Fótbolti

Diljá og fé­lagar náðu ekki að snúa við blaðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diljá Ýr Zomers og félagar í Brann komust ekki áfram en það gerðu aftur á móti Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og félagar hennar í Internazionale.
Diljá Ýr Zomers og félagar í Brann komust ekki áfram en það gerðu aftur á móti Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og félagar hennar í Internazionale. Getty/Jonathan Moscrop

Brann er úr leik í Evrópubikar kvenna eftir jafntefli á heimavelli í seinni leiknum á móti sænska liðinu Hammarby.

Hammarby verður því í pottinum með Breiðabliki þegar dregið verður í sextán liða úrslitin á morgun.

Hammarby var í frábærum málum fyrir leikinn eftir 4-1 sigur í fyrri leiknum í Svíþjóð.

Þetta byrjaði vel fyrir Brann því Brenna Lovera, fyrrum leikmaður Selfoss á Íslandi, kom liðinu yfir á 36. mínútu.

Brann náði ekki að bæta við mörkum og Julie Blakstad jafnaði metin fyrir sænska liðið á 68. mínútu.

Það urðu lokatölurnar og Hammarby vann því samanlagt 5-2.

Íslenska landsliðskonan Diljá Ýr Zomers byrjaði á bekknum hjá Brann en kom inn á sem varamaður á 78. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×