Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar 15. október 2025 13:32 Valdimar Víðisson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, skrifar grein þar sem hann segir hvernig bærinn hefur lengi verið í fararbroddi þegar kemur að jafnréttismálum og leggur þar áherslu á aðgerðir við einelti og áreiti. Hann málar Hafnarfjarðabæ upp sem frábæran vinnuveitenda sem er annt um öryggi og velferð starfsmanna sinna. Valdimar er upplýstur um mál tveggja starfsmanna sem urðu fyrir kynferðislegu áreiti í starfi sem varð þess valdandi að annar þeirra er að höfða dómsmál gegn bænum til að fá greidd vangoldin laun, þrátt fyrir unna vinnu, og hinn sat uppi með skemmri veikindarétt þegar eiginmaður hennar veiktist og lést þar sem ekki var brugðist rétt við. Slík yfirlýsing í ljósi þess er ekki aðeins vanvirðing til okkar þolendur, heldur jafnréttisbaráttunnarinnar og réttindi kvenna í heild. Valdimar lýsti því yfir að málið væri ekki einfalt og horfa þyrfti á það frá mörgum hliðum. Það að gripið sé í brjóst starfsmanns, strokið um læri hans sem og að starfsmenn þurfi að sitja undir óvelkomnum kynferðislegum athugasemdum á vinnustað bæjarins er bannað samkvæmt íslenskum lögum. Það er ekkert flókið við það. Að henda síðan fram yfirlýsingum um samkennd, traust og ábyrgð gefur mér það að Valdimar treysti á gerandameðvirkni samfélagsins og þöggun þolenda og telur mál þessara tveggja einstaklinga ekki eiga eftir að skyggja á innihaldstómar yfirlýsingar og staðhæfingar hans um stöðu Hafnarfjarðabæjar í jafnréttismálum. Það að Valdimar sá ekki þörf á að standa betur að málinu, eða hafði löngun til að reyna ná sáttum við þolendur, og leyfði sér að varpa fram þeim orðum að „hann vonaðist til að við myndum ná sátt við málið“ sýnir að maðurinn hefur enga samkennd, skilning eða ábyrgð til þolenda kynferðislegs áreiti í starfi. Hann leyfir sér að segja að þegar við tryggjum að rödd allra heyrist þá styrkjum við ekki bara einstaklinga heldur allt samfélagið og að jafnrétti bæti samfélagið allt aðeins einni viku fyrir fyrirtöku á ofangreindu máli gegn Hafnarfjarðarbæ fyrir Hérðasdómi Reykjaness þykir mér fremur kaldhæðnislegt. Það fer ekki alveg saman hljóð og mynd. Höfundur er fyrrum starfsmaður Hafnarfjarðabæjar, þolandi kynferðislegs áreitis og meistaranemi í mannauðsstjórnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Valdimar Víðisson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, skrifar grein þar sem hann segir hvernig bærinn hefur lengi verið í fararbroddi þegar kemur að jafnréttismálum og leggur þar áherslu á aðgerðir við einelti og áreiti. Hann málar Hafnarfjarðabæ upp sem frábæran vinnuveitenda sem er annt um öryggi og velferð starfsmanna sinna. Valdimar er upplýstur um mál tveggja starfsmanna sem urðu fyrir kynferðislegu áreiti í starfi sem varð þess valdandi að annar þeirra er að höfða dómsmál gegn bænum til að fá greidd vangoldin laun, þrátt fyrir unna vinnu, og hinn sat uppi með skemmri veikindarétt þegar eiginmaður hennar veiktist og lést þar sem ekki var brugðist rétt við. Slík yfirlýsing í ljósi þess er ekki aðeins vanvirðing til okkar þolendur, heldur jafnréttisbaráttunnarinnar og réttindi kvenna í heild. Valdimar lýsti því yfir að málið væri ekki einfalt og horfa þyrfti á það frá mörgum hliðum. Það að gripið sé í brjóst starfsmanns, strokið um læri hans sem og að starfsmenn þurfi að sitja undir óvelkomnum kynferðislegum athugasemdum á vinnustað bæjarins er bannað samkvæmt íslenskum lögum. Það er ekkert flókið við það. Að henda síðan fram yfirlýsingum um samkennd, traust og ábyrgð gefur mér það að Valdimar treysti á gerandameðvirkni samfélagsins og þöggun þolenda og telur mál þessara tveggja einstaklinga ekki eiga eftir að skyggja á innihaldstómar yfirlýsingar og staðhæfingar hans um stöðu Hafnarfjarðabæjar í jafnréttismálum. Það að Valdimar sá ekki þörf á að standa betur að málinu, eða hafði löngun til að reyna ná sáttum við þolendur, og leyfði sér að varpa fram þeim orðum að „hann vonaðist til að við myndum ná sátt við málið“ sýnir að maðurinn hefur enga samkennd, skilning eða ábyrgð til þolenda kynferðislegs áreiti í starfi. Hann leyfir sér að segja að þegar við tryggjum að rödd allra heyrist þá styrkjum við ekki bara einstaklinga heldur allt samfélagið og að jafnrétti bæti samfélagið allt aðeins einni viku fyrir fyrirtöku á ofangreindu máli gegn Hafnarfjarðarbæ fyrir Hérðasdómi Reykjaness þykir mér fremur kaldhæðnislegt. Það fer ekki alveg saman hljóð og mynd. Höfundur er fyrrum starfsmaður Hafnarfjarðabæjar, þolandi kynferðislegs áreitis og meistaranemi í mannauðsstjórnun.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun