Erlent

Hamas að­eins skilað tveimur líkum til við­bótar en ekki sagðir hafa svikið sam­komu­lag

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Hamas-liðar afhentu lík síðustu ísraelsku gíslanna sem samtökinn segjast hafa tök á í bili. Leit standi yfir og unnið sé að því að nálgast lík þeirra sem enn eru á Gasa.
Hamas-liðar afhentu lík síðustu ísraelsku gíslanna sem samtökinn segjast hafa tök á í bili. Leit standi yfir og unnið sé að því að nálgast lík þeirra sem enn eru á Gasa. EPA/MOHAMMED SABER

Stjórnvöld í Bandaríkjunum gefa lítið fyrir tal um að Hamas-samtökin hafi rofið samkomulag um vopnahlé með því að hafa ekki enn látið haf hendi lík allra þeirra ísraelsku gísla sem enn hefur ekki verið skilað til baka líkt og samkomulagið kveður á um. Líkum tveggja gísla til viðbótar var skilað í gær en aðeins hefur jarðneskum leifum níu af þeim 28 látnu gíslum sem Hamas bar að láta af hendi verið skilað til fjölskyldna hinna látnu.

Líkum tveggja gísla til viðbótar var komið til baka í hendur Ísraela í gær, sem nú hafa verið borin kennsl á og staðfest að tilheyra þeim Inbar Hayman og Sgt Maj Muhamad al-Atresh, hefur fréttastofa BBC samkvæmt upplýsingum frá ísraelska hernum.

Í ljósi seinagangs Hamas við að afhenda lík þeirra gísla sem enn eru á Gasa hefur orðið til þess að Ísraelar hafa dregið úr afhendingu hjálpargagna á Gasa sem lofað hafði verið. Tveir háttsettir ráðgjafar Donalds Trump Bandaríkjaforseta segja áætlun um afvopnun á Gasaströndinni og að komið verði á nýrri umbreytingastjórn á svæðinu sé í fullum undirbúningi.

Í samtali við fréttamenn um framkvæmd tuttugu skrefa friðaráætlunar forsetans sögðu ráðgjafarnir að Bandaríkjastjórn liti ekki svo á til þessa að Hamas hafi svikið samkomulagið með því að hafa ekki skilað jarðneskum leifum allra þeirra gísla sem þeim ber að gera. Hamas-samtökin hafi sýnt vilja í verki með því að sleppa öllum þeim gíslum sem enn séu á lífi og væru með ýmsum ráðum að leita að líkum þeirra sem enn á eftir að skila.

Í yfirlýsingu segjast Hamas-liðar ætla að standa við samkomulagið, hins vegar hafi þeir þegar skilað öllum þeim gíslum sem þeim hafi tekist að ná til. Hinir látnu gíslar sem enn eru á Gasa þurfi meiri tíma til að finna, sækja og skila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×