Innlent

Hópslysaáætlun virkjuð á Snæ­fells­nesi

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Vatnaleið er á Snæfellsnesi.
Vatnaleið er á Snæfellsnesi. Vegagerðin

Rúta með um fjörutíu manns innbyrðis fór út af veginum á Snæfellsnesi. Hópslysaáætlun hefur verið virkjuð. 

Þetta staðfestir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við fréttastofu. Allar björgunarsveitir í nágrenni eru á leið á vettvang.

Hann sagðist ekki getað gefið upp nákvæma staðsetningu rútunnar en samkvæmt heimildum fréttastofu var rútan á Vatnaleið, sem er fjallvegur frá Vegamótum til Helgafellssveitar. Heimildir herma einnig að rútan sé á hvolfi.

Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar að sögn Guðmundar Birkis aðgerðarstjóra. Hann segir áhafnasveit þyrlu gæslunnar hins vegar í viðbragðsstöðu.

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×