„Það þarf að gera meira og hraðar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. október 2025 13:46 Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, segist hafa mikinn skilning á því að fjárhagsstaða fólks sé mismunandi og að það séu ákveðnir hópar sem finni margfalt meira fyrir háu vaxtastigi en aðrir. Húsnæðis- og efnahagspakki sem er í fatvatninu muni taka á veruleika þeirra hópa. Vísir Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, segir að stjórnvöld hyggist bregðast við þeirri íþyngjandi stöðu sem fólk og fyrirtæki búa við meðal annars vegna hárra vaxta. Í farvatninu sé húsnæðis- og efnahagspakki sem muni taka mið af veruleika þeirra hópa sem mest finna fyrir háum stýrivöxtum. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnir ákvörðun sína í fyrramálið. Greinendur á markaði búast við óbreyttum vöxtum. Fréttir síðustu vikna gefa ekki endilega tilefni til mikillar bjartsýni. Kristrún var spurð hvort það væru ekki blikur á lofti. „Við höfum haft ákveðnar áhyggjur af þáttum eins og mjög háu raungengi sem hefur gert útflutningsgreinum erfitt fyrir, auðvitað höfum við líka áhyggjur af því hvað verðbólgan er treg niður á við, þrátt fyrir að hún hafi minnkað umtalsvert,“ sagði Kristrún sem bætti við að vextir hefðu þó lækkað um eitt og hálft prósent sem skilaði sér í því að meðalfjölskylda þyrfti að borga um það bil 50 þúsund krónum minna en ella. „Í lok dags er þetta í höndum Seðlabankans. Við verðum að treysta því að þeir taki réttar ákvarðanir og virða þær en við gerum það sem við getum gert á ríkisfjármálahliðinni, sem er að stefna að því að skila afkomunni yfir núllinu, það er að segja fyrir 2027.“ En eruði samt að gera allt sem þið getið gert í ljósi þess hversu íþyngjandi hátt vaxtastigið er? Hversu lengi getur fólk búið við þetta háa vaxtastig? Þetta kemur auðvitað mjög illa niður á fólki sem hefur minna á milli handanna. Er það ekki einmitt stjórnvöld sem gætu unnið að þessum málum með sanngjarnari hætti en Seðlabankinn er fær um? „Við grípum auðvitað ekki inn í vaxtaákvörðunarferli en það er alveg rétt að háir vextir þeir bitna með mismunandi hætti á fólki, ungt fólk, skuldsett fólk, það finnur meira fyrir því en eignamikið fólk og eldra fólk og þar eru auðvitað ákveðin tól og tæki af hálfu hins opinbera. Við reynum að beita ríkinu með þeim hætti að húsnæðisstuðningur fari til þeirra sem helst þurfa.“ Í farvatninu sé húsnæðis og efnahagspakki. „Til þess meðal annars að bregðast við þessum aðstæðum. Það þarf að gera meira og hraðar. Og við sögðum að ef það þyrfti að gera meira hraðar, þá myndum við gera það. Úrræðin sem við erum að líta til er markvissari húsnæðisstuðningur og að reyna að fá hlutdeildarlánin til að virka betur og svo höfum við líka í huga aðgerðir sem snúa að því að draga úr fjármagnsvæðingu húsnæðismarkaðarins og að loka glufum,“ sagði Kristrún Frostadóttir. Tengdar fréttir Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Greiningardeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd muni halda stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Nefndin mun kynna vaxtaákvörðun sína á miðvikudag í næstu viku, þann 8. október. 2. október 2025 12:31 Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Greiningardeild Íslandsbanka telur líklegt að vaxtalækkunarferli Seðlabanka Íslands ljúki líklega með stýrivöxtum á bilinu 5,5 til 6,0 prósent árið 2027. Íslensk heimili séu neysluglöð í ferðalögum og bílkaupum án þess þó að skuldsetja sig. Kaupmáttur sé mikill og íbúðamarkaður í jafnvægi. 24. september 2025 14:22 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Sjá meira
