„Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2025 07:32 Lise Klaveness, forseti norska knattspyrnusambandsins, hefur margoft gagnrýnt framgöngu Ísraelsmanna á opinberum vettvangi. Getty/Maja Hitij - Forseti ísraelska knattspyrnusambandsins gagnrýnir kollega sinn í norska knattspyrnusambandinu en Noregur og Ísrael mætast í undankeppni HM um næstu helgi. Moshe Zuares, forseti ísraelska knattspyrnusambandsins, ræddi við norsku sjónvarpsstöðina TV2 þar sem hann gagnrýndi Lise Klaveness sem er forseti norska sambandsins. Þau Zuares og Klaveness sitja saman í stjórn Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA). Israel-sjef om Lise Klaveness: – Har problemer med meningene hennes.Israels fotballpresident Moshe Zuares retter kritikk mot sin norske kollega Lise Klaveness foran lørdagens landskamp mellom nasjonene.https://t.co/Sx2cpzEuuj— Knut A Rosvold (@knutarnold) October 6, 2025 „Við eigum í góðu sambandi en ég á í vandræðum með að sætta mig við skoðanir hennar og viðbrögð. Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við,“ sagði Moshe Zuares við TV2. Hann heldur því meðal annars fram að Klaveness og norska knattspyrnusambandið hafi ekki sýnt hans þjóð samúð eftir hryðjuverkaárásina á Ísrael 7. október 2023. „Hinn 7. október sendi hún mér ekki skilaboð eða hringdi í mig. Ekki heldur 8. eða 9. október. Hún sagði ekkert um það sem gerðist hér, ekki hálft orð,“ sagði Zuares. TV2 bar þetta undir norska forsetann sem segir þetta ekki vera satt. „Það er ekki rétt. Ég sendi honum persónuleg skilaboð daginn eftir 7. október. Ég sendi líka skilaboð þegar ár var liðið og fékk svar í bæði skiptin. Þetta voru einlæg skilaboð, því þetta var hræðileg árás. Við lýstum yfir okkar dýpstu samúð og samkennd og fengum svar til baka,“ segir Klaveness. Klaveness hefur talað hreint út um það að henni finnist persónulega að Ísrael, líkt og Rússland, hefði átt að vera útilokað frá alþjóðlegri knattspyrnu, vegna árása sinna á íbúa og heimili þeirra á Gasaströndinni. Þetta sagði hún síðast nýlega í hlaðvarpinu Pop og politikk. Moshe Zuares er forseti ísraelska knattspyrnusambandsins en hann sést hér á ársþingi FIFA.Getty/Thananuwat Srirasant Norski boltinn HM 2026 í fótbolta Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Moshe Zuares, forseti ísraelska knattspyrnusambandsins, ræddi við norsku sjónvarpsstöðina TV2 þar sem hann gagnrýndi Lise Klaveness sem er forseti norska sambandsins. Þau Zuares og Klaveness sitja saman í stjórn Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA). Israel-sjef om Lise Klaveness: – Har problemer med meningene hennes.Israels fotballpresident Moshe Zuares retter kritikk mot sin norske kollega Lise Klaveness foran lørdagens landskamp mellom nasjonene.https://t.co/Sx2cpzEuuj— Knut A Rosvold (@knutarnold) October 6, 2025 „Við eigum í góðu sambandi en ég á í vandræðum með að sætta mig við skoðanir hennar og viðbrögð. Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við,“ sagði Moshe Zuares við TV2. Hann heldur því meðal annars fram að Klaveness og norska knattspyrnusambandið hafi ekki sýnt hans þjóð samúð eftir hryðjuverkaárásina á Ísrael 7. október 2023. „Hinn 7. október sendi hún mér ekki skilaboð eða hringdi í mig. Ekki heldur 8. eða 9. október. Hún sagði ekkert um það sem gerðist hér, ekki hálft orð,“ sagði Zuares. TV2 bar þetta undir norska forsetann sem segir þetta ekki vera satt. „Það er ekki rétt. Ég sendi honum persónuleg skilaboð daginn eftir 7. október. Ég sendi líka skilaboð þegar ár var liðið og fékk svar í bæði skiptin. Þetta voru einlæg skilaboð, því þetta var hræðileg árás. Við lýstum yfir okkar dýpstu samúð og samkennd og fengum svar til baka,“ segir Klaveness. Klaveness hefur talað hreint út um það að henni finnist persónulega að Ísrael, líkt og Rússland, hefði átt að vera útilokað frá alþjóðlegri knattspyrnu, vegna árása sinna á íbúa og heimili þeirra á Gasaströndinni. Þetta sagði hún síðast nýlega í hlaðvarpinu Pop og politikk. Moshe Zuares er forseti ísraelska knattspyrnusambandsins en hann sést hér á ársþingi FIFA.Getty/Thananuwat Srirasant
Norski boltinn HM 2026 í fótbolta Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira