Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2025 23:02 Gennaro Gattuso hefur tekið til hjá ítalska landsliðinu og stýrt liðnu til sigurs í fjórum leikjum í röð. Getty/Emmanuele Ciancaglini Þjálfari ítalska fótboltalandsliðsins hótar því að fara í útlegð frá sínu eigin landi ef landsliðið hans kemst ekki á þriðja heimsmeistaramótið í röð. Gennaro Gattuso hefur verið þjálfari ítalska landsliðsins frá því í júní en hann varð sjálfur heimsmeistari með liðinu sem leikmaður árið 2006. Eftir erfiða byrjun á undankeppninni þá hefur Gattuso hjálpað til við að endurvekja vonir þeirra um að komast á mótið á næsta ári sem haldið verður í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. 3-0 sigurinn á Ísrael á þriðjudag var fjórði sigur Ítalíu í röð undir stjórn Gattuso og tryggði liðinu sæti í umspili um laust sæti á HM 2026. „Ég mun taka heiðurinn ef mér tekst að ná markmiðinu, annars fer ég og bý langt í burtu frá Ítalíu,“ sagði Gattuso. „Ég er nú þegar svolítið langt í burtu [býr í Marbella á Spáni] en ég mun fara enn lengra. Þetta eru afleiðingarnar, ég geri mér grein fyrir því,“ sagði Gattuso. Ítalía er þremur stigum á eftir Noregi, sem er í efsta sæti I-riðils. Azzurri spila við Moldóvu 13. nóvember og taka á móti Noregi þremur dögum síðar í síðasta leik sínum í riðlakeppninni. Þrátt fyrir þá pressu sem fylgir því að þjálfa fjórfalda heimsmeistara sagði Gattuso að það væri heiður að vera í þessari stöðu. „Ég hef sagt það áður, það er draumur að vera hér og það er satt,“ sagði Gattuso. „Það voru menn með meiri reynslu en ég og þess vegna tók ég þessu kalli með mikilli ábyrgð. Ég verð að þakka knattspyrnusambandinu, forseta þess [Gabriele Gravina] og sendinefndarstjóra Ítalíu, Gianluigi Buffon. Ég bjóst ekki við að leiða liðið til sextán marka, en heiðurinn er leikmannanna. Ég á lítinn heiður skilinn.“ sagði Gattuso. „Við þurfum að halda áfram á þessari braut. Já, við leggjum mikið á okkur og sofum lítið, en við gerum þetta líka vegna þess að þegar sigrarnir koma er tilfinningin mjög góð,“ sagði Gattuso. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) HM 2026 í fótbolta Ítalski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Gennaro Gattuso hefur verið þjálfari ítalska landsliðsins frá því í júní en hann varð sjálfur heimsmeistari með liðinu sem leikmaður árið 2006. Eftir erfiða byrjun á undankeppninni þá hefur Gattuso hjálpað til við að endurvekja vonir þeirra um að komast á mótið á næsta ári sem haldið verður í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. 3-0 sigurinn á Ísrael á þriðjudag var fjórði sigur Ítalíu í röð undir stjórn Gattuso og tryggði liðinu sæti í umspili um laust sæti á HM 2026. „Ég mun taka heiðurinn ef mér tekst að ná markmiðinu, annars fer ég og bý langt í burtu frá Ítalíu,“ sagði Gattuso. „Ég er nú þegar svolítið langt í burtu [býr í Marbella á Spáni] en ég mun fara enn lengra. Þetta eru afleiðingarnar, ég geri mér grein fyrir því,“ sagði Gattuso. Ítalía er þremur stigum á eftir Noregi, sem er í efsta sæti I-riðils. Azzurri spila við Moldóvu 13. nóvember og taka á móti Noregi þremur dögum síðar í síðasta leik sínum í riðlakeppninni. Þrátt fyrir þá pressu sem fylgir því að þjálfa fjórfalda heimsmeistara sagði Gattuso að það væri heiður að vera í þessari stöðu. „Ég hef sagt það áður, það er draumur að vera hér og það er satt,“ sagði Gattuso. „Það voru menn með meiri reynslu en ég og þess vegna tók ég þessu kalli með mikilli ábyrgð. Ég verð að þakka knattspyrnusambandinu, forseta þess [Gabriele Gravina] og sendinefndarstjóra Ítalíu, Gianluigi Buffon. Ég bjóst ekki við að leiða liðið til sextán marka, en heiðurinn er leikmannanna. Ég á lítinn heiður skilinn.“ sagði Gattuso. „Við þurfum að halda áfram á þessari braut. Já, við leggjum mikið á okkur og sofum lítið, en við gerum þetta líka vegna þess að þegar sigrarnir koma er tilfinningin mjög góð,“ sagði Gattuso. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
HM 2026 í fótbolta Ítalski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira