Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. október 2025 19:13 Ingvi Hrafn Óskarsson lögmaður Neytendasamtakanna segir nánast öll lán á breytilegum kjörum með óljósa skilmála undir eftir dóm Hæstaréttar í gær. Arion banki og Landsbankinn brugðust við dómnum í dag en mál gegn þeim liggja fyrir Hæstarétti á næstunni. Dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu hefur fordæmisgildi í sambærilegum málum gegn Arion banka og Landsbankanum að mati lögmanns Neytendasamtakanna. Þá geti dómurinn haft áhrif á fasteignalán lífeyrissjóða, bílalán og önnur neytendalán á svipuðum kjörum. Ingvi Hrafn Óskarsson lögmaður Neytendasamtakanna telur að Hæstaréttardómurinn gagnvart Íslandsbanka í vaxtamálinu svokallaða frá í gær geti haft mikil áhrif á fjögur önnur vaxtamál sem snerta Landsbankann og Arion banka og snúa að óverðtryggðum og verðtryggðum lánum á breytilegum vöxtum. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í vaxtamálinu svokallaða að Íslandsbanki hefði haft of víðtæka og óljósa heimild til að breyta vöxtum á óverðtryggðum húsnæðislánum. Hluti vaxtaskilmála sem kvað á um rekstrarkostnað, opinberar álögur eða aðra ófyrirséða þætti var því ógildur. Einungis sá hluti skilmála sem tengdist stýrivöxtum Seðlabanka Íslands hafi staðist lög því hann hafi byggst á skýrum og fyrirsjáanlegum viðmiðum. „Þessi niðurstaða hefur forspárgildi um vænta niðurstöðu í þeim lánamálum sem eru fyrirliggjandi í Hæstarétti og varða skilmála þeirra. Það er okkar mat að dómurinn og röksemdir hans hnígi að því að skilmálar Arion banka og Landsbanka í fyrirliggjandi málum séu ekki nægilega skýrir til að uppfylla þær lagakröfur sem gilda,“ segir Ingvi. Geti átt við um lán hjá lífeyrissjóðum Hann telur að sama geti átt við um lán á svipuðum kjörum hjá lífeyrissjóðum. „Þau sömu sjónarmið, þ.e. að vaxtabreytingar fasteignalána þurfi að byggjast á skýrum og fyrirsjáanlegum viðmiðum, eiga líka við um lífeyrissjóðina og auðvitað getur komið til skoðunar þar hvort að þessi viðmið eigi við um þessar kröfur,“ segir hann. Þá liggi fyrir Hæstarétti mál gegn Landsbankanum sem snýr að neytendalánum. „Það koma auðvitað upp spurningar hvort sambærileg sjónarmið gildi um breytilega vexti í bílalánum eða almennum skuldabréfalánum,“ segir hann. Bankarnir bregðast við Landsbankinn sendi frá sér tilkynningu í dag vegna dómsins. Fram kemur að það sé mat bankans að dómurinn gefi tilefni til þess að fara yfir skilmála um breytilega vexti í nýjum íbúðalánum. Móttaka nýrra lána verði því sett á bið næstu daga. Í svari bankans til fréttastofu í dag kemur fram að á þessu stigi sé það mat Landsbankans að þörf sé á umfjöllun og niðurstöðu Hæstaréttar um ákveðin atriði í máli bankans til þess að unnt sé að taka afstöðu til vaxtabreytinga. Fram kemur að bankinn sé þegar búinn að áætla mögulegan kostnað vegna endurgreiðslna á lánum, Hann komi fram í uppgjöri bankans á fyrri hluta ársins en verði endurmetinn 23. október næstkomandi. Arion banki sendi einnig frá sér tilkynningu, þar sem kemur fram að dómurinn í gær muni að öllum líkindum hafa lítil áhrif en nú liggi fyrir mál í Hæstarétti vegna verðtryggðra húsnæðislána á breytilegum vöxtum. Óvissa um niðurstöðu þess máls sé meiri en þegar kemur að lánum með óverðtryggða vexti. Ingvi Hrafn tekur undir þetta mat Arion banka því vaxtakjör verðtryggðu lánanna sem um ræðir séu óskýr í heild. „Það getur auðvitað þýtt það að