Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson, Einar Freyr Sigurðsson og Helga Hilmisdóttir skrifa 7. október 2025 11:30 Texti og önnur gögn sem geyma upplýsingar um tungumálið eru lykillinn að þróun gervigreindarforrita á borð við ChatGPT, Claude og Gemini. Forritin byggja á mállíkönum sem eru mótuð með greiningu á textagögnum með það markmið að geta líkt eftir tungumálinu og myndað þannig læsilegan texta á öllum þeim málum sem það hefur „séð“ nógu mikið af. Langstærstur hluti þeirra texta sem líkönunum eru sýndir er á ensku. Flest stærstu mállíkönin eru þó fjöltyngd að því leyti að þau geta myndað texta á mörgum tungumálum. Bestu niðurstöðurnar sem fást úr líkönunum eru á málum sem mjög margir tala en tungumál sem færri tala standa ekki eins vel að vígi. Á alþjóðlegum fundi stjórnmálaleiðtoga, fræðimanna og fulltrúa tæknifyrirtækja um gervigreind í febrúar fyrr á þessu ári kom það fram að bæta þyrfti samkeppnisstöðu Evrópu. Meðal annars var rætt um mikilvægi þess að hlúa að þeim fjölmörgu tungumálum sem töluð eru í álfunni. Lykilatriði er að afla nægilegra gagna og vinna úr þeim svo að þau geti nýst til að búa til gervigreindarlíkön sem geta unnið með öll þessi tungumál. Liður í því er verkefnið European Language Data Space sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sett á laggirnar. Þar geta eigendur gagna og rétthafar samið um notkun við þá sem vilja nýta þau. Árnastofnun hefur verið leiðandi í því að búa til og safna málgögnum á íslensku með það að markmiði að tryggja stöðu íslensku í tækniheiminum. Fimmtudaginn 9. október stendur Árnastofnun fyrir málþingi í samvinnu við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um European Language Data Space-verkefnið. Á málþinginu, Hagnýting málgagna með Language Data Space, tala íslenskir og erlendir sérfræðingar um markmiðið með verkefninu, markað fyrir málgögn og mikilvægi þeirra. Þá verða pallborðsumræður um málgögn, máltækni og gervigreind fyrir íslensku, og hvort og þá hvernig hægt sé að ná sátt um nýtingu textagagna við þróun gervigreindarlíkana. Málþingið er opið öllum áhugasömum og upplýsingar um skráningu má finna á vef Árnastofnunar, arnastofnun.is. Höfundar eru fræðimenn við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Máltækni Íslensk tunga Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Sjá meira
Texti og önnur gögn sem geyma upplýsingar um tungumálið eru lykillinn að þróun gervigreindarforrita á borð við ChatGPT, Claude og Gemini. Forritin byggja á mállíkönum sem eru mótuð með greiningu á textagögnum með það markmið að geta líkt eftir tungumálinu og myndað þannig læsilegan texta á öllum þeim málum sem það hefur „séð“ nógu mikið af. Langstærstur hluti þeirra texta sem líkönunum eru sýndir er á ensku. Flest stærstu mállíkönin eru þó fjöltyngd að því leyti að þau geta myndað texta á mörgum tungumálum. Bestu niðurstöðurnar sem fást úr líkönunum eru á málum sem mjög margir tala en tungumál sem færri tala standa ekki eins vel að vígi. Á alþjóðlegum fundi stjórnmálaleiðtoga, fræðimanna og fulltrúa tæknifyrirtækja um gervigreind í febrúar fyrr á þessu ári kom það fram að bæta þyrfti samkeppnisstöðu Evrópu. Meðal annars var rætt um mikilvægi þess að hlúa að þeim fjölmörgu tungumálum sem töluð eru í álfunni. Lykilatriði er að afla nægilegra gagna og vinna úr þeim svo að þau geti nýst til að búa til gervigreindarlíkön sem geta unnið með öll þessi tungumál. Liður í því er verkefnið European Language Data Space sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sett á laggirnar. Þar geta eigendur gagna og rétthafar samið um notkun við þá sem vilja nýta þau. Árnastofnun hefur verið leiðandi í því að búa til og safna málgögnum á íslensku með það að markmiði að tryggja stöðu íslensku í tækniheiminum. Fimmtudaginn 9. október stendur Árnastofnun fyrir málþingi í samvinnu við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um European Language Data Space-verkefnið. Á málþinginu, Hagnýting málgagna með Language Data Space, tala íslenskir og erlendir sérfræðingar um markmiðið með verkefninu, markað fyrir málgögn og mikilvægi þeirra. Þá verða pallborðsumræður um málgögn, máltækni og gervigreind fyrir íslensku, og hvort og þá hvernig hægt sé að ná sátt um nýtingu textagagna við þróun gervigreindarlíkana. Málþingið er opið öllum áhugasömum og upplýsingar um skráningu má finna á vef Árnastofnunar, arnastofnun.is. Höfundar eru fræðimenn við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun