Erlent

Keaton lést úr lungna­bólgu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Keaton lést 11. október síðastliðinn.
Keaton lést 11. október síðastliðinn. WireImage/Rodin Eckenroth

Fjölskylda leikkonunnar Diane Keaton hafa greint frá því að dánarmein leikkonunnar hafi verið lungnabólga. Keaton lést 11. október síðastliðinn.

Heimildarmenn höfðu áður sagt frá því að heilsu leikkonunnar hefði hrakað snögglega á síðustu mánuðum og að aðeins nánustu aðstandendur hennar hefðu verið upplýstir um stöðu mála.

Fjölskylda Keaton segist afar þakklát fyrir öll þau skilaboð um ást og stuðning sem henni hefur borist. Þá hvetur hún þá sem vilja minnast leikkonunnar að styðja samtök sem vinna að dýravelferð eða málefnum heimilislausra.

Keaton skilur eftir sig tvö börn, dótturina Dexter og soninn Duke, og tvær yngri systur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×