Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar 9. október 2025 19:01 Á undanförnum árum hefur orðið mikil aukning í byggingu íbúða á Íslandi, einkum í þéttbýli. Þétting byggðar hefur leitt til þess að fjölmargar íbúðir rísa nú á svæðum sem þegar voru mótuð af byggð. Þar er rými milli bygginga oft takmarkað og ásýnd hverfa mótast af fjölbreyttum byggingarstílum og hæðum. Þessi þróun getur stuðlað að betri landnotkun og nýtingu innviða ef farið er rétt að hlutunum en felur jafnframt í sér nýjar áskoranir fyrir hönnuði og skipulagsyfirvöld. Ein af þeim áskorunum er dagsbirtan en það sem skiptir máli fyrir íbúana er hvernig megi tryggja góða dagsbirtu inni í húsunum. Nýlega var gefin út skýrsla með niðurstöðum rannsóknarverkefnis sem nefnist „Dagsbirta í íbúðarbyggð við íslenskar aðstæður“.Í skýrslunni kemur meðal annars fram að dagsbirtan gerir okkur kleift að skynja form, liti og hreyfingu sem dregur úr streitu og slysum. Einnig stjórnar sólarljósið dægursveiflum eða innri „klukku“ líkamans sem samhæfir svefn, vöku, hormóna, efnaskipti og tilfinningalegt jafnvægi. Þannig bætir morgunbirtan árvekni og svefn en kvöldbirtan undirbýr líkamann fyrir hvíld. Það gefur því auga leið að það er mikilvægt að huga markvisst að dagsbirtuhönnun strax á skipulags- og hönnunarstigum húsa. Hvernig tryggjum við að svo sé gert? Í núgildandi byggingarreglugerð er umfjöllun um dagsbirtu af skornum skammti. Grein 6.7.2. segir að „samanlagt ljósop glugga hvers íbúðarherbergis skuli ekki vera minna en sem svarar til 1/10 af gólffleti þess, þó aldrei minna en 1m2.“ Auk þess segir að íbúðir skuli njóta „fullnægjandi birtuskilyrða og loftskipta“ og að „í djúpum byggingum beri að huga sérstaklega að aukinni lofthæð svo að dagsbirtu gæti innan íbúðar.“ Sérfræðingar hafa gagnrýnt þessar kröfur og segja þær mjög takmarkaðar og ófullnægjandi. Vinna við endurskoðun hefur þó verið hafin en í dag er ár síðan tillagan var birt í samráðsgátt. Þar er lagt til að bæta við nýjum kafla í byggingarreglugerð þar sem skýrar kröfur eru gerðar til dagsbirtu í íverurýmum. Í einhverjum tilfellum hefur skortur á kröfum um dagsbirtu haft sýnileg áhrif á gæði nýrra íbúða og byggðar. Umhverfisvottanir, eins og Svanurinn, BREEAM og fleiri, ganga almennt lengra en reglugerðir. Þegar kemur að byggingum er það bæði til að tryggja góða innivist og stuðla að heilsusamlegu og sjálfbæru umhverfi. Í Svansvottuðum byggingum er krafa gerð um að birta eða svokallað dagsbirtugildi sé reiknað fyrir helstu íverurými bygginga. Það segir til um hversu mikið náttúrulegt ljós frá himni nær inn í herbergi miðað við dagsbirtuna úti. Gildið þarf að vera innan ákveðinna marka: Ekki of lágt því það segir okkur að rýmið njóti ekki nægilegrar dagsbirtu Ekki of hátt af því að það getur orðið til þess að rými séu of björt og að þau geti ofhitnað Til að tryggja að gildin séu innan marka þarf að huga að þessu í hönnunarferlinu. Það getur orðið til þess að hönnuðir þurfi að aðlaga lögun, dýpt íbúða, gluggastærð og fleira til að ná settum markmiðum. Í vottunarferlinu þarf svo að sýna fram á útreikninga sem staðfesta gildin. Allar Svansvottaðar nýbyggingar þurfa að standast kröfur um dagsbirtu, sem tryggir að hönnun taki mið af líðan og heilsu fólks. Með því að gera dagsbirtu að mælanlegri og ófrávíkjanlegri kröfu stuðlar Svansvottunin að bættri innivist, minni þörf á raflýsingu og heilnæmari byggingum þar sem fólk upplifir jafnvægi og vellíðan í daglegu lífi. Nú þegar hefur töluverður fjöldi Svansvottaðra íbúða komið á markað hér á landi, sem sýnir að byggingargeirinn er smám saman að tileinka sér þessar áherslur - sem skilar sér í betri byggingum. Höfundur er sérfræðingur hjá Umhverfis- og orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur orðið mikil aukning í byggingu íbúða á Íslandi, einkum í þéttbýli. Þétting byggðar hefur leitt til þess að fjölmargar íbúðir rísa nú á svæðum sem þegar voru mótuð af byggð. Þar er rými milli bygginga oft takmarkað og ásýnd hverfa mótast af fjölbreyttum byggingarstílum og hæðum. Þessi þróun getur stuðlað að betri landnotkun og nýtingu innviða ef farið er rétt að hlutunum en felur jafnframt í sér nýjar áskoranir fyrir hönnuði og skipulagsyfirvöld. Ein af þeim áskorunum er dagsbirtan en það sem skiptir máli fyrir íbúana er hvernig megi tryggja góða dagsbirtu inni í húsunum. Nýlega var gefin út skýrsla með niðurstöðum rannsóknarverkefnis sem nefnist „Dagsbirta í íbúðarbyggð við íslenskar aðstæður“.Í skýrslunni kemur meðal annars fram að dagsbirtan gerir okkur kleift að skynja form, liti og hreyfingu sem dregur úr streitu og slysum. Einnig stjórnar sólarljósið dægursveiflum eða innri „klukku“ líkamans sem samhæfir svefn, vöku, hormóna, efnaskipti og tilfinningalegt jafnvægi. Þannig bætir morgunbirtan árvekni og svefn en kvöldbirtan undirbýr líkamann fyrir hvíld. Það gefur því auga leið að það er mikilvægt að huga markvisst að dagsbirtuhönnun strax á skipulags- og hönnunarstigum húsa. Hvernig tryggjum við að svo sé gert? Í núgildandi byggingarreglugerð er umfjöllun um dagsbirtu af skornum skammti. Grein 6.7.2. segir að „samanlagt ljósop glugga hvers íbúðarherbergis skuli ekki vera minna en sem svarar til 1/10 af gólffleti þess, þó aldrei minna en 1m2.“ Auk þess segir að íbúðir skuli njóta „fullnægjandi birtuskilyrða og loftskipta“ og að „í djúpum byggingum beri að huga sérstaklega að aukinni lofthæð svo að dagsbirtu gæti innan íbúðar.“ Sérfræðingar hafa gagnrýnt þessar kröfur og segja þær mjög takmarkaðar og ófullnægjandi. Vinna við endurskoðun hefur þó verið hafin en í dag er ár síðan tillagan var birt í samráðsgátt. Þar er lagt til að bæta við nýjum kafla í byggingarreglugerð þar sem skýrar kröfur eru gerðar til dagsbirtu í íverurýmum. Í einhverjum tilfellum hefur skortur á kröfum um dagsbirtu haft sýnileg áhrif á gæði nýrra íbúða og byggðar. Umhverfisvottanir, eins og Svanurinn, BREEAM og fleiri, ganga almennt lengra en reglugerðir. Þegar kemur að byggingum er það bæði til að tryggja góða innivist og stuðla að heilsusamlegu og sjálfbæru umhverfi. Í Svansvottuðum byggingum er krafa gerð um að birta eða svokallað dagsbirtugildi sé reiknað fyrir helstu íverurými bygginga. Það segir til um hversu mikið náttúrulegt ljós frá himni nær inn í herbergi miðað við dagsbirtuna úti. Gildið þarf að vera innan ákveðinna marka: Ekki of lágt því það segir okkur að rýmið njóti ekki nægilegrar dagsbirtu Ekki of hátt af því að það getur orðið til þess að rými séu of björt og að þau geti ofhitnað Til að tryggja að gildin séu innan marka þarf að huga að þessu í hönnunarferlinu. Það getur orðið til þess að hönnuðir þurfi að aðlaga lögun, dýpt íbúða, gluggastærð og fleira til að ná settum markmiðum. Í vottunarferlinu þarf svo að sýna fram á útreikninga sem staðfesta gildin. Allar Svansvottaðar nýbyggingar þurfa að standast kröfur um dagsbirtu, sem tryggir að hönnun taki mið af líðan og heilsu fólks. Með því að gera dagsbirtu að mælanlegri og ófrávíkjanlegri kröfu stuðlar Svansvottunin að bættri innivist, minni þörf á raflýsingu og heilnæmari byggingum þar sem fólk upplifir jafnvægi og vellíðan í daglegu lífi. Nú þegar hefur töluverður fjöldi Svansvottaðra íbúða komið á markað hér á landi, sem sýnir að byggingargeirinn er smám saman að tileinka sér þessar áherslur - sem skilar sér í betri byggingum. Höfundur er sérfræðingur hjá Umhverfis- og orkustofnun.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun