Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Árni Sæberg skrifar 8. október 2025 15:54 Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm í málinu í dag. Vísir/Vilhelm Sjötugur karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að draga sér fjörutíu milljónir króna úr dánarbúi móður sinnar. Hann lagði meðal annars fimm milljónir króna inn á dóttur sína af reikningi búsins. Í ákæru Héraðssaksóknara á hendur manninum segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir fjárdrátt, en til vara umboðssvik, með því að hafa misnotað aðstöðu sína sem umboðsmaður erfingja í einkaskiptum á dánarbúi móður sinnar. Móðirin lést árið 2018 Hann hafi dregið sér í sjö tilvikum og notað heimildarlaust, í eigin þágu og annarra, fjármuni af bankareikningi dánarbúsins, samtals 40,3 milljónir króna, með reiðufjárúttektum og millifærslum. Móðir hans hafi látist í desember árið 2018 og Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið tilkynnt um andlátið með tilkynningu í janúar 2019. Sýslumaður hafi veitt erfingjum leyfi til einkaskipta með bréfi dagsettu í maí sama ár. Umboðsmaður erfingja hafi verið maðurinn. Dánarbúið hafi samkvæmt kröfu sýslumanns verið tekið til opinberra skipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavikur í janúar 2022. Lagði inn á dóttur sína Þá hafi hann verið ákærður fyrir peningaþvætti með því að nýta sér eða öðrum og ráðstafa ávinningi af brotum sem honum var gefin að sök samkvæmt fyrsta lið ákærunnar. Það hafi hann gert með því að leggja fimm milljónir króna inn á reikning dóttur sinnar og að hafa millifært fjórtán milljónir króna af eigin reikningi yfir á annan eigin reikning. Játaði skýlaust Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp í dag, segir að maðurinn hafi mætt fyrir dóm í fyrradag og játað háttsemi sína skýlaust og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa. Með játningu hans teljist sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Hann hafi ekki áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi. Litið yrði til þessa við ákvörðun refsingar, til greiðrar játningar hans fyrir dómi og þess að langt sé um liðið frá því brotin voru framin. Á hinn bóginn verði ekki fram hjá því horft að hann dró sér verulegar fjárhæðir úr dánarbúi móður sinnar á kostnað annarra erfingja. Refsing hans sé hæfilega metin sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá skulu hann greiða þóknun lögmanns síns, eina milljón króna. Dómsmál Efnahagsbrot Fjölskyldumál Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira
Í ákæru Héraðssaksóknara á hendur manninum segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir fjárdrátt, en til vara umboðssvik, með því að hafa misnotað aðstöðu sína sem umboðsmaður erfingja í einkaskiptum á dánarbúi móður sinnar. Móðirin lést árið 2018 Hann hafi dregið sér í sjö tilvikum og notað heimildarlaust, í eigin þágu og annarra, fjármuni af bankareikningi dánarbúsins, samtals 40,3 milljónir króna, með reiðufjárúttektum og millifærslum. Móðir hans hafi látist í desember árið 2018 og Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið tilkynnt um andlátið með tilkynningu í janúar 2019. Sýslumaður hafi veitt erfingjum leyfi til einkaskipta með bréfi dagsettu í maí sama ár. Umboðsmaður erfingja hafi verið maðurinn. Dánarbúið hafi samkvæmt kröfu sýslumanns verið tekið til opinberra skipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavikur í janúar 2022. Lagði inn á dóttur sína Þá hafi hann verið ákærður fyrir peningaþvætti með því að nýta sér eða öðrum og ráðstafa ávinningi af brotum sem honum var gefin að sök samkvæmt fyrsta lið ákærunnar. Það hafi hann gert með því að leggja fimm milljónir króna inn á reikning dóttur sinnar og að hafa millifært fjórtán milljónir króna af eigin reikningi yfir á annan eigin reikning. Játaði skýlaust Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp í dag, segir að maðurinn hafi mætt fyrir dóm í fyrradag og játað háttsemi sína skýlaust og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa. Með játningu hans teljist sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Hann hafi ekki áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi. Litið yrði til þessa við ákvörðun refsingar, til greiðrar játningar hans fyrir dómi og þess að langt sé um liðið frá því brotin voru framin. Á hinn bóginn verði ekki fram hjá því horft að hann dró sér verulegar fjárhæðir úr dánarbúi móður sinnar á kostnað annarra erfingja. Refsing hans sé hæfilega metin sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá skulu hann greiða þóknun lögmanns síns, eina milljón króna.
Dómsmál Efnahagsbrot Fjölskyldumál Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira