Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar 9. október 2025 14:31 Frelsi á Íslandi á sér djúpar rætur og er óaðskiljanlegur þáttur í sjálfsmynd þjóðarinnar. Frá landnámsöld til okkar tíma hefur hugmyndin um frelsi þróast og það er margt í sögu Íslands sem hefur mótað afstöðu Íslendinga til frelsis. Frelsið endurspeglast m.a. í lýðræðishefðum, réttindum einstaklinga og samfélagslegu sjálfstæði. Það hefur verið afar áhugavert að fylgjast með umræðu um frelsi á Íslandi síðustu vikur, jafnvel mánuði og ár. Umræðu sem að einhverju leyti litast af umræðu og umfjöllun um frelsi í öðrum löndum. Að mínu mati eru of margir sem taka þátt í umræðunni um frelsi ofur viðkvæmir fyrir skoðunum annarra og móðgast oft á tíðum yfir orðræðunni. Þetta á ekki síst við um þá sem eru hvað dómharðastir og nýta sér tjáningarfrelsið til að flokka fólk og setja það á bása. Vilja skilgreina fólk t.d. eftir trú, samfélagsstöðu, skautun í stjórnmálum eða kynvitund. Það er að mínu mati mikilvægt að gæta að jafnvæginu milli réttinda til að tjá skoðanir sínar og ábyrgðarinnar sem því fylgir, sérstaklega þegar túlka mætti framsetninguna sem hatursorðræðu og ærumeiðingar. Á Íslandi er tjáningarfrelsi verndað af stjórnarskránni, en það hafa líka verið sett í lög takmarkanir um tjáningu sem telst andstæð lögum, eins og um meiðyrði. En þjóðfélagsleg umræða litast oft af því hvar menn vilja draga mörkin. Við þekkjum öll umræðuna um samfélagsmiðla þar sem margir Íslendingar tjá sig frjálslega, en þar getur verið erfitt að draga mörk milli þess sem telst viðeigandi tjáning og þess sem getur brotið í bága við t.d. reglur um hatursorðræðu. Umræðan um frelsi mun örugglega halda áfram að þróast, sérstaklega í ljósi samfélagslegra breytinga og tækniþróunar. Mig langar með þessari grein óska þess að við sýnum ábyrgð þegar við tjáum okkur, sérstaklega um annað fólk. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Björn Björgvinsson Samfélagsmiðlar Viðreisn Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Frelsi á Íslandi á sér djúpar rætur og er óaðskiljanlegur þáttur í sjálfsmynd þjóðarinnar. Frá landnámsöld til okkar tíma hefur hugmyndin um frelsi þróast og það er margt í sögu Íslands sem hefur mótað afstöðu Íslendinga til frelsis. Frelsið endurspeglast m.a. í lýðræðishefðum, réttindum einstaklinga og samfélagslegu sjálfstæði. Það hefur verið afar áhugavert að fylgjast með umræðu um frelsi á Íslandi síðustu vikur, jafnvel mánuði og ár. Umræðu sem að einhverju leyti litast af umræðu og umfjöllun um frelsi í öðrum löndum. Að mínu mati eru of margir sem taka þátt í umræðunni um frelsi ofur viðkvæmir fyrir skoðunum annarra og móðgast oft á tíðum yfir orðræðunni. Þetta á ekki síst við um þá sem eru hvað dómharðastir og nýta sér tjáningarfrelsið til að flokka fólk og setja það á bása. Vilja skilgreina fólk t.d. eftir trú, samfélagsstöðu, skautun í stjórnmálum eða kynvitund. Það er að mínu mati mikilvægt að gæta að jafnvæginu milli réttinda til að tjá skoðanir sínar og ábyrgðarinnar sem því fylgir, sérstaklega þegar túlka mætti framsetninguna sem hatursorðræðu og ærumeiðingar. Á Íslandi er tjáningarfrelsi verndað af stjórnarskránni, en það hafa líka verið sett í lög takmarkanir um tjáningu sem telst andstæð lögum, eins og um meiðyrði. En þjóðfélagsleg umræða litast oft af því hvar menn vilja draga mörkin. Við þekkjum öll umræðuna um samfélagsmiðla þar sem margir Íslendingar tjá sig frjálslega, en þar getur verið erfitt að draga mörk milli þess sem telst viðeigandi tjáning og þess sem getur brotið í bága við t.d. reglur um hatursorðræðu. Umræðan um frelsi mun örugglega halda áfram að þróast, sérstaklega í ljósi samfélagslegra breytinga og tækniþróunar. Mig langar með þessari grein óska þess að við sýnum ábyrgð þegar við tjáum okkur, sérstaklega um annað fólk. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun