„Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2025 07:32 Lise Klaveness, forseti norska knattspyrnusambandsins, hefur margoft gagnrýnt framgöngu Ísraelsmanna á opinberum vettvangi. Getty/Maja Hitij - Forseti ísraelska knattspyrnusambandsins gagnrýnir kollega sinn í norska knattspyrnusambandinu en Noregur og Ísrael mætast í undankeppni HM um næstu helgi. Moshe Zuares, forseti ísraelska knattspyrnusambandsins, ræddi við norsku sjónvarpsstöðina TV2 þar sem hann gagnrýndi Lise Klaveness sem er forseti norska sambandsins. Þau Zuares og Klaveness sitja saman í stjórn Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA). Israel-sjef om Lise Klaveness: – Har problemer med meningene hennes.Israels fotballpresident Moshe Zuares retter kritikk mot sin norske kollega Lise Klaveness foran lørdagens landskamp mellom nasjonene.https://t.co/Sx2cpzEuuj— Knut A Rosvold (@knutarnold) October 6, 2025 „Við eigum í góðu sambandi en ég á í vandræðum með að sætta mig við skoðanir hennar og viðbrögð. Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við,“ sagði Moshe Zuares við TV2. Hann heldur því meðal annars fram að Klaveness og norska knattspyrnusambandið hafi ekki sýnt hans þjóð samúð eftir hryðjuverkaárásina á Ísrael 7. október 2023. „Hinn 7. október sendi hún mér ekki skilaboð eða hringdi í mig. Ekki heldur 8. eða 9. október. Hún sagði ekkert um það sem gerðist hér, ekki hálft orð,“ sagði Zuares. TV2 bar þetta undir norska forsetann sem segir þetta ekki vera satt. „Það er ekki rétt. Ég sendi honum persónuleg skilaboð daginn eftir 7. október. Ég sendi líka skilaboð þegar ár var liðið og fékk svar í bæði skiptin. Þetta voru einlæg skilaboð, því þetta var hræðileg árás. Við lýstum yfir okkar dýpstu samúð og samkennd og fengum svar til baka,“ segir Klaveness. Klaveness hefur talað hreint út um það að henni finnist persónulega að Ísrael, líkt og Rússland, hefði átt að vera útilokað frá alþjóðlegri knattspyrnu, vegna árása sinna á íbúa og heimili þeirra á Gasaströndinni. Þetta sagði hún síðast nýlega í hlaðvarpinu Pop og politikk. Moshe Zuares er forseti ísraelska knattspyrnusambandsins en hann sést hér á ársþingi FIFA.Getty/Thananuwat Srirasant Norski boltinn HM 2026 í fótbolta Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Moshe Zuares, forseti ísraelska knattspyrnusambandsins, ræddi við norsku sjónvarpsstöðina TV2 þar sem hann gagnrýndi Lise Klaveness sem er forseti norska sambandsins. Þau Zuares og Klaveness sitja saman í stjórn Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA). Israel-sjef om Lise Klaveness: – Har problemer med meningene hennes.Israels fotballpresident Moshe Zuares retter kritikk mot sin norske kollega Lise Klaveness foran lørdagens landskamp mellom nasjonene.https://t.co/Sx2cpzEuuj— Knut A Rosvold (@knutarnold) October 6, 2025 „Við eigum í góðu sambandi en ég á í vandræðum með að sætta mig við skoðanir hennar og viðbrögð. Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við,“ sagði Moshe Zuares við TV2. Hann heldur því meðal annars fram að Klaveness og norska knattspyrnusambandið hafi ekki sýnt hans þjóð samúð eftir hryðjuverkaárásina á Ísrael 7. október 2023. „Hinn 7. október sendi hún mér ekki skilaboð eða hringdi í mig. Ekki heldur 8. eða 9. október. Hún sagði ekkert um það sem gerðist hér, ekki hálft orð,“ sagði Zuares. TV2 bar þetta undir norska forsetann sem segir þetta ekki vera satt. „Það er ekki rétt. Ég sendi honum persónuleg skilaboð daginn eftir 7. október. Ég sendi líka skilaboð þegar ár var liðið og fékk svar í bæði skiptin. Þetta voru einlæg skilaboð, því þetta var hræðileg árás. Við lýstum yfir okkar dýpstu samúð og samkennd og fengum svar til baka,“ segir Klaveness. Klaveness hefur talað hreint út um það að henni finnist persónulega að Ísrael, líkt og Rússland, hefði átt að vera útilokað frá alþjóðlegri knattspyrnu, vegna árása sinna á íbúa og heimili þeirra á Gasaströndinni. Þetta sagði hún síðast nýlega í hlaðvarpinu Pop og politikk. Moshe Zuares er forseti ísraelska knattspyrnusambandsins en hann sést hér á ársþingi FIFA.Getty/Thananuwat Srirasant
Norski boltinn HM 2026 í fótbolta Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira