Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 16. október 2025 07:31 Við eigum það til að kalla fólk Íslandsvini af minnsta tilefni. Frægt fólk þarf varla að gera mikið meira en að millilenda á Keflavíkurflugvelli til þess að öðlast þá nafnbót. Á dögunum kom hins vegar hingað til lands einstaklingur sem á hana svo sannarlega á skilið. Daniel Hannan sem sæti á í lávarðadeild brezka þingsins. Ekki er nóg með að hann hafi komið margoft til landsins á liðnum árum og áratugum og eigi hér marga vini heldur var hann einn af örfáum erlendum stjórnmálamönnum sem komu Íslandi til varnar á ögurstundu í Icesave-deilunni og það gegn eigin stjórnvöldum. Til að mynda ritaði Hannan þannig greinar í brezk dagblöð þar sem hann tók upp hanzkann fyrir okkur Íslendinga. Strax þann 15. október 2008, fyrir réttum 17 árum síðan og aðeins fáeinum dögum eftir að stóru viðskiptabankarnir þrír höfðu fallið og brezk stjórnvöld höfðu beitt lögum um hryðjuverkavarnir gegn Íslandi, ritaði Hannan til dæmis grein í stórblaðið Times þar sem hann sagði meðal annars þá aðgerð gegn vinsamlegu ríki ógeðfellda. Nógu slæmt hefði verið að frysta eignir landsins. Hið sama gerði hann til að mynda í grein í annað stórblað, Daily Telegraph, þann 5 marz 2010. Deilan snerist um kröfur stjórnvalda í Bretlandi og Hollandi, með stuðningi Evrópusambandsins, þess efnis að íslenzka ríkið samþykkti að bera ábyrgð á skuldbindingum Landsbanka Íslands vegna innistæðna í netbankanum Icesave sem hann hafði rekið í löndunum. Hljóðuðu kröfurnar upp á mörg hundruð milljarða íslenzkra króna í erlendum gjaldeyri. Íslenzk stjórnvöld lýstu því strax yfir að þau vildu standa við lagalegar skuldbindingar sínar, eins og Hannan kemur inn á í greinaskrifum sínum, en fyrst þyrfti að liggja fyrir hverjar þær væru. Vildu þau að dómstólar skæru úr um það. Hins vegar vildu brezkir og hollenzkir ráðamenn ásamt forystumönnum Evrópusambandsins ekki að málið færi fyrir dómstóla. Þess í stað vildu þeir leysa það pólitískt með samningum. Einungis það að fá þurfti samþykki íslenzkra stjórnvalda fyrir því að bera ábyrgð á skuldbindingum Landsbanka Íslands var næg sönnun þess að Ísland bæri hana ekki. Kröfurnar fóru enda þvert gegn tilskipun sambandsins um innistæðutryggingar sem innleidd hafði verið hér á landi vegna aðildar landsins að EES-samningnum en þar var kveðið á um bann við ríkisábyrgð á innistæðutryggingasjóðum. Tvær tilraunir til þess að semja um málið pólitískt, þar sem ábyrgðin og áhættan af því var öll lögð á íslenzka skattgreiðendur, voru stöðvaðar í þjóðaratkvæðagreiðslum í óþökk ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sem þá var við völd eftir að biðlað hafði verið til þáverandi forseta landsins, Ólafs Ragnars Grímssonar, um að vísa samningunum til þjóðarinnar. Fyrsta tilraunin til þess að koma ábyrgðinni á Ísland var hins vegar stöðvuð af stjórnarandstöðunni. Var í kjölfarið ákveðið að verjast fyrir EFTA-dómstólnum sem staðfesti í byrjun árs 2013 að ábyrgðin væri ekki Íslands. Hitt er svo annað mál að vegna svonefndra neyðarlaga, sem íslenzk stjórnvöld undir forystu Sjálfstæðisflokksins settu í kjölfar bankahrunsins og gerðu innistæður að forgangskröfum, voru Icesave-innistæðurnar í Bretlandi og Hollandi að lokum bættar með eignum Landsbanka Íslands lagt umfram lágmarkstrygginguna samkvæmt tilskipuninni. Með sigrinum í deilunni var tryggt að ábyrgðinni og áhættunni af málinu yrði ekki að ósekju varpað á Ísland og efnahagur landsins ekki settur í frekara uppnám á sama tíma og hagsmunir vegna brezkra og hollenzkra innistæðueigenda voru tryggðir. Forystumenn hérlendra Evrópusambandsinna brugðust ókvæða við komu Hannans til landsins og fundu honum flest ef ekki allt til foráttu. Þar á meðal kusu þeir að gera lítið úr því að skírskotað væri til hans sem Íslandsvinar. Sömu aðilar voru hins vegar í röðum þeirra sem tóku undir kröfur ráðamanna Evrópusambandsins, Bretland og Hollands á sínum tíma á hendur Íslandi og kölluðu eftir því að við Íslendingar tækjum á okkur ábyrgð og áhættu sem var ekki okkar og kostað hefði þjóðina gríðarlegar fjárhæðir í erlendum gjaldeyri. Fólkið sem nú er að reyna að koma okkur inn í sambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Við eigum það til að kalla fólk Íslandsvini af minnsta tilefni. Frægt fólk þarf varla að gera mikið meira en að millilenda á Keflavíkurflugvelli til þess að öðlast þá nafnbót. Á dögunum kom hins vegar hingað til lands einstaklingur sem á hana svo sannarlega á skilið. Daniel Hannan sem sæti á í lávarðadeild brezka þingsins. Ekki er nóg með að hann hafi komið margoft til landsins á liðnum árum og áratugum og eigi hér marga vini heldur var hann einn af örfáum erlendum stjórnmálamönnum sem komu Íslandi til varnar á ögurstundu í Icesave-deilunni og það gegn eigin stjórnvöldum. Til að mynda ritaði Hannan þannig greinar í brezk dagblöð þar sem hann tók upp hanzkann fyrir okkur Íslendinga. Strax þann 15. október 2008, fyrir réttum 17 árum síðan og aðeins fáeinum dögum eftir að stóru viðskiptabankarnir þrír höfðu fallið og brezk stjórnvöld höfðu beitt lögum um hryðjuverkavarnir gegn Íslandi, ritaði Hannan til dæmis grein í stórblaðið Times þar sem hann sagði meðal annars þá aðgerð gegn vinsamlegu ríki ógeðfellda. Nógu slæmt hefði verið að frysta eignir landsins. Hið sama gerði hann til að mynda í grein í annað stórblað, Daily Telegraph, þann 5 marz 2010. Deilan snerist um kröfur stjórnvalda í Bretlandi og Hollandi, með stuðningi Evrópusambandsins, þess efnis að íslenzka ríkið samþykkti að bera ábyrgð á skuldbindingum Landsbanka Íslands vegna innistæðna í netbankanum Icesave sem hann hafði rekið í löndunum. Hljóðuðu kröfurnar upp á mörg hundruð milljarða íslenzkra króna í erlendum gjaldeyri. Íslenzk stjórnvöld lýstu því strax yfir að þau vildu standa við lagalegar skuldbindingar sínar, eins og Hannan kemur inn á í greinaskrifum sínum, en fyrst þyrfti að liggja fyrir hverjar þær væru. Vildu þau að dómstólar skæru úr um það. Hins vegar vildu brezkir og hollenzkir ráðamenn ásamt forystumönnum Evrópusambandsins ekki að málið færi fyrir dómstóla. Þess í stað vildu þeir leysa það pólitískt með samningum. Einungis það að fá þurfti samþykki íslenzkra stjórnvalda fyrir því að bera ábyrgð á skuldbindingum Landsbanka Íslands var næg sönnun þess að Ísland bæri hana ekki. Kröfurnar fóru enda þvert gegn tilskipun sambandsins um innistæðutryggingar sem innleidd hafði verið hér á landi vegna aðildar landsins að EES-samningnum en þar var kveðið á um bann við ríkisábyrgð á innistæðutryggingasjóðum. Tvær tilraunir til þess að semja um málið pólitískt, þar sem ábyrgðin og áhættan af því var öll lögð á íslenzka skattgreiðendur, voru stöðvaðar í þjóðaratkvæðagreiðslum í óþökk ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sem þá var við völd eftir að biðlað hafði verið til þáverandi forseta landsins, Ólafs Ragnars Grímssonar, um að vísa samningunum til þjóðarinnar. Fyrsta tilraunin til þess að koma ábyrgðinni á Ísland var hins vegar stöðvuð af stjórnarandstöðunni. Var í kjölfarið ákveðið að verjast fyrir EFTA-dómstólnum sem staðfesti í byrjun árs 2013 að ábyrgðin væri ekki Íslands. Hitt er svo annað mál að vegna svonefndra neyðarlaga, sem íslenzk stjórnvöld undir forystu Sjálfstæðisflokksins settu í kjölfar bankahrunsins og gerðu innistæður að forgangskröfum, voru Icesave-innistæðurnar í Bretlandi og Hollandi að lokum bættar með eignum Landsbanka Íslands lagt umfram lágmarkstrygginguna samkvæmt tilskipuninni. Með sigrinum í deilunni var tryggt að ábyrgðinni og áhættunni af málinu yrði ekki að ósekju varpað á Ísland og efnahagur landsins ekki settur í frekara uppnám á sama tíma og hagsmunir vegna brezkra og hollenzkra innistæðueigenda voru tryggðir. Forystumenn hérlendra Evrópusambandsinna brugðust ókvæða við komu Hannans til landsins og fundu honum flest ef ekki allt til foráttu. Þar á meðal kusu þeir að gera lítið úr því að skírskotað væri til hans sem Íslandsvinar. Sömu aðilar voru hins vegar í röðum þeirra sem tóku undir kröfur ráðamanna Evrópusambandsins, Bretland og Hollands á sínum tíma á hendur Íslandi og kölluðu eftir því að við Íslendingar tækjum á okkur ábyrgð og áhættu sem var ekki okkar og kostað hefði þjóðina gríðarlegar fjárhæðir í erlendum gjaldeyri. Fólkið sem nú er að reyna að koma okkur inn í sambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar