Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. október 2025 22:37 Aron Rafn Eðvarðsson varði 27 skot í marki Hauka. vísir/ernir Haukar sigruðu Val eftir vítakastkeppni, 39-38, í sextán liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta í kvöld. Aron Rafn Eðvarðsson átti frábæran leik í marki Hauka. Fjölnir, sem leikur í Grill 66 deildinni, gerði sér lítið fyrir og sló Stjörnuna úr leik með sigri á heimavelli, 38-35. Staðan í hálfleik á Ásvöllum var jöfn, 13-13. Valsmenn náðu undirtökunum um miðjan seinni hálfleik og þegar rúmar ellefu mínútur voru eftir leiddu þeir með fjórum mörkum, 19-23. Þá kom frábær kafli hjá Haukum sem skoruðu sjö mörk gegn einu og náðu tveggja marka forskoti, 26-24. Magnús Óli Magnússon minnkaði muninn í 26-25 með marki úr vítakasti og Daníel Montoro jafnaði svo, 26-26. Birkir Snær Steinsson gat tryggt heimamönnum sigurinn en Björgvin Páll Gústavsson varði hörkuskot hans beint úr aukakasti. Ekki minnkaði spennan í framlengingunni. Haukar fengu síðustu sóknina og í þann mund sem tíminn var að renna út tók Þráinn Orri Jónsson aukakast. Viktor Sigurðsson truflaði framkvæmd þess, fékk rautt spjald og Haukar vítakast. Hergeir Grímsson tók það en Björgvin Páll varði og því þurfti að framlengja í annað sinn, 29-29. Staðan var áfram jöfn, 35-35, eftir aðra framlengingu og því réðust úrslitin í vítakeppni. Björgvin Páll og Aron Rafn vörðu báðir tvö víti og staðan eftir fyrstu fimm vítin hjá hvoru liði var jöfn, 3-3. Í bráðabana varði Aron Rafn frá Degi Árna Heimissyni og Jón Ómar Gíslason tryggði Haukum svo sigurinn. Hafnfirðingar unnu vítakeppnina, 4-3, og leikinn, 39-38. Aron Rafn varði alls 27 skot í marki Hauka. Skarphéðinn Ívar Einarsson var markahæstur þeirra með tíu mörk og Birkir Snær skoraði níu. Dagur Árni skoraði níu mörk fyrir Val og Björgvin Páll varði nítján skot. Stjarnan komst alla leið í bikarúrslit á síðasta tímabili en ekkert verður af því að Garðbæingar endurtaki leikinn í vetur því þeir töpuðu fyrir Fjölnismönnum, 38-35, í Grafarvoginum. Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson skoraði níu mörk fyrir Fjölni og Viktor Berg Grétarsson sjö. Bergur Bjartmarsson varði tólf skot í marki heimamanna sem voru með góð tök á leiknum og leiddu allan tímann. Staðan í hálfleik var 20-15, Fjölni í vil. Starri Friðriksson skoraði ellefu mörk fyrir Stjörnuna og Hans Jörgen Ólafsson og Ísak Logi Einarsson sitt hvor fimm mörkin. Powerade-bikarinn Haukar Valur Fjölnir Stjarnan Tengdar fréttir Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Bikarmeistarar Fram unnu Víking, sem leikur í Grill 66 deildinni, með tveggja marka mun, 39-41, í tvíframlengdum leik í sextán liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta. Leikurinn fór fram á heimavelli Víkinga í Safamýrinni þar sem Framarar léku í mörg ár. 6. október 2025 21:32 Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Þrátt fyrir að vera fimm mörkum undir þegar tæpar átján mínútur voru eftir vann Afturelding ÍBV, 27-22, í sextán liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta. 6. október 2025 19:35 Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Fleiri fréttir Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Sjá meira
Staðan í hálfleik á Ásvöllum var jöfn, 13-13. Valsmenn náðu undirtökunum um miðjan seinni hálfleik og þegar rúmar ellefu mínútur voru eftir leiddu þeir með fjórum mörkum, 19-23. Þá kom frábær kafli hjá Haukum sem skoruðu sjö mörk gegn einu og náðu tveggja marka forskoti, 26-24. Magnús Óli Magnússon minnkaði muninn í 26-25 með marki úr vítakasti og Daníel Montoro jafnaði svo, 26-26. Birkir Snær Steinsson gat tryggt heimamönnum sigurinn en Björgvin Páll Gústavsson varði hörkuskot hans beint úr aukakasti. Ekki minnkaði spennan í framlengingunni. Haukar fengu síðustu sóknina og í þann mund sem tíminn var að renna út tók Þráinn Orri Jónsson aukakast. Viktor Sigurðsson truflaði framkvæmd þess, fékk rautt spjald og Haukar vítakast. Hergeir Grímsson tók það en Björgvin Páll varði og því þurfti að framlengja í annað sinn, 29-29. Staðan var áfram jöfn, 35-35, eftir aðra framlengingu og því réðust úrslitin í vítakeppni. Björgvin Páll og Aron Rafn vörðu báðir tvö víti og staðan eftir fyrstu fimm vítin hjá hvoru liði var jöfn, 3-3. Í bráðabana varði Aron Rafn frá Degi Árna Heimissyni og Jón Ómar Gíslason tryggði Haukum svo sigurinn. Hafnfirðingar unnu vítakeppnina, 4-3, og leikinn, 39-38. Aron Rafn varði alls 27 skot í marki Hauka. Skarphéðinn Ívar Einarsson var markahæstur þeirra með tíu mörk og Birkir Snær skoraði níu. Dagur Árni skoraði níu mörk fyrir Val og Björgvin Páll varði nítján skot. Stjarnan komst alla leið í bikarúrslit á síðasta tímabili en ekkert verður af því að Garðbæingar endurtaki leikinn í vetur því þeir töpuðu fyrir Fjölnismönnum, 38-35, í Grafarvoginum. Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson skoraði níu mörk fyrir Fjölni og Viktor Berg Grétarsson sjö. Bergur Bjartmarsson varði tólf skot í marki heimamanna sem voru með góð tök á leiknum og leiddu allan tímann. Staðan í hálfleik var 20-15, Fjölni í vil. Starri Friðriksson skoraði ellefu mörk fyrir Stjörnuna og Hans Jörgen Ólafsson og Ísak Logi Einarsson sitt hvor fimm mörkin.
Powerade-bikarinn Haukar Valur Fjölnir Stjarnan Tengdar fréttir Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Bikarmeistarar Fram unnu Víking, sem leikur í Grill 66 deildinni, með tveggja marka mun, 39-41, í tvíframlengdum leik í sextán liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta. Leikurinn fór fram á heimavelli Víkinga í Safamýrinni þar sem Framarar léku í mörg ár. 6. október 2025 21:32 Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Þrátt fyrir að vera fimm mörkum undir þegar tæpar átján mínútur voru eftir vann Afturelding ÍBV, 27-22, í sextán liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta. 6. október 2025 19:35 Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Fleiri fréttir Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Sjá meira
Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Bikarmeistarar Fram unnu Víking, sem leikur í Grill 66 deildinni, með tveggja marka mun, 39-41, í tvíframlengdum leik í sextán liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta. Leikurinn fór fram á heimavelli Víkinga í Safamýrinni þar sem Framarar léku í mörg ár. 6. október 2025 21:32
Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Þrátt fyrir að vera fimm mörkum undir þegar tæpar átján mínútur voru eftir vann Afturelding ÍBV, 27-22, í sextán liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta. 6. október 2025 19:35