„Það er óákveðið“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Smári Jökull Jónsson skrifa 18. október 2025 14:44 Lilja Alfreðsdóttir. Vísir/Bjarni „Það er óákveðið,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, aðspurð hvort hún hyggist bjóða sig fram til formanns. Hún hafi þó verið ítrekað hvött til þess að sækjast eftir embættinu. „Ég er búin að vera heimsækja þau núna síðustu þrjár vikurnar og ég ætla að vega og meta stöðuna. Ég geri ráð fyrir því að flokksþing verði í febrúar og þetta er auðvitað stór ákvörðun að taka. Mér þykir vænt um hvatninguna en hún verður tekin eitthvað aðeins síðar.“ Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins fer fram á Hótel Nordica í dag. Í ræðu sinni tilkynnti Sigurður Ingi Jóhannsson formaður að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri á komandi landsfundi. „Hann hefur lagt hart að sér og við höfum unnið marga sigra saman í ríkisstjórninni. Ég held það sé alveg ljóst að niðurstöður síðustu kosninga voru mikil vonbrigði en ég held samt að ávinningurinn sem að við höfum skilað sé mjög mikill. Eins og ég segi hann hefur verið í forsvari fyrir sex ráðuneyti og hefur verið lykilmaður í íslenskum stjórnmálum. En hann talar um nýjan áratug og þá er hann að tala um okkur yngra fólkið og ég fagna því,“ segir Lilja sem ræddi við Smára Jökul Jónsson, fréttamann Sýnar. Lilja hélt ræðu á fundinum sem varaformaður þar sem hún til dæmis gagnrýndi ríkisstjórnina gríðarlega. Hún telur að leggja eigi áherslu á betra húsnæðiskerfi og talaði gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið. „Þannig að ég segi miklu róttækari aðgerðir varðandi verðtryggingu og húsnæðismál og svo í annan stað að við höldum áfram að vera sjálfstæð þjóð þar sem við höldum áfram að ráða okkar málum sjálf en í miklum alþjóðaviðskiptum,“ segir Lilja. „Með því að leiða alla saman, okkar færasta fólk að borðinu þá held ég að það sé hægt að gera það.“ Hún vill að húsnæðiskerfið sé ekki háð verðtryggingu og hefur mótað skýrar hugmyndir um umfangsmiklar kerfisbreytingar sem ná líka til lífeyrissjóðskerfis Íslands. Þá leggur hún áherslu á að Ísland eigi gríðarmikið af sjálfbærum auðlindum sem hún telur að Íslendingar eigi að ráða sjálfir yfir. Framsóknarflokkurinn Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli Sjá meira
„Ég er búin að vera heimsækja þau núna síðustu þrjár vikurnar og ég ætla að vega og meta stöðuna. Ég geri ráð fyrir því að flokksþing verði í febrúar og þetta er auðvitað stór ákvörðun að taka. Mér þykir vænt um hvatninguna en hún verður tekin eitthvað aðeins síðar.“ Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins fer fram á Hótel Nordica í dag. Í ræðu sinni tilkynnti Sigurður Ingi Jóhannsson formaður að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri á komandi landsfundi. „Hann hefur lagt hart að sér og við höfum unnið marga sigra saman í ríkisstjórninni. Ég held það sé alveg ljóst að niðurstöður síðustu kosninga voru mikil vonbrigði en ég held samt að ávinningurinn sem að við höfum skilað sé mjög mikill. Eins og ég segi hann hefur verið í forsvari fyrir sex ráðuneyti og hefur verið lykilmaður í íslenskum stjórnmálum. En hann talar um nýjan áratug og þá er hann að tala um okkur yngra fólkið og ég fagna því,“ segir Lilja sem ræddi við Smára Jökul Jónsson, fréttamann Sýnar. Lilja hélt ræðu á fundinum sem varaformaður þar sem hún til dæmis gagnrýndi ríkisstjórnina gríðarlega. Hún telur að leggja eigi áherslu á betra húsnæðiskerfi og talaði gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið. „Þannig að ég segi miklu róttækari aðgerðir varðandi verðtryggingu og húsnæðismál og svo í annan stað að við höldum áfram að vera sjálfstæð þjóð þar sem við höldum áfram að ráða okkar málum sjálf en í miklum alþjóðaviðskiptum,“ segir Lilja. „Með því að leiða alla saman, okkar færasta fólk að borðinu þá held ég að það sé hægt að gera það.“ Hún vill að húsnæðiskerfið sé ekki háð verðtryggingu og hefur mótað skýrar hugmyndir um umfangsmiklar kerfisbreytingar sem ná líka til lífeyrissjóðskerfis Íslands. Þá leggur hún áherslu á að Ísland eigi gríðarmikið af sjálfbærum auðlindum sem hún telur að Íslendingar eigi að ráða sjálfir yfir.
Framsóknarflokkurinn Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli Sjá meira