„Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Smári Jökull Jónsson skrifar 19. október 2025 12:08 Pétur Óskarsson er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Einar Allt stefnir í að verkfall flugumferðastjóra hefjist í kvöld og enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir mikilvægt að ekki verið gefið eftir og samið um launahækkanir umfram svigrúm útflutningsgreina. Fyrsta verkfall flugumferðastjóra af fimm á næstu dögum á að hefjast klukkan tíu í kvöld semjist ekki fyrir þann tíma og standa yfir til þrjú í nótt. Verkfallið mun hafa áhrif á flug bæði á Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvelli og hafa flugfélög ýmist þurft að færa eða aflýsa flugi vegna þess. Fleiri verkföll eru boðuð á næstu dögum en enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni. Pétur Óskarsson formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir stöðuna mikil vonbrigði. „Þetta lítur auðvitað ekki vel út og mikil vonbrigði að þarna sé fámennur hópur sem sé í aðstöðu til að skrúfa fyrir súrefni til ferðaþjónustunnar skuli vera farinn af stað í verkfallsaðgerðir einu sinni enn. Það er stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni,“ sagði Pétur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir árferðið vera erfitt í ferðaþjónustunni og ýmislegt sem reyni á. Að manngerðar aðgerðir bætist ofan á það sé mjög bagalegt. „Það er ýmislegt, náttúran, veðrið og tíð eldgos sem reyna á okkur. Krónan er mjög sterk núna og þetta er ekki bara ferðaþjónustan því fiskútflutningsfyrirtæki og fleiri aðilar treysta á þessa tengingu. Þetta er hið versta mál svo ég segi það hreint út,“ bætti Pétur við. Mikilvægt að ekki verði gefið eftir Pétur segir að hópur ríkisstarfsmanna sé að semja við samninganefnd Isavia en allt aðrir verði fyrir tjóninu. „Það eru alltaf farþegar sem lenda í vandræðum og síðan ferðaskrifstofur í framhaldi af því. Það verður alveg gríðarlegt tjón og það hefur komið fram hjá framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins að ef flug fellur niður í sólahring til Íslands þá er það tjón upp á sirka einn og hálfan milljarð.“ Pétur segir að komast þurfi á þann stað á vinnumarkaði á Íslandi að launahækkanir séu miðaðar við það svigrúm sem útflutningsatvinnugreinar hafi. Höfrungahlaup launahækkana verði til ef þær eru umfram það svigrúm. „Ég held það sé mjög mikilvægt að það verði ekki gefið eftir í þessari deilu heldur reynt að lenda innan þess merkis sem sett var af stað í síðustu kjarasamningum því það er það sem efnahagslífið á Íslandi þarf á að halda.“ Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Vinnumarkaður Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Fyrsta verkfall flugumferðastjóra af fimm á næstu dögum á að hefjast klukkan tíu í kvöld semjist ekki fyrir þann tíma og standa yfir til þrjú í nótt. Verkfallið mun hafa áhrif á flug bæði á Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvelli og hafa flugfélög ýmist þurft að færa eða aflýsa flugi vegna þess. Fleiri verkföll eru boðuð á næstu dögum en enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni. Pétur Óskarsson formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir stöðuna mikil vonbrigði. „Þetta lítur auðvitað ekki vel út og mikil vonbrigði að þarna sé fámennur hópur sem sé í aðstöðu til að skrúfa fyrir súrefni til ferðaþjónustunnar skuli vera farinn af stað í verkfallsaðgerðir einu sinni enn. Það er stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni,“ sagði Pétur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir árferðið vera erfitt í ferðaþjónustunni og ýmislegt sem reyni á. Að manngerðar aðgerðir bætist ofan á það sé mjög bagalegt. „Það er ýmislegt, náttúran, veðrið og tíð eldgos sem reyna á okkur. Krónan er mjög sterk núna og þetta er ekki bara ferðaþjónustan því fiskútflutningsfyrirtæki og fleiri aðilar treysta á þessa tengingu. Þetta er hið versta mál svo ég segi það hreint út,“ bætti Pétur við. Mikilvægt að ekki verði gefið eftir Pétur segir að hópur ríkisstarfsmanna sé að semja við samninganefnd Isavia en allt aðrir verði fyrir tjóninu. „Það eru alltaf farþegar sem lenda í vandræðum og síðan ferðaskrifstofur í framhaldi af því. Það verður alveg gríðarlegt tjón og það hefur komið fram hjá framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins að ef flug fellur niður í sólahring til Íslands þá er það tjón upp á sirka einn og hálfan milljarð.“ Pétur segir að komast þurfi á þann stað á vinnumarkaði á Íslandi að launahækkanir séu miðaðar við það svigrúm sem útflutningsatvinnugreinar hafi. Höfrungahlaup launahækkana verði til ef þær eru umfram það svigrúm. „Ég held það sé mjög mikilvægt að það verði ekki gefið eftir í þessari deilu heldur reynt að lenda innan þess merkis sem sett var af stað í síðustu kjarasamningum því það er það sem efnahagslífið á Íslandi þarf á að halda.“
Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Vinnumarkaður Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira