Fótbolti

Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð

Árni Jóhannsson skrifar
Sandra María Jessen stendur sig vel í Þýskalandi.
Sandra María Jessen stendur sig vel í Þýskalandi. vísir/Diego

Sandra María Jessen kom Köln yfir gegn Union Berlín á heimavelli í Bundesligu kvenna í þýska fótboltanum en leik lauk fyrir skömmu. Sandra hefur farið mikinn undanfarið en þetta er fjórði leikurinn í röð sem hún skorar í en Köln vann leikinn 2-1.

Union komst yfir á sjöundu mínútu leiksins þegar Sophie Weidauer skoraði mark en Köln jafnaði metin á 28. mínútu. Laura Vogt kom þá boltanum yfir línuna eftir sendingu Marinu Hegering. Sandra kom heimakonum í Köln yfir svo þegar 34 mínútur voru liðnar af leiknum og var það jafnframt sigurmark leiksins. 

Köln vann 2-1 en heimakonur áttu skot í tréverkið og sigurinn telst verðskuldaður. Köln er í 10. sæti deildarinnar með sex stig og eru stigi á eftir Union Berlin sem er búið að spila einum leik fleira.

Sandra var eins og áður segir að skora í fjórða leiknum í röð, ef bikarinn er tekinn með, og hefur verið í byrjunarliðið Köln í öllum fimm leikjunum sem hún hefur tekið þátt í og spilað vel. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×