Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2025 10:02 Jóhannes Frank Jóhannsson með skotblöðin sín en í þessa skotskífu þarf hann að hitta fimm sinnum af hundrað metra færi. Bítið Jóhannes Frank Jóhannsson varð heimsmeistari á dögunum í nákvæmnisskotfimi með rifflum í léttum flokki. Mótið fór fram í St. Louis í Bandaríkjunum. Jóhannes Frank mætti í Bítið á Bylgjunni og ræddi við Heimi Karlsson og Lilju Katrínu Gunnarsdóttur um árangur sinn. Jóhannes þurfti að útskýra aðeins íþrótt sína. „Þetta gengur út á það að skjóta fimm skotum á hundrað metrum eða hundrað jördum og reyna að hitta fyrstu kúluholuna aftur og aftur,“ sagði Jóhannes. „Riffillinn er settur á borð í rest og hann rennur fram og til baka í sandpokum. Til þess að ná álaginu niður þá er þetta gert svona. Þetta er svona eins og Formúla eitt ef ég líki þessu við eitthvað. Við reynum að ná öllu sem hægt er að ná út úr rifflinum í nákvæmni,“ sagði Jóhannes. Hitta á bara nákvæmlega sama stað „Þetta er hundrað metra færi þannig að þú skýtur einni kúlu. Þú þarft að hitta hinum fjórum á bara nákvæmlega sama stað. Það er það sem við erum að reyna að gera,“ sagði Jóhannes og þeir fá sjö mínútur til þess. „Þetta er allt utandyra og við notum vindflögg. Við þurfum að geta lesið vindinn og metið hvenær hentar best að skjóta. Og reikna með honum. Miða upp í eða til hliðar, hvernig sem hentar,“ sagði Jóhannes. Hann náði sér mjög vel á strik. „Þetta er minn besti persónulegi árangur. Ég hef ekki náð að gera þetta einu sinni í æfingu,“ sagði Jóhannes en hvernig var samkeppnin? Allir þeir bestu á einum stað „Þetta er svona kannski eins og þú tækir bestu golfleikara saman í heiminum og settir á einn stað. Þetta var á heimavelli Ameríkananna sem eru allra bestir í þessu. Ég var í öðru sæti í heildina en ég var heimsmeistari í léttum riffli,“ sagði Jóhannes. „Ég er búinn að keppa við þessa karla nokkrum sinnum á síðustu tveimur heimsmeistaramótum og Evrópumótum. Þeir þekkja mig. Og ég er búinn að vera á topp tuttugu í öllum þessum mótum og það var stefnt á að ég yrði topp tuttugu eða topp tíu í þessu móti,“ sagði Jóhannes en árangurinn varð enn betri. „Ég bjóst ekki við þessu sem sagt í rauninni fyrr en áður en úrslitin komu í ljós þá vissi ég nokkurn veginn að ég var mjög ofarlega. Ég skoðaði aldrei hvar ég var staddur í röðinni en ég forðast það eins og ég get,“ sagði Jóhannes þannig að niðurstaðan kom skemmtilega á óvart. Kunnátta Jóhannesar ætti að koma sér vel við veiðar en hann stundar þær þó ekki. Getur alveg þessa tækni í hvaða veiðiskap sem er „Ég er löngu hættur að veiða og er bara að stunda þessa pappírskotfimi en ég get alveg notað þessa tækni í hvaða veiðiskap sem er,“ sagði Jóhannes. Hann þarf mikla einbeitingu í keppnina. „Þú þarft að hreinsa hugann svolítið. Ég tala við sjálfan mig stundum þegar ég er á þessu. Ég er ekki með þjálfara og það er enginn með mér. Þannig að ég, já, það er mikilvægt að tæma hugann og það má ekkert skeika í þessu,“ sagði Jóhannes. Hann sagði að við Íslendingar eigum einnig þátt í þróun íþróttarinnar. Íslendingur fann þetta upp „Þetta er ekki ný íþrótt á Íslandi, er mjög gömul íþrótt hér og hefur verið stunduð í fimmtíu ár. Og við áttum til dæmis, Íslendingar eiga átt við mann sem heitir Jóhannes Hallgrímsson og hérna hann fann upp þessa aðferð til að búa til þessa kúlu sem við notum. Þetta eru allt handgerðar kúlur. Já, hann var í Bandaríkjunum mörgum árum síðan. Þannig að við eigum mikinn þátt í að það sé hægt að gera þetta í dag,“ sagði Jóhannes en þá má hlusta á allt viðtalið hér fyrir ofan. Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Sjá meira
Jóhannes Frank mætti í Bítið á Bylgjunni og ræddi við Heimi Karlsson og Lilju Katrínu Gunnarsdóttur um árangur sinn. Jóhannes þurfti að útskýra aðeins íþrótt sína. „Þetta gengur út á það að skjóta fimm skotum á hundrað metrum eða hundrað jördum og reyna að hitta fyrstu kúluholuna aftur og aftur,“ sagði Jóhannes. „Riffillinn er settur á borð í rest og hann rennur fram og til baka í sandpokum. Til þess að ná álaginu niður þá er þetta gert svona. Þetta er svona eins og Formúla eitt ef ég líki þessu við eitthvað. Við reynum að ná öllu sem hægt er að ná út úr rifflinum í nákvæmni,“ sagði Jóhannes. Hitta á bara nákvæmlega sama stað „Þetta er hundrað metra færi þannig að þú skýtur einni kúlu. Þú þarft að hitta hinum fjórum á bara nákvæmlega sama stað. Það er það sem við erum að reyna að gera,“ sagði Jóhannes og þeir fá sjö mínútur til þess. „Þetta er allt utandyra og við notum vindflögg. Við þurfum að geta lesið vindinn og metið hvenær hentar best að skjóta. Og reikna með honum. Miða upp í eða til hliðar, hvernig sem hentar,“ sagði Jóhannes. Hann náði sér mjög vel á strik. „Þetta er minn besti persónulegi árangur. Ég hef ekki náð að gera þetta einu sinni í æfingu,“ sagði Jóhannes en hvernig var samkeppnin? Allir þeir bestu á einum stað „Þetta er svona kannski eins og þú tækir bestu golfleikara saman í heiminum og settir á einn stað. Þetta var á heimavelli Ameríkananna sem eru allra bestir í þessu. Ég var í öðru sæti í heildina en ég var heimsmeistari í léttum riffli,“ sagði Jóhannes. „Ég er búinn að keppa við þessa karla nokkrum sinnum á síðustu tveimur heimsmeistaramótum og Evrópumótum. Þeir þekkja mig. Og ég er búinn að vera á topp tuttugu í öllum þessum mótum og það var stefnt á að ég yrði topp tuttugu eða topp tíu í þessu móti,“ sagði Jóhannes en árangurinn varð enn betri. „Ég bjóst ekki við þessu sem sagt í rauninni fyrr en áður en úrslitin komu í ljós þá vissi ég nokkurn veginn að ég var mjög ofarlega. Ég skoðaði aldrei hvar ég var staddur í röðinni en ég forðast það eins og ég get,“ sagði Jóhannes þannig að niðurstaðan kom skemmtilega á óvart. Kunnátta Jóhannesar ætti að koma sér vel við veiðar en hann stundar þær þó ekki. Getur alveg þessa tækni í hvaða veiðiskap sem er „Ég er löngu hættur að veiða og er bara að stunda þessa pappírskotfimi en ég get alveg notað þessa tækni í hvaða veiðiskap sem er,“ sagði Jóhannes. Hann þarf mikla einbeitingu í keppnina. „Þú þarft að hreinsa hugann svolítið. Ég tala við sjálfan mig stundum þegar ég er á þessu. Ég er ekki með þjálfara og það er enginn með mér. Þannig að ég, já, það er mikilvægt að tæma hugann og það má ekkert skeika í þessu,“ sagði Jóhannes. Hann sagði að við Íslendingar eigum einnig þátt í þróun íþróttarinnar. Íslendingur fann þetta upp „Þetta er ekki ný íþrótt á Íslandi, er mjög gömul íþrótt hér og hefur verið stunduð í fimmtíu ár. Og við áttum til dæmis, Íslendingar eiga átt við mann sem heitir Jóhannes Hallgrímsson og hérna hann fann upp þessa aðferð til að búa til þessa kúlu sem við notum. Þetta eru allt handgerðar kúlur. Já, hann var í Bandaríkjunum mörgum árum síðan. Þannig að við eigum mikinn þátt í að það sé hægt að gera þetta í dag,“ sagði Jóhannes en þá má hlusta á allt viðtalið hér fyrir ofan.
Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Sjá meira