Erlent

Fá Nóbels­verð­laun fyrir þróun málm­lífrænna grinda

Atli Ísleifsson skrifar
Hinn japanski Susuma Kitagawa og starfar við Háskólann í Kýótó. Hinn breski Richard Robson starfar við Háskólann í Melbourne og þá starfar hinn jórdanski Omar M. Yaghi við Háskólann ví Kaliforníu.
Hinn japanski Susuma Kitagawa og starfar við Háskólann í Kýótó. Hinn breski Richard Robson starfar við Háskólann í Melbourne og þá starfar hinn jórdanski Omar M. Yaghi við Háskólann ví Kaliforníu.

Sænska vísindaakademían hefur ákveðið að veita þeim Susumu Kitagawa, Richard Robson og Omar M. Yaghi Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár. Þeir fá verðlaunin fyrir „þróun málmlífrænna grinda“.

Þetta var tilkynnt á fréttamannafundi akademíunnar í morgun, en svokallaðar málmlífrænar grindur eru vænlegur flokkur efna í misleitum hvötunarferlum vegna einstakra eiginleika þeirra.

Hinn japanski Susuma Kitagawa og starfar við Háskólann í Kýótó. Hinn breski Richard Robson starfar við Háskólann í Melbourne og þá starfar hinn jórdanski Omar M. Yaghi við Háskólann í Kaliforníu.

Á síðasta ári hlutu þrír vísindamenn Nóbelsverðlaun í efnafræði fyrir rannsóknir sínar á prótínum og samsetningu þeirra. Uppgötvanir þeirra geta meðal annars haft miklar framfarir í för með sér fyrir mannkynið. Verðlaunin á síðasta ári hlutu þeir David Baker frá Háskólanum í Washington-ríki í Bandaríkjunum, fyrir hönnun á prótíni og félagarnir Demis Hassabis og John M. Jumper frá hugbúnaðarfyrirtækinu Google Deepmind fyrir forspár um uppbyggingu prótína.

Tilkynnt um handhafa Nóbelsverðlauna 2025

  • Mánudagur 6. október: Lífeðlis- og læknisfræði
  • Þriðjudagur 7. október: Eðlisfræði
  • Miðvikudagur 8. október: Efnafræði
  • Fimmtudagur 9. október: Bókmenntir
  • Föstudagur 10. október: Friðarverðlaun Nóbels
  • Mánudagur 13. október: Hagfræðiverðlaun Seðlabanka Svíþjóðar

Tengdar fréttir

Fá Nóbelinn fyrir ónæmis­rannsóknir sínar

Sænska vísindaakademían hefur ákveðið að veita þeim Mary E. Brunkow, Fred Ramsdell og Shimon Sakaguchi Nóbelsverðlaun í lífeðlis- og læknisfræði í ár. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×