Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. október 2025 12:14 Arnar Hjálmsson er formaður Félags flugumferðarstjóra. Vísir/Vilhelm Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. Fyrstu verkfallsaðgerðir hófust í gærkvöldi og eru frekari aðgerðir boðaðar í nótt. Verkfall flugumferðarstjóra hófst klukkan tíu í gærkvöldi og stóð til klukkan þrjú í nótt. Lágmarksmönnun var þó á vöktum og sjúkra- og neyðarflugi áfram sinnt, sem og flugi Landhelgisgæslunnar. Kunnuglegt stef Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir að ekki hafi enn verið boðað til nýs fundar með Samtökum atvinnulífsins. Hann geri þó ráð fyrir að fundur verði boðaður í dag. Í viðtali í gær sagði Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, að flugumferðarstjórar fengju ekki meiri hækkanir en samið hefði verið um við aðrar stéttir. Þá sagði hún að um væri að ræða hálaunastétt í skæruverkföllum. „Þetta er svo sem allt mjög kunnuglegt stef. Hálaunastétt og ekki hálaunastétt. Við erum ekki með hærri grunlaun en það að lægstu þrep töflunnar okkar myndu taka krónutöluhækkun ef við myndum taka sömu samninga og gerðir voru fyrir ári síðan,“ segir Arnar. Leiða hafi verið leitað til þess að komast út úr launalið og launaþróunartengingu, en hún ekki fundist enn. Önnur vinnustöðvun í nótt Arnar segir ekki langt á milli samningsaðila. „Við þurfum bara að finna þessa leið sem einhvers staðar liggur, sem báðir aðilar eru sáttir við.“ Náist samningar ekki er næsta vinnustöðvun boðuð í nótt, frá klukkan þrjú til sjö. Hún mun gilda fyrir hluta þess alþjóðaflugstjórnarsvæði sem stjórnað er frá Íslandi, og liggur yfir Grænlandi. Sú vinnustöðvun hefði því ekki bein áhrif hér á landi. „Ekki nema fyrir fyrirtækin sem slík, því vélar sem myndu alla jafna fljúga í gegnum þetta svæði þurfa þá að fara fram hjá því.“ Horfir til lausnar í vikunni Fleiri vinnustöðvanir eru á teikniborðinu, á fimmtudag, föstudag og laugardag. „Á fimmtudaginn yrði það á Keflavíkurflugvelli, Reykjavíkurflugvelli á föstudaginn og svo á laugardaginn yrði aftur sambærileg þeirri sem var í nótt.“ Arnar er bjartsýnn á að lausn finnist fljótlega. „Við hljótum að finna einhverja lausn í þessari viku. Ég læt yfirlýsingar framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ekki hafa áhrif á það samtal sem er við samningaborðið. Hún er ekki við samningaborðið sjálf, allavega,“ sagði Arnar Hjálmsson. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Fréttir af flugi Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Verkfall flugumferðarstjóra hófst klukkan tíu í gærkvöldi og stóð til klukkan þrjú í nótt. Lágmarksmönnun var þó á vöktum og sjúkra- og neyðarflugi áfram sinnt, sem og flugi Landhelgisgæslunnar. Kunnuglegt stef Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir að ekki hafi enn verið boðað til nýs fundar með Samtökum atvinnulífsins. Hann geri þó ráð fyrir að fundur verði boðaður í dag. Í viðtali í gær sagði Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, að flugumferðarstjórar fengju ekki meiri hækkanir en samið hefði verið um við aðrar stéttir. Þá sagði hún að um væri að ræða hálaunastétt í skæruverkföllum. „Þetta er svo sem allt mjög kunnuglegt stef. Hálaunastétt og ekki hálaunastétt. Við erum ekki með hærri grunlaun en það að lægstu þrep töflunnar okkar myndu taka krónutöluhækkun ef við myndum taka sömu samninga og gerðir voru fyrir ári síðan,“ segir Arnar. Leiða hafi verið leitað til þess að komast út úr launalið og launaþróunartengingu, en hún ekki fundist enn. Önnur vinnustöðvun í nótt Arnar segir ekki langt á milli samningsaðila. „Við þurfum bara að finna þessa leið sem einhvers staðar liggur, sem báðir aðilar eru sáttir við.“ Náist samningar ekki er næsta vinnustöðvun boðuð í nótt, frá klukkan þrjú til sjö. Hún mun gilda fyrir hluta þess alþjóðaflugstjórnarsvæði sem stjórnað er frá Íslandi, og liggur yfir Grænlandi. Sú vinnustöðvun hefði því ekki bein áhrif hér á landi. „Ekki nema fyrir fyrirtækin sem slík, því vélar sem myndu alla jafna fljúga í gegnum þetta svæði þurfa þá að fara fram hjá því.“ Horfir til lausnar í vikunni Fleiri vinnustöðvanir eru á teikniborðinu, á fimmtudag, föstudag og laugardag. „Á fimmtudaginn yrði það á Keflavíkurflugvelli, Reykjavíkurflugvelli á föstudaginn og svo á laugardaginn yrði aftur sambærileg þeirri sem var í nótt.“ Arnar er bjartsýnn á að lausn finnist fljótlega. „Við hljótum að finna einhverja lausn í þessari viku. Ég læt yfirlýsingar framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ekki hafa áhrif á það samtal sem er við samningaborðið. Hún er ekki við samningaborðið sjálf, allavega,“ sagði Arnar Hjálmsson.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Fréttir af flugi Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira