Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2025 10:01 Óskar Hrafn Þorvaldsson, Halldór Árnason og Arnar Gunnlaugsson hafa allir byrjað Sambandsdeildina án þess að ná að klára hana með liðum sínum. Vísir/Diego/EPA/Jakub Kaczmarczyk/MARTIAL TREZZINI Breiðablik varð í haust þriðja íslenska liðið til að vinna sér þátttökurétt í aðalhluta Sambandsdeildar Evrópu en líkt og hjá hinum tveimur liðunum á undan þá var gerð þjálfarabreyting í miðjum klíðum. Halldór Árnason var í gær rekinn sem þjálfari Breiðabliks eftir að liðið tapaði gríðarlega mikilvægum leik á móti Víkingi um helgina. Ólafur Ingi Skúlason tekur við liðinu, stýrir því út keppnina og svo áfram á næsta tímabili. Blikar eru þegar búnir að spila fyrsta leik sinn í Sambandsdeildinni sem tapaðist 3-0 á móti Lausanne úti í Sviss en næsti leikur er síðan á móti finnska liðinu KuPS á fimmtudaginn. Halldór sjálfur tók við Blikaliðinu undir svipuðum kringumstæðum en þá hætti Óskar Hrafn Þorvaldsson með liðið og tók við norska liðinu Haugesund. Blikar voru þá búnir að spila tvo leiki í Sambandsdeildinni, töpuðu 3-2 á móti Maccabi Tel Aviv og 0-1 á móti Zorya Luhansk. Óskar Hrafn hætti með Blika eftir síðustu umferð Bestu deildarinnar og fyrsti leikur Blika undir stjórn Halldórs var sambandsdeildarleikur á móti belgíska liðinu Gent sem tapaðist 5-0. Halldór og Blikar hafa tapað öllum leikjum sínum í aðalhluta Sambandsdeildarinnar. Víkingar komust í Sambandsdeildina í fyrra og skiptu líka um þjálfara í henni, þó mun síðar og eftir að hafa fagnað tveimur sögulegum sigrum. Arnar Gunnlaugsson hætti með Víkingsliðið til að taka við íslenska landsliðinu en hann hafði þá komið Víkinum áfram í umspilið. Fyrstu keppnisleikir Víkingsliðsins undir stjórn Sölva voru síðan gegn Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar þar sem Víkingar duttu naumlega út eftir að hafa unnið fyrri leikinn sem spila þurfti í Helsinki í Finnlandi. Líkt og Halldór hafði verið aðstoðarþjálfari Óskars og fengið stöðuhækkun þá var Sölvi Geir líka aðstoðarmaður Arnars. Ólafur Ingi Skúlason kemur aftur á móti alveg nýr inn hjá Blikum og það er því eflaust meiri breyting á hlutunum en í tilfelli hinna tveggja. Bæði Halldór og Sölvi breyttu þó talsverðu þegar þeir tóku við. Þeir Halldór og Sölvi eiga það ekki aðeins sameiginlegt að hafa tekið við liði sínu í miðri Sambandsdeild undanfarin ár heldur tókst þeim síðan báðum að gera liðið sitt að Íslandsmeisturum á fyrsta ári. Það verður fróðlegt að sjá hvort Ólafi Inga takist einnig að halda í þá hefð og skila Íslandsmeistaratitlinum í hús í Smáranum eftir eitt ár. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Sjá meira
Halldór Árnason var í gær rekinn sem þjálfari Breiðabliks eftir að liðið tapaði gríðarlega mikilvægum leik á móti Víkingi um helgina. Ólafur Ingi Skúlason tekur við liðinu, stýrir því út keppnina og svo áfram á næsta tímabili. Blikar eru þegar búnir að spila fyrsta leik sinn í Sambandsdeildinni sem tapaðist 3-0 á móti Lausanne úti í Sviss en næsti leikur er síðan á móti finnska liðinu KuPS á fimmtudaginn. Halldór sjálfur tók við Blikaliðinu undir svipuðum kringumstæðum en þá hætti Óskar Hrafn Þorvaldsson með liðið og tók við norska liðinu Haugesund. Blikar voru þá búnir að spila tvo leiki í Sambandsdeildinni, töpuðu 3-2 á móti Maccabi Tel Aviv og 0-1 á móti Zorya Luhansk. Óskar Hrafn hætti með Blika eftir síðustu umferð Bestu deildarinnar og fyrsti leikur Blika undir stjórn Halldórs var sambandsdeildarleikur á móti belgíska liðinu Gent sem tapaðist 5-0. Halldór og Blikar hafa tapað öllum leikjum sínum í aðalhluta Sambandsdeildarinnar. Víkingar komust í Sambandsdeildina í fyrra og skiptu líka um þjálfara í henni, þó mun síðar og eftir að hafa fagnað tveimur sögulegum sigrum. Arnar Gunnlaugsson hætti með Víkingsliðið til að taka við íslenska landsliðinu en hann hafði þá komið Víkinum áfram í umspilið. Fyrstu keppnisleikir Víkingsliðsins undir stjórn Sölva voru síðan gegn Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar þar sem Víkingar duttu naumlega út eftir að hafa unnið fyrri leikinn sem spila þurfti í Helsinki í Finnlandi. Líkt og Halldór hafði verið aðstoðarþjálfari Óskars og fengið stöðuhækkun þá var Sölvi Geir líka aðstoðarmaður Arnars. Ólafur Ingi Skúlason kemur aftur á móti alveg nýr inn hjá Blikum og það er því eflaust meiri breyting á hlutunum en í tilfelli hinna tveggja. Bæði Halldór og Sölvi breyttu þó talsverðu þegar þeir tóku við. Þeir Halldór og Sölvi eiga það ekki aðeins sameiginlegt að hafa tekið við liði sínu í miðri Sambandsdeild undanfarin ár heldur tókst þeim síðan báðum að gera liðið sitt að Íslandsmeisturum á fyrsta ári. Það verður fróðlegt að sjá hvort Ólafi Inga takist einnig að halda í þá hefð og skila Íslandsmeistaratitlinum í hús í Smáranum eftir eitt ár.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Sjá meira