Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Valur Páll Eiríksson skrifar 10. október 2025 14:32 Zinchenko kom ekki með til Íslands. Fleiri leikmenn í úkraínska liðinu glíma við meiðsli og taka ekki þátt í kvöld. Andrzej Iwanczuk/NurPhoto via Getty Images Úkraínumenn eru án sterkra leikmanna er þeir sækja strákana okkar í íslenska landsliðinu heim á Laugardalsvöll í kvöld. Yahor Yarmolyuk er sá nýjasti á lista leikmanna sem spilar ekki í kvöld. Yarmolyuk er 21 árs leikmaður Brentford á Englandi og hefur spilað fimm af sjö deildarleikjum liðsins það sem af er vetri. Hann tók ekki þátt á æfingu úkraínska liðsins á Laugardalsvelli í gær og mun ekki spila í kvöld. Annar leikmaður á Englandi, Oleksandr Zinchenko, af mörgum talinn besti leikmaður liðsins, er einnig fjarverandi vegna meiðsla. „Það hefur áhrif. Hann er mjög áhugaverður bakvörður sem er í raun að stýra spilinu fyrir þá, eins og hann gerði hjá Arsenal og City á sínum tíma. Auðvitað breytir það leikstílnum aðeins. Hann er stór póstur í þeirra liði, taktíkin mun breytast aðeins hjá þeim. En þetta er hörkulið og góða leikmenn og góðan þjálfara,“ sagði Arnar Gunnlaugsson um fjarveru Zinchenko í samtali við Sýn Sport í gær. Kantmaðurinn Viktor Tsygankov, leikmaður Girona á Spáni, er einnig lykilmaður í sóknarleik Úkraínu en hann glímir við meiðsli. Oleksandr Tymchyk, varnarmaður Dynamo Kiev, og Oleksandr Zubkov, leikmaður Trabzonspor, drógu sig einnig úr landsliðshópnum. Ísland og Úkraína mætast klukkan 18:45 í kvöld. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Sport í opinni dagskrá og hefst útsending klukkan 18:00. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, segir sína menn vel undirbúna fyrir verkefni kvöldsins er Ísland mætir Úkraínu í mikilvægum leik í undankeppni HM. Uppselt er á völlinn og vera má að meðbyrinn með liðinu skipti sköpum. 10. október 2025 13:02 „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ „Menn eru mjög vel stemmdir. Sérstaklega eftir gengið í síðasta glugga og við að fara að spila fyrir framan fullan Laugardalsvöll. Það er mjög langt síðan síðast en við erum þakklátir fyrir stuðninginn,“ segir Hákon Arnar Haraldsson sem mun leiða íslenska landsliðið út á völl er það mætir Úkraínu í undankeppni HM í kvöld. 10. október 2025 11:02 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sjá meira
Yarmolyuk er 21 árs leikmaður Brentford á Englandi og hefur spilað fimm af sjö deildarleikjum liðsins það sem af er vetri. Hann tók ekki þátt á æfingu úkraínska liðsins á Laugardalsvelli í gær og mun ekki spila í kvöld. Annar leikmaður á Englandi, Oleksandr Zinchenko, af mörgum talinn besti leikmaður liðsins, er einnig fjarverandi vegna meiðsla. „Það hefur áhrif. Hann er mjög áhugaverður bakvörður sem er í raun að stýra spilinu fyrir þá, eins og hann gerði hjá Arsenal og City á sínum tíma. Auðvitað breytir það leikstílnum aðeins. Hann er stór póstur í þeirra liði, taktíkin mun breytast aðeins hjá þeim. En þetta er hörkulið og góða leikmenn og góðan þjálfara,“ sagði Arnar Gunnlaugsson um fjarveru Zinchenko í samtali við Sýn Sport í gær. Kantmaðurinn Viktor Tsygankov, leikmaður Girona á Spáni, er einnig lykilmaður í sóknarleik Úkraínu en hann glímir við meiðsli. Oleksandr Tymchyk, varnarmaður Dynamo Kiev, og Oleksandr Zubkov, leikmaður Trabzonspor, drógu sig einnig úr landsliðshópnum. Ísland og Úkraína mætast klukkan 18:45 í kvöld. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Sport í opinni dagskrá og hefst útsending klukkan 18:00.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, segir sína menn vel undirbúna fyrir verkefni kvöldsins er Ísland mætir Úkraínu í mikilvægum leik í undankeppni HM. Uppselt er á völlinn og vera má að meðbyrinn með liðinu skipti sköpum. 10. október 2025 13:02 „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ „Menn eru mjög vel stemmdir. Sérstaklega eftir gengið í síðasta glugga og við að fara að spila fyrir framan fullan Laugardalsvöll. Það er mjög langt síðan síðast en við erum þakklátir fyrir stuðninginn,“ segir Hákon Arnar Haraldsson sem mun leiða íslenska landsliðið út á völl er það mætir Úkraínu í undankeppni HM í kvöld. 10. október 2025 11:02 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sjá meira
Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, segir sína menn vel undirbúna fyrir verkefni kvöldsins er Ísland mætir Úkraínu í mikilvægum leik í undankeppni HM. Uppselt er á völlinn og vera má að meðbyrinn með liðinu skipti sköpum. 10. október 2025 13:02
„Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ „Menn eru mjög vel stemmdir. Sérstaklega eftir gengið í síðasta glugga og við að fara að spila fyrir framan fullan Laugardalsvöll. Það er mjög langt síðan síðast en við erum þakklátir fyrir stuðninginn,“ segir Hákon Arnar Haraldsson sem mun leiða íslenska landsliðið út á völl er það mætir Úkraínu í undankeppni HM í kvöld. 10. október 2025 11:02