fjárhagslegar afleiðingar Arion banka verði annars konar. Það verði annars konar skylda til að endurreikna lánin en í dómnum gegn Íslandsbanka í gær,“ segir hann. Fjármálafyrirtæki Arion banki Landsbankinn Íslandsbanki Dómstólar Vaxtamálið Lánamál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Ingvi Hrafn Óskarsson lögmaður Neytendasamtakanna telur að Hæstaréttardómurinn gagnvart Íslandsbanka í vaxtamálinu svokallaða frá í gær geti haft mikil áhrif á fjögur önnur vaxtamál sem snerta Landsbankann og Arion banka og snúa að óverðtryggðum og verðtryggðum lánum á breytilegum vöxtum. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í vaxtamálinu svokallaða að Íslandsbanki hefði haft of víðtæka og óljósa heimild til að breyta vöxtum á óverðtryggðum húsnæðislánum. Hluti vaxtaskilmála sem kvað á um rekstrarkostnað, opinberar álögur eða aðra ófyrirséða þætti var því ógildur. Einungis sá hluti skilmála sem tengdist stýrivöxtum Seðlabanka Íslands hafi staðist lög því hann hafi byggst á skýrum og fyrirsjáanlegum viðmiðum. „Þessi niðurstaða hefur forspárgildi um vænta niðurstöðu í þeim lánamálum sem eru fyrirliggjandi í Hæstarétti og varða skilmála þeirra. Það er okkar mat að dómurinn og röksemdir hans hnígi að því að skilmálar Arion banka og Landsbanka í fyrirliggjandi málum séu ekki nægilega skýrir til að uppfylla þær lagakröfur sem gilda,“ segir Ingvi. Geti átt við um lán hjá lífeyrissjóðum Hann telur að sama geti átt við um lán á svipuðum kjörum hjá lífeyrissjóðum. „Þau sömu sjónarmið, þ.e. að vaxtabreytingar fasteignalána þurfi að byggjast á skýrum og fyrirsjáanlegum viðmiðum, eiga líka við um lífeyrissjóðina og auðvitað getur komið til skoðunar þar hvort að þessi viðmið eigi við um þessar kröfur,“ segir hann. Þá liggi fyrir Hæstarétti mál gegn Landsbankanum sem snýr að neytendalánum. „Það koma auðvitað upp spurningar hvort sambærileg sjónarmið gildi um breytilega vexti í bílalánum eða almennum skuldabréfalánum,“ segir hann. Bankarnir bregðast við Landsbankinn sendi frá sér tilkynningu í dag vegna dómsins. Fram kemur að það sé mat bankans að dómurinn gefi tilefni til þess að fara yfir skilmála um breytilega vexti í nýjum íbúðalánum. Móttaka nýrra lána verði því sett á bið næstu daga. Í svari bankans til fréttastofu í dag kemur fram að á þessu stigi sé það mat Landsbankans að þörf sé á umfjöllun og niðurstöðu Hæstaréttar um ákveðin atriði í máli bankans til þess að unnt sé að taka afstöðu til vaxtabreytinga. Fram kemur að bankinn sé þegar búinn að áætla mögulegan kostnað vegna endurgreiðslna á lánum, Hann komi fram í uppgjöri bankans á fyrri hluta ársins en verði endurmetinn 23. október næstkomandi. Arion banki sendi einnig frá sér tilkynningu, þar sem kemur fram að dómurinn í gær muni að öllum líkindum hafa lítil áhrif en nú liggi fyrir mál í Hæstarétti vegna verðtryggðra húsnæðislána á breytilegum vöxtum. Óvissa um niðurstöðu þess máls sé meiri en þegar kemur að lánum með óverðtryggða vexti. Ingvi Hrafn tekur undir þetta mat Arion banka því vaxtakjör verðtryggðu lánanna sem um ræðir séu óskýr í heild. „Það getur auðvitað þýtt það að fjárhagslegar afleiðingar Arion banka verði annars konar. Það verði annars konar skylda til að endurreikna lánin en í dómnum gegn Íslandsbanka í gær,“ segir hann.
Fjármálafyrirtæki Arion banki Landsbankinn Íslandsbanki Dómstólar Vaxtamálið Lánamál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent