Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. október 2025 13:04 Ingunn Jónsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga var fundarstjóri fundarins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum á Suðurlandi er alltaf að fjölga og fjölga enda er íbúðaverð á svæðinu mun lægra en á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt greiningu sérfræðings hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Reiknað er með fimm þúsund og fimm hundruð nýjum byggingu á næstu 10 árum á Suðurlandi. Í vikunni var haldinn opinn fundur um þróun og framtíðarhorfur íbúðamarkaðar á Suðurlandi á veitingastaðnum Fröken Selfoss í nýja miðbænum en fundurinn var haldin á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Jón Örn Gunnarsson sérfræðingur í teymi húsnæðisáætlana hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun var einn af frummælendum og ræddi meðal annars húsnæðisstöðuna á Suðurlandi. „Já staðan á Suðurlandi er nokkuð góð á Suðurlandi. Það er verið að byggja í takti við íbúðaþörfina miðað við mannfjölgunina. Ég myndi segja miðað við aðstæður, krefjandi markaðsaðstæður þá er hún bara þokkaleg hérna á Suðurlandinu,” segir Jón Örn. Jón Örn Gunnarsson, sérfræðingur í teymi húsnæðisáætlana hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, sem var einn af frummælendum á fundinum á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er mikið af byggingu í byggingu á svæðinu núna? „Já sögulega er alveg mikið af byggingum í byggingu en það var meira í byggingu fyrir svona tveimur árum en það er eðlilegt að það fari aðeins niður núna þegar vextir eru svona háir. Það er bara vonandi að aðstæður fari að batni að við sjáum meira líf koma svo aftur.” Mikil íbúafjölgun hefur verið í Árborg síðustu ár og ekkert lát virðist vera á þeirri fjölgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jón Örn segir að fasteignaveð sé mun, mun lægra á Suðurlandi en á höfuðborgarsvæðinu og það skýrir að miklu leyti fólksfjölgun á svæðinu. „Já það er gífurleg fólksfjölgun á Suðurlandi. Við höfum verið að sjá í öðrum landshlutum að þá eru mannfjöldaspár sveitarfélaganna ekki að standast, allavega ekki miðspár sveitarfélaganna, sem hefur verið meira nær lágspánni en á Suðurlandi er hún alveg í takti við áformin og þessi gífurlega fjölgun,” segir Jón Örn. En þarf að byggja mikið á Suðurlandi á næstu árum? „Já ef af áætlanir hjá sveitarfélögum ætla að ganga eftir þá þarf að byggja talsvert og þá bara að halda í þeim takti, sem hefur verið síðustu ár í uppbyggingu, passa að hann detti ekki niður. Þetta eru um 3.000 íbúðir á Suðurlandi, sem þarf að byggja og um 5.500 á næstu tíu árum,” segir Jón Örn að lokum. Góður rómur var gerður af fundinum enda gagnlegar upplýsingar sem komu þar fram. Hér eru tveir af fundargestunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Húsnæðismál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Í vikunni var haldinn opinn fundur um þróun og framtíðarhorfur íbúðamarkaðar á Suðurlandi á veitingastaðnum Fröken Selfoss í nýja miðbænum en fundurinn var haldin á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Jón Örn Gunnarsson sérfræðingur í teymi húsnæðisáætlana hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun var einn af frummælendum og ræddi meðal annars húsnæðisstöðuna á Suðurlandi. „Já staðan á Suðurlandi er nokkuð góð á Suðurlandi. Það er verið að byggja í takti við íbúðaþörfina miðað við mannfjölgunina. Ég myndi segja miðað við aðstæður, krefjandi markaðsaðstæður þá er hún bara þokkaleg hérna á Suðurlandinu,” segir Jón Örn. Jón Örn Gunnarsson, sérfræðingur í teymi húsnæðisáætlana hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, sem var einn af frummælendum á fundinum á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er mikið af byggingu í byggingu á svæðinu núna? „Já sögulega er alveg mikið af byggingum í byggingu en það var meira í byggingu fyrir svona tveimur árum en það er eðlilegt að það fari aðeins niður núna þegar vextir eru svona háir. Það er bara vonandi að aðstæður fari að batni að við sjáum meira líf koma svo aftur.” Mikil íbúafjölgun hefur verið í Árborg síðustu ár og ekkert lát virðist vera á þeirri fjölgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jón Örn segir að fasteignaveð sé mun, mun lægra á Suðurlandi en á höfuðborgarsvæðinu og það skýrir að miklu leyti fólksfjölgun á svæðinu. „Já það er gífurleg fólksfjölgun á Suðurlandi. Við höfum verið að sjá í öðrum landshlutum að þá eru mannfjöldaspár sveitarfélaganna ekki að standast, allavega ekki miðspár sveitarfélaganna, sem hefur verið meira nær lágspánni en á Suðurlandi er hún alveg í takti við áformin og þessi gífurlega fjölgun,” segir Jón Örn. En þarf að byggja mikið á Suðurlandi á næstu árum? „Já ef af áætlanir hjá sveitarfélögum ætla að ganga eftir þá þarf að byggja talsvert og þá bara að halda í þeim takti, sem hefur verið síðustu ár í uppbyggingu, passa að hann detti ekki niður. Þetta eru um 3.000 íbúðir á Suðurlandi, sem þarf að byggja og um 5.500 á næstu tíu árum,” segir Jón Örn að lokum. Góður rómur var gerður af fundinum enda gagnlegar upplýsingar sem komu þar fram. Hér eru tveir af fundargestunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Húsnæðismál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira