Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2025 12:04 Mookie Betts hjá Los Angeles Dodgers er hræddur við drauga. Getty/Aaron Gash Úrslitakeppni bandaríska hafnaboltans er í fullum gangi og þar keppa Los Angeles Dodgers og Milwaukee Brewers um sæti í lokaúrslitunum. Einn leikmaður Dodgers er hræddur við drauga og neitar að gista á liðshótelinu. Los Angeles Dodgers leiðir 2–0 í leikjum gegn Milwaukee Brewers og fram undan eru útileikir í Milwaukee. Í nokkur ár hefur hinn 33 ára gamli Mookie Betts hjá Dodgers neitað að gista með restinni af liðinu fyrir útileiki gegn Milwaukee Brewers. Vandamálið er að 132 ára gamla hótelið í miðbæ Milwaukee, þar sem liðið gistir venjulega, er sagt vera reimt. Dodgers star leaves 'haunted' Milwaukee hotel because wife believes in ghosts https://t.co/jDs7g1UMQ8— USA TODAY (@USATODAY) October 15, 2025 Mookie Betts gistir á Airbnb og liðsfélagi hans, Teoscar Hernández, 33 ára, heldur honum gjarnan félagsskap. Hernández segist ekki trúa á drauga sjálfur, en eiginkona hans gerir það. „Ég hef gist á hótelinu áður og aldrei séð eða heyrt neitt undarlegt. En konan mín er með í þessari ferð og hún sagði að hún vildi ekki gista þar. Þannig að við urðum að finna annað hótel,“ segir Hernández við USA Today. Hann hefur heyrt sögur frá öðrum liðsfélögum og konum þeirra. Það gerast hlutir á nóttunni. Meðal annars er sagt að ljós, sjónvörp og útvarpstæki kvikni og slökkni af sjálfu sér og að hljóð, meðal annars fótatak, heyrist. Hernández telur ekki að hótelið sé svo hættulegt, en vill ekki taka neina áhættu. „Ég vil einfaldlega ekki komast að því sjálfur,“ segir hann. Nokkrar sögur ganga um hótelið meðal MLB-leikmanna. Meðal annars hefur stjarna Philadelphia Phillies, Bryce Harper, sagt að fötin hans hafi einu sinni færst þvert yfir hótelherbergið. Leikmanni New York Yankees, Giancarlo Stanton, finnst portrettmyndir á veggjum og gamlar gardínur óhugnanlegar. „Þetta minnir mig á draugahúsið í Disneylandi. Því minni tíma sem ég eyði þar, því betra,“ hefur hann sagt. Samkvæmt framkvæmdastjóra MLB, sem USA Today vitnar í, stafa undarlegu atburðirnir af því að leikmennirnir hrekkja hver annan á hótelinu. Watch to hear my special request for the (alleged) Pfister Hotel ghosts while the Dodgers are in town 😂👻🪶 pic.twitter.com/u49vvvxWXC— Mallory Anderson (@MalloryNews) October 14, 2025 Hafnabolti Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Snæfríður flaug í undanúrslit „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Sjá meira
Los Angeles Dodgers leiðir 2–0 í leikjum gegn Milwaukee Brewers og fram undan eru útileikir í Milwaukee. Í nokkur ár hefur hinn 33 ára gamli Mookie Betts hjá Dodgers neitað að gista með restinni af liðinu fyrir útileiki gegn Milwaukee Brewers. Vandamálið er að 132 ára gamla hótelið í miðbæ Milwaukee, þar sem liðið gistir venjulega, er sagt vera reimt. Dodgers star leaves 'haunted' Milwaukee hotel because wife believes in ghosts https://t.co/jDs7g1UMQ8— USA TODAY (@USATODAY) October 15, 2025 Mookie Betts gistir á Airbnb og liðsfélagi hans, Teoscar Hernández, 33 ára, heldur honum gjarnan félagsskap. Hernández segist ekki trúa á drauga sjálfur, en eiginkona hans gerir það. „Ég hef gist á hótelinu áður og aldrei séð eða heyrt neitt undarlegt. En konan mín er með í þessari ferð og hún sagði að hún vildi ekki gista þar. Þannig að við urðum að finna annað hótel,“ segir Hernández við USA Today. Hann hefur heyrt sögur frá öðrum liðsfélögum og konum þeirra. Það gerast hlutir á nóttunni. Meðal annars er sagt að ljós, sjónvörp og útvarpstæki kvikni og slökkni af sjálfu sér og að hljóð, meðal annars fótatak, heyrist. Hernández telur ekki að hótelið sé svo hættulegt, en vill ekki taka neina áhættu. „Ég vil einfaldlega ekki komast að því sjálfur,“ segir hann. Nokkrar sögur ganga um hótelið meðal MLB-leikmanna. Meðal annars hefur stjarna Philadelphia Phillies, Bryce Harper, sagt að fötin hans hafi einu sinni færst þvert yfir hótelherbergið. Leikmanni New York Yankees, Giancarlo Stanton, finnst portrettmyndir á veggjum og gamlar gardínur óhugnanlegar. „Þetta minnir mig á draugahúsið í Disneylandi. Því minni tíma sem ég eyði þar, því betra,“ hefur hann sagt. Samkvæmt framkvæmdastjóra MLB, sem USA Today vitnar í, stafa undarlegu atburðirnir af því að leikmennirnir hrekkja hver annan á hótelinu. Watch to hear my special request for the (alleged) Pfister Hotel ghosts while the Dodgers are in town 😂👻🪶 pic.twitter.com/u49vvvxWXC— Mallory Anderson (@MalloryNews) October 14, 2025
Hafnabolti Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Snæfríður flaug í undanúrslit „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Sjá meira