Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 13. október 2025 09:02 Þær ruddu brautina og sýndu fram á alvöru hugtaksins jafnrétti með því að taka til óspilltra málanna, halda ráðstefnu og skipuleggja kvennfrí eða kvennaverkfall eins og það var í raun. Árið var 1975 og Allsherjaþing Sameinuðu þjóðanna ákvað að helga það ár málefnum kvenna sem varð til þess að konur víða um heim skipulögðu viðburði því tengdu. Sá íslenski bar af, var einstaklega fjölmennur og vakti athygli víða um heim. Ásthildur Ólafsdóttir (1933-2018) húsmóðir og ein af skipuleggjendum útifundar Kvennafrídagsins á Lækjartorgi 1975 tók til máls á fundinum. Ég hvet ykkur öll til að lesa alla ræðu hennar inn á kvennaar.is en hún sagði meðal annars: ,,Við vitum hvað við viljum. Við viljum jafnrétti í raun. Við viljum að konur fái að velja sér störf rétt eins og karlmennirnir. Við viljum fá að njóta gáfna okkar og hæfileika rétt eins og þeir. Við viljum að það þyki eðlilegt að karlmennirnir gegni húsmóðurstörfum engu síður en konur. Við viljum útmá hugtökin karla- og kvennastörf. Við viljum að í hvert starf sé valið með tilliti til kunnáttu og hæfileika en ekki kynferðis. Og við viljum að starf sé metið að verðleikum, en ekki með tilliti til þess, hvort það sé unnið af karli eða konu.” Nú fimmtíu árum seinna eiga þessi orð enn við og þess vegna þarf íslenskt samfélag að ákveða hvernig á að halda áfram. Stríð, loftslagsbreytingar og pólarisering í samfélaginu hafa valdið afturför í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna um allan heim. Þó við hér á landi séum komin lengra en mörg önnur ríki eigum við enn langt í land til að ná fullu jafnrétti. Enn er launamunur milli kynja og konur í minnihluta þegar kemur að stjórnunarstörfum en í miklum meirihluta þegar kemur að umönnunar- og láglaunastörfum. Konur gera frekar hlé á námi eða starfsferli til að sinna ungum börnum sínum. Konur eru frekar umönnunaraðilar veikra ættingja og bera enn oftast ábyrgð á þriðju og fjórðu vaktinni. Konur með litla menntun eru líklegri til að berjast í bökkum og ef örorka eða börn eru einnig í spilinu, glíma margar ef ekki allar við fátækt. Dómar þar sem karlkyns gerendur eiga í hlut eru enn allt of vægir, gerendameðvirkni gegnsýrir kerfin okkar og enn er hvers kyns ofbeldi gegn konum alltof algengt. Aðgerða er sannarlega áfram þörf á öllum sviðum samfélagsins Tryggja að fjölbreyttar raddir heyrist, að á þær sé hlustað og að mark sé tekið á þeim. Saman getum við brotið upp staðalmyndir, stuðlað að mun fjölbreyttari fyrirmyndum og metið fólk og störf að verðleikum. Höldum áfram að skapa samfélag þar sem við öll fáum tækifæri til að þroskast. Þar sem kvenfrelsi og félagslegt réttlæti allra er sjálfsagt og engra orða um þau mál þörf. Höfundur er menntunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Kvennafrídagurinn Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Þær ruddu brautina og sýndu fram á alvöru hugtaksins jafnrétti með því að taka til óspilltra málanna, halda ráðstefnu og skipuleggja kvennfrí eða kvennaverkfall eins og það var í raun. Árið var 1975 og Allsherjaþing Sameinuðu þjóðanna ákvað að helga það ár málefnum kvenna sem varð til þess að konur víða um heim skipulögðu viðburði því tengdu. Sá íslenski bar af, var einstaklega fjölmennur og vakti athygli víða um heim. Ásthildur Ólafsdóttir (1933-2018) húsmóðir og ein af skipuleggjendum útifundar Kvennafrídagsins á Lækjartorgi 1975 tók til máls á fundinum. Ég hvet ykkur öll til að lesa alla ræðu hennar inn á kvennaar.is en hún sagði meðal annars: ,,Við vitum hvað við viljum. Við viljum jafnrétti í raun. Við viljum að konur fái að velja sér störf rétt eins og karlmennirnir. Við viljum fá að njóta gáfna okkar og hæfileika rétt eins og þeir. Við viljum að það þyki eðlilegt að karlmennirnir gegni húsmóðurstörfum engu síður en konur. Við viljum útmá hugtökin karla- og kvennastörf. Við viljum að í hvert starf sé valið með tilliti til kunnáttu og hæfileika en ekki kynferðis. Og við viljum að starf sé metið að verðleikum, en ekki með tilliti til þess, hvort það sé unnið af karli eða konu.” Nú fimmtíu árum seinna eiga þessi orð enn við og þess vegna þarf íslenskt samfélag að ákveða hvernig á að halda áfram. Stríð, loftslagsbreytingar og pólarisering í samfélaginu hafa valdið afturför í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna um allan heim. Þó við hér á landi séum komin lengra en mörg önnur ríki eigum við enn langt í land til að ná fullu jafnrétti. Enn er launamunur milli kynja og konur í minnihluta þegar kemur að stjórnunarstörfum en í miklum meirihluta þegar kemur að umönnunar- og láglaunastörfum. Konur gera frekar hlé á námi eða starfsferli til að sinna ungum börnum sínum. Konur eru frekar umönnunaraðilar veikra ættingja og bera enn oftast ábyrgð á þriðju og fjórðu vaktinni. Konur með litla menntun eru líklegri til að berjast í bökkum og ef örorka eða börn eru einnig í spilinu, glíma margar ef ekki allar við fátækt. Dómar þar sem karlkyns gerendur eiga í hlut eru enn allt of vægir, gerendameðvirkni gegnsýrir kerfin okkar og enn er hvers kyns ofbeldi gegn konum alltof algengt. Aðgerða er sannarlega áfram þörf á öllum sviðum samfélagsins Tryggja að fjölbreyttar raddir heyrist, að á þær sé hlustað og að mark sé tekið á þeim. Saman getum við brotið upp staðalmyndir, stuðlað að mun fjölbreyttari fyrirmyndum og metið fólk og störf að verðleikum. Höldum áfram að skapa samfélag þar sem við öll fáum tækifæri til að þroskast. Þar sem kvenfrelsi og félagslegt réttlæti allra er sjálfsagt og engra orða um þau mál þörf. Höfundur er menntunarfræðingur.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar