Fótbolti

Haaland yfir­gefur norska landsliðshópinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erling Haaland er farinn heim til Manchester.
Erling Haaland er farinn heim til Manchester. EPA/TOMS KALNINS

Norska súperstjarnan Erling Haaland hefur yfirgefið norska landsliðshópinn en markahrókurinn fær verðskuldaða hvíld eftir 5-0 sigurinn á Ísrael í gær.

„Allir sem hafa spilað mikið í Meistaradeildinni fengu fyrirmæli um að fara heim,“ sagði landsliðsþjálfarinn Ståle Solbakken.

Noregur tryggði sér nánast sæti á HM með sigrinum í gær enda markatala liðsins miklu betri en sú hjá Ítölum. Eftir sigurinn fór liðið út að skemmta sér í næturlífi Oslóar.

Daginn eftir leikinn sagði landsliðsþjálfarinn Ståle Solbakken frá því að fimm leikmenn yfirgefi nú hópinn. Einn þeirra er Erling Haaland, sem skoraði þrennu í leiknum.

„Allir sem hafa spilað mikið í Meistaradeildinni fengu fyrirmæli um að fara heim. Það eru (Alexander) Sørloth, (Erling) Haaland, (Julian) Ryerson, (Fredrik) Bjørkan,“ sagði Solbakken við Verdens Gang.

Í þeirra stað koma Sverre Nypan og Sebastian Sebulonsen inn í hópinn fyrir vináttuleikinn gegn Nýja-Sjálandi á þriðjudag.

Í nóvember mætir Noregur síðan Eistlandi og Ítalíu í síðustu tveimur leikjum undankeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×