 3. september 2025 20:58