Fréttir síðustu vikna gefa ekki endilega tilefni til mikillar bjartsýni. Kristrún var spurð hvort það væru ekki blikur á lofti. „Við höfum haft ákveðnar áhyggjur af þáttum eins og mjög háu raungengi sem hefur gert útflutningsgreinum erfitt fyrir, auðvitað höfum við líka áhyggjur af því hvað verðbólgan er treg niður á við, þrátt fyrir að hún hafi minnkað umtalsvert,“ sagði Kristrún sem bætti við að vextir hefðu þó lækkað um eitt og hálft prósent sem skilaði sér í því að meðalfjölskylda þyrfti að borga um það bil 50 þúsund krónum minna en ella. „Í lok dags er þetta í höndum Seðlabankans. Við verðum að treysta því að þeir taki réttar ákvarðanir og virða þær en við gerum það sem við getum gert á ríkisfjármálahliðinni, sem er að stefna að því að skila afkomunni yfir núllinu, það er að segja fyrir 2027.“ En eruði samt að gera allt sem þið getið gert í ljósi þess hversu íþyngjandi hátt vaxtastigið er? Hversu lengi getur fólk búið við þetta háa vaxtastig? Þetta kemur auðvitað mjög illa niður á fólki sem hefur minna á milli handanna. Er það ekki einmitt stjórnvöld sem gætu unnið að þessum málum með sanngjarnari hætti en Seðlabankinn er fær um? „Við grípum auðvitað ekki inn í vaxtaákvörðunarferli en það er alveg rétt að háir vextir þeir bitna með mismunandi hætti á fólki, ungt fólk, skuldsett fólk, það finnur meira fyrir því en eignamikið fólk og eldra fólk og þar eru auðvitað ákveðin tól og tæki af hálfu hins opinbera. Við reynum að beita ríkinu með þeim hætti að húsnæðisstuðningur fari til þeirra sem helst þurfa.“ Í farvatninu sé húsnæðis og efnahagspakki. „Til þess meðal annars að bregðast við þessum aðstæðum. Það þarf að gera meira og hraðar. Og við sögðum að ef það þyrfti að gera meira hraðar, þá myndum við gera það. Úrræðin sem við erum að líta til er markvissari húsnæðisstuðningur og að reyna að fá hlutdeildarlánin til að virka betur og svo höfum við líka í huga aðgerðir sem snúa að því að draga úr fjármagnsvæðingu húsnæðismarkaðarins og að loka glufum,“ sagði Kristrún Frostadóttir.
Tengdar fréttir Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Greiningardeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd muni halda stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Nefndin mun kynna vaxtaákvörðun sína á miðvikudag í næstu viku, þann 8. október. 2. október 2025 12:31 Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Greiningardeild Íslandsbanka telur líklegt að vaxtalækkunarferli Seðlabanka Íslands ljúki líklega með stýrivöxtum á bilinu 5,5 til 6,0 prósent árið 2027. Íslensk heimili séu neysluglöð í ferðalögum og bílkaupum án þess þó að skuldsetja sig. Kaupmáttur sé mikill og íbúðamarkaður í jafnvægi. 24. september 2025 14:22 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Sjá meira
Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Greiningardeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd muni halda stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Nefndin mun kynna vaxtaákvörðun sína á miðvikudag í næstu viku, þann 8. október. 2. október 2025 12:31
Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Greiningardeild Íslandsbanka telur líklegt að vaxtalækkunarferli Seðlabanka Íslands ljúki líklega með stýrivöxtum á bilinu 5,5 til 6,0 prósent árið 2027. Íslensk heimili séu neysluglöð í ferðalögum og bílkaupum án þess þó að skuldsetja sig. Kaupmáttur sé mikill og íbúðamarkaður í jafnvægi. 24. september 2025 14:22