Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Kristján Már Unnarsson skrifar 16. október 2025 11:01 Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, í ræðustól Stórþingsins í fyrradag. Stortinget/Morten Brakestad Norska Stórþingið sló á puttana á forsætisráðherranum Jonas Gahr Støre í fyrradag vegna ákvörðunar hans í síðustu viku um að hætta við gerð skipaganganna við Stað. Í stað þess að göngin umdeildu yrðu endanlega slegin út af borðinu, eins og ríkisstjórnin vildi, náðist meirihluti í þinginu fyrir tillögu sem heldur voninni um göngin á lífi. Jonas Gahr Støre skýrði frá því fyrir helgi að engin framlög yrðu í fjárlagafrumvarpi næsta árs til skipaganganna. Sagði hann göngin verða svo dýr að ábyrgðarlaust væri að halda áfram með verkefnið. Um leið birtust tölur um að ný kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 9,4 milljarða norskra króna, sem svarar 114 milljörðum íslenskra króna. Ríkisstjórn Verkamannaflokksins er minnihlutastjórn og hefur ekki tryggan meirihluta á bak við sig. Á þetta reyndi núna en þrír flokkar; Miðflokkurinn, Kristilegi þjóðarflokkurinn og Vinstri, sameinuðust um tillögu þess efnis að Siglingastofnun Noregs, Kystverket, yrði falið að ljúka samningaviðræðum við þá verktaka, sem buðu í gerð skipaganganna. Framfaraflokkurinn og Hægriflokkurinn greiddu einnig atkvæði með tillögunni í fyrradag og tryggðu þannig meirihluta, að því er NRK greinir frá. Tölvugerð mynd sýnir farþegaskip sigla um göngin. Þau yrðu 1,7 kílómetrar að lengd.Kystverket/Multiconsult/Link Arkítektar Þetta þýðir þó ekki að skipagöngin séu í höfn. Þetta gefur hins vegar Siglingastofnunni færi á að freista þess að ná hagstæðari samningum við verktaka. Jafnframt neyðir þetta ríkisstjórn Verkamannaflokksins til að semja um göngin við stjórnarandstöðuna en forystumenn hennar segjast heldur ekki tilbúnir að samþykkja hvaða verðmiða sem er. Stórþingið hafði samþykkt skipagöngin árið 2021 en með því skilyrði að kostnaður færi ekki yfir fimm milljarða norskra króna, andvirði liðlega sextíu milljarða íslenskra króna. Ef kostnaður færi yfir það yrði að leggja málið aftur fyrir þingið til samþykktar eða synjunar. Talsmaður Siglingastofnunarinnar segir endanlegan kostnað ekki liggja fyrir þar sem stofnunin hafi ekki fengið grænt ljós á að ljúka samningaviðræðum. Hann segir raunhæft að lokatilboð gæti legið fyrir um næstu páska. Tölvugerð myndbönd af skipagöngunum má sjá í þessari frétt: Noregur Skipaflutningar Samgöngur Ferðaþjónusta Sjávarútvegur Tengdar fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti í dag að hætt hefði verið við skipagöngin við Stað. Engin framlög yrðu í fjárlagafrumvarpi næsta árs til skipaganganna. 10. október 2025 14:21 Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Skipagöngin fyrirhuguðu við Stað í Vestur-Noregi þykja ólíklegri eftir að upplýst var að tilboðin sem bárust reyndust öll hátt yfir þeim kostnaðarramma sem norska Stórþingið hafði markað verkefninu. Það þýðir að leggja þarf skipagöngin aftur fyrir þingið til nýrrar umfjöllunar eigi þau að verða að veruleika. 31. ágúst 2025 07:46 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
Jonas Gahr Støre skýrði frá því fyrir helgi að engin framlög yrðu í fjárlagafrumvarpi næsta árs til skipaganganna. Sagði hann göngin verða svo dýr að ábyrgðarlaust væri að halda áfram með verkefnið. Um leið birtust tölur um að ný kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 9,4 milljarða norskra króna, sem svarar 114 milljörðum íslenskra króna. Ríkisstjórn Verkamannaflokksins er minnihlutastjórn og hefur ekki tryggan meirihluta á bak við sig. Á þetta reyndi núna en þrír flokkar; Miðflokkurinn, Kristilegi þjóðarflokkurinn og Vinstri, sameinuðust um tillögu þess efnis að Siglingastofnun Noregs, Kystverket, yrði falið að ljúka samningaviðræðum við þá verktaka, sem buðu í gerð skipaganganna. Framfaraflokkurinn og Hægriflokkurinn greiddu einnig atkvæði með tillögunni í fyrradag og tryggðu þannig meirihluta, að því er NRK greinir frá. Tölvugerð mynd sýnir farþegaskip sigla um göngin. Þau yrðu 1,7 kílómetrar að lengd.Kystverket/Multiconsult/Link Arkítektar Þetta þýðir þó ekki að skipagöngin séu í höfn. Þetta gefur hins vegar Siglingastofnunni færi á að freista þess að ná hagstæðari samningum við verktaka. Jafnframt neyðir þetta ríkisstjórn Verkamannaflokksins til að semja um göngin við stjórnarandstöðuna en forystumenn hennar segjast heldur ekki tilbúnir að samþykkja hvaða verðmiða sem er. Stórþingið hafði samþykkt skipagöngin árið 2021 en með því skilyrði að kostnaður færi ekki yfir fimm milljarða norskra króna, andvirði liðlega sextíu milljarða íslenskra króna. Ef kostnaður færi yfir það yrði að leggja málið aftur fyrir þingið til samþykktar eða synjunar. Talsmaður Siglingastofnunarinnar segir endanlegan kostnað ekki liggja fyrir þar sem stofnunin hafi ekki fengið grænt ljós á að ljúka samningaviðræðum. Hann segir raunhæft að lokatilboð gæti legið fyrir um næstu páska. Tölvugerð myndbönd af skipagöngunum má sjá í þessari frétt:
Noregur Skipaflutningar Samgöngur Ferðaþjónusta Sjávarútvegur Tengdar fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti í dag að hætt hefði verið við skipagöngin við Stað. Engin framlög yrðu í fjárlagafrumvarpi næsta árs til skipaganganna. 10. október 2025 14:21 Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Skipagöngin fyrirhuguðu við Stað í Vestur-Noregi þykja ólíklegri eftir að upplýst var að tilboðin sem bárust reyndust öll hátt yfir þeim kostnaðarramma sem norska Stórþingið hafði markað verkefninu. Það þýðir að leggja þarf skipagöngin aftur fyrir þingið til nýrrar umfjöllunar eigi þau að verða að veruleika. 31. ágúst 2025 07:46 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti í dag að hætt hefði verið við skipagöngin við Stað. Engin framlög yrðu í fjárlagafrumvarpi næsta árs til skipaganganna. 10. október 2025 14:21
Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Skipagöngin fyrirhuguðu við Stað í Vestur-Noregi þykja ólíklegri eftir að upplýst var að tilboðin sem bárust reyndust öll hátt yfir þeim kostnaðarramma sem norska Stórþingið hafði markað verkefninu. Það þýðir að leggja þarf skipagöngin aftur fyrir þingið til nýrrar umfjöllunar eigi þau að verða að veruleika. 31. ágúst 2025 07:46