Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar 12. október 2025 13:30 Bein framlög borgarbúa til reksturs Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa numið rúmum 3,6 milljörðum síðustu tíu árin, núvirt. Núvirt framlag Reykvíkinga til garðsins stefnir í tæpa 7 milljarða frá aldamótum. Það getur ekki þótt góð nýting fjármuna borgarbúa að rekstur garðsins sé með svo miklum halla að það hlaupi á hundruðum milljóna ár hvert. 5,5 milljarða halli á tíu árum Í þeim tölum sem nefndar eru að ofan er ekki tekið tillit til kostnaðar við svokallaða innri leigu, eða þá leigu sem Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn greiðir borginni. Það er að segja þeirra fjármuna sem fluttir eru úr einum vasa í annan í bókhaldi borgarinnar. Rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins lítur enn verr út þegar leigan er tekin með í reikninginn. Heildarhalli rekstrarins hefur numið 5,5 milljörðum króna síðastliðin tíu ár, að teknu tilliti til núvirðingar hvers árs miðað við vísitölu neysluverðs. Síðustu 25 ár hefur uppsafnaður og núvirtur halli numið rúmum 9 milljörðum króna. Velviljinn er mikill Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn nýtur mikils velvilja borgarbúa og hefur menningar- og fræðslugildi sem skiptir máli. En Reykjavíkurborg hefur ekki sett sér skýra stefnu um hvernig tryggja megi sjálfbæran rekstur hans. Engar markvissar aðgerðir virðast hafa verið ráðist í til að draga úr halla eða auka tekjur, þrátt fyrir áratugalangan taprekstur sem bendir til kerfisbundins vanda. Lægri tekjur en Skemmtigarðurinn í Grafarvogi Síðustu tvö ár hafa tekjur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins dregist saman; tekjur ársins 2024 voru þannig að raungildi aðeins helmingur tekna ársins 2022. Skemmtigarðurinn í Grafarvogi er einkarekin þjónusta sem býður upp á alls kyns afþreyingu fyrir fólk á öllum aldri á mun minna svæði en það sem Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn hefur til umráða. Samt tekst Skemmtigarðinum í Grafarvogi að skila smá hagnaði flest ár og hefur síðustu tvö ár haft meiri tekjur en Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn. Þróunin á þessu kjörtímabili hefur því verið til verri vegar, en rekstrarvandi garðsins er langvarandi og umtalsverður. Perla borgarinnar Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er ein af perlum borgarinnar eða ætti að vera það. Það er sannarlega ekki um auðugan garð að gresja fyrir foreldra sem vilja finna ódýra og uppbyggilega afþreyingu fyrir börn í borginni. En við hljótum að gera þá kröfu að reksturinn sé sjálfbær eða sem næst því. Mikilvægt er því að endurskoða rekstur garðsins þannig að þessi perla í borginni nýtist áfram sem uppspretta ánægju og fræðslu, en aðhalds og ráðdeildar verði gætt í rekstri. Það frumkvæði mun ekki koma frá núverandi meirihluta eða neinum meirihluta sem Samfylkingin veitir forstöðu. Það er kominn tími til að sá flokkur fái frí frá stjórn borgarinnar og að sópað verði úr skúmaskotum Samfylkingarinnar í borgarkerfinu. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðjón Friðjónsson Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Bein framlög borgarbúa til reksturs Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa numið rúmum 3,6 milljörðum síðustu tíu árin, núvirt. Núvirt framlag Reykvíkinga til garðsins stefnir í tæpa 7 milljarða frá aldamótum. Það getur ekki þótt góð nýting fjármuna borgarbúa að rekstur garðsins sé með svo miklum halla að það hlaupi á hundruðum milljóna ár hvert. 5,5 milljarða halli á tíu árum Í þeim tölum sem nefndar eru að ofan er ekki tekið tillit til kostnaðar við svokallaða innri leigu, eða þá leigu sem Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn greiðir borginni. Það er að segja þeirra fjármuna sem fluttir eru úr einum vasa í annan í bókhaldi borgarinnar. Rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins lítur enn verr út þegar leigan er tekin með í reikninginn. Heildarhalli rekstrarins hefur numið 5,5 milljörðum króna síðastliðin tíu ár, að teknu tilliti til núvirðingar hvers árs miðað við vísitölu neysluverðs. Síðustu 25 ár hefur uppsafnaður og núvirtur halli numið rúmum 9 milljörðum króna. Velviljinn er mikill Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn nýtur mikils velvilja borgarbúa og hefur menningar- og fræðslugildi sem skiptir máli. En Reykjavíkurborg hefur ekki sett sér skýra stefnu um hvernig tryggja megi sjálfbæran rekstur hans. Engar markvissar aðgerðir virðast hafa verið ráðist í til að draga úr halla eða auka tekjur, þrátt fyrir áratugalangan taprekstur sem bendir til kerfisbundins vanda. Lægri tekjur en Skemmtigarðurinn í Grafarvogi Síðustu tvö ár hafa tekjur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins dregist saman; tekjur ársins 2024 voru þannig að raungildi aðeins helmingur tekna ársins 2022. Skemmtigarðurinn í Grafarvogi er einkarekin þjónusta sem býður upp á alls kyns afþreyingu fyrir fólk á öllum aldri á mun minna svæði en það sem Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn hefur til umráða. Samt tekst Skemmtigarðinum í Grafarvogi að skila smá hagnaði flest ár og hefur síðustu tvö ár haft meiri tekjur en Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn. Þróunin á þessu kjörtímabili hefur því verið til verri vegar, en rekstrarvandi garðsins er langvarandi og umtalsverður. Perla borgarinnar Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er ein af perlum borgarinnar eða ætti að vera það. Það er sannarlega ekki um auðugan garð að gresja fyrir foreldra sem vilja finna ódýra og uppbyggilega afþreyingu fyrir börn í borginni. En við hljótum að gera þá kröfu að reksturinn sé sjálfbær eða sem næst því. Mikilvægt er því að endurskoða rekstur garðsins þannig að þessi perla í borginni nýtist áfram sem uppspretta ánægju og fræðslu, en aðhalds og ráðdeildar verði gætt í rekstri. Það frumkvæði mun ekki koma frá núverandi meirihluta eða neinum meirihluta sem Samfylkingin veitir forstöðu. Það er kominn tími til að sá flokkur fái frí frá stjórn borgarinnar og að sópað verði úr skúmaskotum Samfylkingarinnar í borgarkerfinu. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun