Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. október 2025 21:52 Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Vísir/Vilhelm Athygli vakti í dag þegar greint var frá því í fréttum að Tjörneshreppur, eitt fámennasta sveitarfélag landsins, ætli að afþakka tæplega 250 milljónir króna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Nú hefur bæjarstjórinn í Mosfellsbæ blandað sér í umræðuna og segist glöð myndu taka á móti fjármununum fyrir hönd bæjarins. Um sé að ræða nokkurn veginn sömu upphæð og Mosfellsbær verður af eftir að nýjar úthlutunarreglur sjóðsins voru samþykktar í vor. Um er að ræða svokallað fólksfækkunarframlag, sem Tjörneshrepp stóð til boða, en hreppsnefnd sveitarfélagsins ákvað á fundi sínum á mánudag að afþakka. „Hreppsnefnd telur skynsamlegt að afþakka framlag Jöfnunarsjóðs vegna fólksfækkunar að upphæð 247.643.312 krónur. Það er álit hreppsnefndar að svona hátt framlag sé fáránlegt og hreppurinn lifi vel án þess. Oddvita falið að afþakka framlagið fyrir hönd hreppsins,“ segir um málið í fundargerð hreppsnefndar. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, gerir málið að umræðuefni í færslu sem hún birti á Facebook í dag þar sem hún bendir á það sem hún segir vera vankanta við nýjar úthlutunarreglur jöfnunarsjóðs. Markmiðið hafi verið að nútímavæða reglurnar, en það hafi ekki tekist betur en svo að það sé „nær ógerningur að átta sig á samspili einstakra þátta,“ líkt og bæjarstjórinn orðar það í færslu sinni sem virðist skrifuð bæði í gamni og alvöru. „Mosfellsbær missir um 250 milljónir í tekjur á ári vegna nýju reglnanna. Við höfum skrifað umsögn á eftir umsögn þar sem við höfum mótmælt þessu, hitt þingmenn og ráðherra en allt kemur fyrir ekki,” skrifar Regína. Stærðarlega séð falli Mosfellsbær á milli í kerfinu og svör við athugasemdum bæjarins hafi verið á þá leið að ef eitthvað verður gert til að laga reglurnar að Mosfellsbæ hafi það áhrif á allt gangverkið við úthlutun úr sjóðnum. „Nú er hins vegar komin lausn í það mál - Tjörneshreppur afþakkar framlagið sitt sem er nákvæmlega jafnhátt og Mosó missir! Við tökum glöð á móti þeim fjármunum,“ skrifar Regína, sem lýkur færslunni með brostjákni til marks um gamansaman undirtón. Hún virðist þó allt annað en sátt við það hvernig nýjar úthlutunarreglur bitna á bænum sem hún er í forsvari fyrir. Skjáskot/Facebook Meðal þeirra sem rita undir færsluna er bæjarstjórinn í Vesturbyggð, Gerður Björk Sveinsdóttir, sem tekur undir gagnrýni Regínu á nýja úthlutunarkerfið. „Miðað við núverandi regluverk var verið að skerða framlög til Vesturbyggðar á þessu ári um 92 milljónir, Vesturbyggð er tæplega 1.500 manna sveitarfélag. Fyrirsjáanleikinn í þessu kerfi er enginn,“ skrifar Gerður. Sveitarstjórnarmál Mosfellsbær Tjörneshreppur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Um er að ræða svokallað fólksfækkunarframlag, sem Tjörneshrepp stóð til boða, en hreppsnefnd sveitarfélagsins ákvað á fundi sínum á mánudag að afþakka. „Hreppsnefnd telur skynsamlegt að afþakka framlag Jöfnunarsjóðs vegna fólksfækkunar að upphæð 247.643.312 krónur. Það er álit hreppsnefndar að svona hátt framlag sé fáránlegt og hreppurinn lifi vel án þess. Oddvita falið að afþakka framlagið fyrir hönd hreppsins,“ segir um málið í fundargerð hreppsnefndar. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, gerir málið að umræðuefni í færslu sem hún birti á Facebook í dag þar sem hún bendir á það sem hún segir vera vankanta við nýjar úthlutunarreglur jöfnunarsjóðs. Markmiðið hafi verið að nútímavæða reglurnar, en það hafi ekki tekist betur en svo að það sé „nær ógerningur að átta sig á samspili einstakra þátta,“ líkt og bæjarstjórinn orðar það í færslu sinni sem virðist skrifuð bæði í gamni og alvöru. „Mosfellsbær missir um 250 milljónir í tekjur á ári vegna nýju reglnanna. Við höfum skrifað umsögn á eftir umsögn þar sem við höfum mótmælt þessu, hitt þingmenn og ráðherra en allt kemur fyrir ekki,” skrifar Regína. Stærðarlega séð falli Mosfellsbær á milli í kerfinu og svör við athugasemdum bæjarins hafi verið á þá leið að ef eitthvað verður gert til að laga reglurnar að Mosfellsbæ hafi það áhrif á allt gangverkið við úthlutun úr sjóðnum. „Nú er hins vegar komin lausn í það mál - Tjörneshreppur afþakkar framlagið sitt sem er nákvæmlega jafnhátt og Mosó missir! Við tökum glöð á móti þeim fjármunum,“ skrifar Regína, sem lýkur færslunni með brostjákni til marks um gamansaman undirtón. Hún virðist þó allt annað en sátt við það hvernig nýjar úthlutunarreglur bitna á bænum sem hún er í forsvari fyrir. Skjáskot/Facebook Meðal þeirra sem rita undir færsluna er bæjarstjórinn í Vesturbyggð, Gerður Björk Sveinsdóttir, sem tekur undir gagnrýni Regínu á nýja úthlutunarkerfið. „Miðað við núverandi regluverk var verið að skerða framlög til Vesturbyggðar á þessu ári um 92 milljónir, Vesturbyggð er tæplega 1.500 manna sveitarfélag. Fyrirsjáanleikinn í þessu kerfi er enginn,“ skrifar Gerður.
Sveitarstjórnarmál Mosfellsbær Tjörneshreppur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira