Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Sindri Sverrisson skrifar 15. október 2025 07:01 Heimir Hallgrímsson kemur skilaboðum til sinna manna á Aviva-leikvanginum í Dublin í gærkvöld. Getty/David Fitzgerald Heimir Hallgrímsson heldur í vonina um að koma Írum á HM í fótbolta, og ljúka þannig 24 ára bið frá síðasta heimsmeistaramóti Írlands, eftir „ófagran“ 1-0 sigur á Armenum í gærkvöld. Það leit út fyrir að Írar yrðu jafnir Ungverjum að stigum eftir kvöldið, í 2.-3. sæti F-riðils, en Liverpool-maðurinn Dominik Szoboszlai skoraði þá dýrmætt jöfnunarmark í uppbótartíma fyrir Ungverjaland gegn Portúgal, og tryggði 2-2 jafntefli. Það þýðir að Portúgal er með 10 stig í efsta sæti, Ungverjaland með 5, Írland 4 og Armenía 3, fyrir lokaleikina í nóvember, þegar Írar taka á móti Portúgal og sækja svo Ungverjaland heim. Efsta liðið kemst beint á HM en Heimir stefnir, líkt og íslenska landsliðið, á 2. sætið sem gefur farmiða í umspil í mars. Heimir sagði við írska fjölmiðla eftir sigurinn í Dublin í gær að jafntefli Portúgals og Armeníu breytti engu: „Nei, í rauninni breytir það ekki neinu. Við vissum alltaf að við þyrftum að fara til Ungverjalands og ná í þrjú stig,“ sagði Heimir. „Núna lítur út fyrir að við þurfum stig gegn Portúgal, eða þá að Armenía geri okkur greiða í Jerevan [með því að tapa ekki gegn Ungverjalandi]. Við sjáum öll að þetta armenska lið er illviðráðanlegt. Þeir eru með mikið hugrekki og baráttuanda,“ sagði Heimir. Aðalatriðið að vinna þó ekki væri það glæsilegt Evan Ferguson skoraði eina markið á Aviva-leikvanginum í gær, á 70. mínútu, en frammistaða Íra þótti ekki sannfærandi. Sérstaklega miðað við það að Armenar misstu mann af velli með rautt spjald á 52. mínútu. „Við sögðum það fyrir fram að við myndum þiggja ófagran 1-0 sigur og þetta var líklega frekar ófagur 1-0 sigur, svo við getum ekki verið óánægðir. Við höfum verið að kvarta yfir því að illa gangi í seinni leik hverrar tarnar. Við verðum að gleðjast yfir að hafa núna unnið. Við höfum líka kvartað yfir að fá sífellt á okkur mark snemma. Núna gerðist það ekki og við héldum markinu hreinu, sem er gott skref. Við tökum það jákvæða úr þessu yfir í næstu leiki. Það er bara nýr dagur og þessi leikur skiptir engu máli. Við þurftum bara þrjú stig til að halda okkur á lífi, það var aðalatriðið, svo við getum ekki lesið of mikið í þessa frammistöðu,“ sagði Heimir. HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Sjá meira
Það leit út fyrir að Írar yrðu jafnir Ungverjum að stigum eftir kvöldið, í 2.-3. sæti F-riðils, en Liverpool-maðurinn Dominik Szoboszlai skoraði þá dýrmætt jöfnunarmark í uppbótartíma fyrir Ungverjaland gegn Portúgal, og tryggði 2-2 jafntefli. Það þýðir að Portúgal er með 10 stig í efsta sæti, Ungverjaland með 5, Írland 4 og Armenía 3, fyrir lokaleikina í nóvember, þegar Írar taka á móti Portúgal og sækja svo Ungverjaland heim. Efsta liðið kemst beint á HM en Heimir stefnir, líkt og íslenska landsliðið, á 2. sætið sem gefur farmiða í umspil í mars. Heimir sagði við írska fjölmiðla eftir sigurinn í Dublin í gær að jafntefli Portúgals og Armeníu breytti engu: „Nei, í rauninni breytir það ekki neinu. Við vissum alltaf að við þyrftum að fara til Ungverjalands og ná í þrjú stig,“ sagði Heimir. „Núna lítur út fyrir að við þurfum stig gegn Portúgal, eða þá að Armenía geri okkur greiða í Jerevan [með því að tapa ekki gegn Ungverjalandi]. Við sjáum öll að þetta armenska lið er illviðráðanlegt. Þeir eru með mikið hugrekki og baráttuanda,“ sagði Heimir. Aðalatriðið að vinna þó ekki væri það glæsilegt Evan Ferguson skoraði eina markið á Aviva-leikvanginum í gær, á 70. mínútu, en frammistaða Íra þótti ekki sannfærandi. Sérstaklega miðað við það að Armenar misstu mann af velli með rautt spjald á 52. mínútu. „Við sögðum það fyrir fram að við myndum þiggja ófagran 1-0 sigur og þetta var líklega frekar ófagur 1-0 sigur, svo við getum ekki verið óánægðir. Við höfum verið að kvarta yfir því að illa gangi í seinni leik hverrar tarnar. Við verðum að gleðjast yfir að hafa núna unnið. Við höfum líka kvartað yfir að fá sífellt á okkur mark snemma. Núna gerðist það ekki og við héldum markinu hreinu, sem er gott skref. Við tökum það jákvæða úr þessu yfir í næstu leiki. Það er bara nýr dagur og þessi leikur skiptir engu máli. Við þurftum bara þrjú stig til að halda okkur á lífi, það var aðalatriðið, svo við getum ekki lesið of mikið í þessa frammistöðu,“ sagði Heimir.
HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Sjá meira