Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar 8. október 2025 15:32 Frá árinu 2012 hef ég starfað í leikskólum hér á landi. Þessi ár hafa veitt mér óteljandi tækifæri til að kynnast börnum, fjölskyldum og samstarfsfólki sem hefur auðgað líf mitt og opnað hjarta mitt fyrir nýjum sjónarhornum. Ég hef hitt stórkostlegt fólk sem kann að meta fjölbreytileikann og fagnar því sem ólíkt er. Samt verður ekki hjá því komist að minnast á að á hverjum vinnustað er alltaf smár hópur sem gerir aðstæður erfiðari ‒ einkum fyrir erlenda kennara. 1. Endurtekin mynstur Á meira en tíu árum í ólíkum leikskólum hef ég orðið vitni að mynstrum sem birtast aftur og aftur. Sumir kollegar vinna með opnum huga og hjarta, en aðrir reisa ósýnilega múra, eins konar tortryggni gagnvart þeim sem bera með sér menntun og menningu annars staðar frá. Þó að slíkt sé aldrei meirihlutinn, nægir lítill hópur til að lita andrúmsloft heillar deildar. Það er sérkennilegt að í leikskólum er börnum kennt að sýna samkennd og hlýju, en stundum er samstarfsfólki mætt með kulda og fjarlægð. Ég er ekki einn um þessa reynslu ‒ fjöldi erlendra kennara hefur sagt mér frá svipuðum sögum. 2. Smáforysta og valdakerfi Annað sem endurtekur sig er smáforystan ‒ þessi sífelldi agi smáatriðanna sem á að stjórna hverri hreyfingu. Leikskólastarf ætti að byggjast á trausti, sköpun og faglegu sjálfstæði, en of víða ríkir stjórnsemi sem gerir kennurum lífið þyngra. Hún dregur úr frumkvæði, dregur úr gleði og lætur menn finna fyrir stöðugri eftirlitsaugum. Jafnvel þegar deildarstjóri er til staðar, heldur áfram eins konar „hulið einelti“ frá þeim sem hafa setið lengi í sætunum sínum. Þeir verja gömlu venjurnar sínar með ósýnilegu valdi sem bitnar einna helst á erlendum kennurum eða þeim sem koma með ný sjónarmið. 3. Þversögn menntunarinnar Því næst blasir við sú stofnanalega þversögn sem gerir hlutina enn flóknari. Þrátt fyrir áratuga reynslu í starfi og tvö meistarapróf í lögfræði, segir kerfi leikskólakennara að sá sem ekki hefur lokið hinu hefðbundna námsferli verði að stunda fimm ára nám frá upphafi til enda. Það er vissulega mögulegt að fá hluta námsins metinn, en aðeins eftir að hafa skráð sig í námið, og aldrei með raunverulega einstaklingsmiðaðri áætlun. Í reynd er því lítill gaumur gefinn að þeirri menntun og reynslu sem aflað hefur verið erlendis, og þannig er mörgum hæfum kennurum haldið utan við fulla þátttöku. Nauðsynleg umhugsun Ég rita þetta ekki til að kvarta, heldur til að vekja hugleiðingu. Ef Ísland ætlar að vaxa áfram sem fjölmenningarsamfélag, þarf það ekki aðeins að laða að erlent vinnuafl, heldur líka að virða gildi þess og forðast þær aðstæður sem gera dvölina þyngri. Börnin eru þau fyrstu sem hagnast á fjölbreyttari reynslu og sjónarhornum. Því ætti kerfið að auðvelda erlendum kennurum að leggja sitt af mörkum, með trausti, samvinnu og raunverulegri viðurkenningu. Höfundur er skáld, rithöfundur og þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valerio Gargiulo Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Frá árinu 2012 hef ég starfað í leikskólum hér á landi. Þessi ár hafa veitt mér óteljandi tækifæri til að kynnast börnum, fjölskyldum og samstarfsfólki sem hefur auðgað líf mitt og opnað hjarta mitt fyrir nýjum sjónarhornum. Ég hef hitt stórkostlegt fólk sem kann að meta fjölbreytileikann og fagnar því sem ólíkt er. Samt verður ekki hjá því komist að minnast á að á hverjum vinnustað er alltaf smár hópur sem gerir aðstæður erfiðari ‒ einkum fyrir erlenda kennara. 1. Endurtekin mynstur Á meira en tíu árum í ólíkum leikskólum hef ég orðið vitni að mynstrum sem birtast aftur og aftur. Sumir kollegar vinna með opnum huga og hjarta, en aðrir reisa ósýnilega múra, eins konar tortryggni gagnvart þeim sem bera með sér menntun og menningu annars staðar frá. Þó að slíkt sé aldrei meirihlutinn, nægir lítill hópur til að lita andrúmsloft heillar deildar. Það er sérkennilegt að í leikskólum er börnum kennt að sýna samkennd og hlýju, en stundum er samstarfsfólki mætt með kulda og fjarlægð. Ég er ekki einn um þessa reynslu ‒ fjöldi erlendra kennara hefur sagt mér frá svipuðum sögum. 2. Smáforysta og valdakerfi Annað sem endurtekur sig er smáforystan ‒ þessi sífelldi agi smáatriðanna sem á að stjórna hverri hreyfingu. Leikskólastarf ætti að byggjast á trausti, sköpun og faglegu sjálfstæði, en of víða ríkir stjórnsemi sem gerir kennurum lífið þyngra. Hún dregur úr frumkvæði, dregur úr gleði og lætur menn finna fyrir stöðugri eftirlitsaugum. Jafnvel þegar deildarstjóri er til staðar, heldur áfram eins konar „hulið einelti“ frá þeim sem hafa setið lengi í sætunum sínum. Þeir verja gömlu venjurnar sínar með ósýnilegu valdi sem bitnar einna helst á erlendum kennurum eða þeim sem koma með ný sjónarmið. 3. Þversögn menntunarinnar Því næst blasir við sú stofnanalega þversögn sem gerir hlutina enn flóknari. Þrátt fyrir áratuga reynslu í starfi og tvö meistarapróf í lögfræði, segir kerfi leikskólakennara að sá sem ekki hefur lokið hinu hefðbundna námsferli verði að stunda fimm ára nám frá upphafi til enda. Það er vissulega mögulegt að fá hluta námsins metinn, en aðeins eftir að hafa skráð sig í námið, og aldrei með raunverulega einstaklingsmiðaðri áætlun. Í reynd er því lítill gaumur gefinn að þeirri menntun og reynslu sem aflað hefur verið erlendis, og þannig er mörgum hæfum kennurum haldið utan við fulla þátttöku. Nauðsynleg umhugsun Ég rita þetta ekki til að kvarta, heldur til að vekja hugleiðingu. Ef Ísland ætlar að vaxa áfram sem fjölmenningarsamfélag, þarf það ekki aðeins að laða að erlent vinnuafl, heldur líka að virða gildi þess og forðast þær aðstæður sem gera dvölina þyngri. Börnin eru þau fyrstu sem hagnast á fjölbreyttari reynslu og sjónarhornum. Því ætti kerfið að auðvelda erlendum kennurum að leggja sitt af mörkum, með trausti, samvinnu og raunverulegri viðurkenningu. Höfundur er skáld, rithöfundur og þýðandi.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun