Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir og Aleksandra Leonardsdóttir skrifa 22. október 2025 10:32 Þann 24. október 1975, fyrir hálfri öld, lögðu um 90% kvenna á Íslandi niður störf og mættu á mótmælafund í Reykjavík og víða um land. Markmiðið var að beina sjónum að mikilvægi starfa þeirra í samfélaginu, bæði launaðra og ólaunaðra, og krefjast sömu réttinda og launakjara og karlar nutu. Þennan dag neyddust karlar til að ganga í störf kvenna og taka að sér barnauppeldi og heimilisstörf. Í kvöldfréttunum mátti sjá gúmmíhanskaklædda karla vaska upp á kaffistofum landsins og viðtöl tekin við mæðulega menn sem margir neyddust til að hafa börnin hjá sér í vinnunni. Fullyrt var að pylsur hefðu selst upp á landinu þennan dag. Óhætt er að segja að konum hafi tekist ætlunarverkið, eins og glöggt mátti sjá í afar áhugaverðri og stórskemmtilegri heimildarmynd Dagurinn sem Íslands stöðvaðist sem sýnd var á RÚV 19. október sl. Dagurinn er sagður hafa markað tímamót í íslenskri kvennabaráttu og upphafið að miklum samfélagslegum framförum sem við nútímakonur njótum góðs af, þakklátar þeim konum sem ruddu brautina. Konur komu saman úr ólíkum áttum, tóku sér pláss og stóðu saman þennan dag þvert á pólitík og landshluta með glæstum árangri og nutu athygli heimspressunnar. En hafa allar konur notið ábatans til jafns? Andi Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur svífur enn yfir vötnum Á útífundinum í Lækjargötu þennan dag flutti Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir verkalýðsleiðtogi innan vébanda ASÍ víðfrægt ávarp sitt og sagðist tala fyrir hönd verkakvenna; þeirra sem hefðu lægstu kjörin, minnsta baklandið og versta aðbúnaðinn. Kvennabaráttan ætti að snúa að þeim, þeirra hag og velferð. Segja má að Aðalheiður hafi áttað sig á því að raunveruleg mælistika jafnréttis í samfélaginu felst í kjörum þeirra sem minnst hafa milli handanna. Verkakonur samtímans Ef Aðalheiðar nyti við í nútímanum myndi hún sjálfsagt beina tali sínu að konum af erlendum uppruna. Konum sem bera uppi grunnstoðir samfélagsins, starfa í ræstingum, við umönnun barna og aldraðra, eru á lægstu laununum, búa við mikið vinnuálag og hafa lítið bakland. Þær fá sjaldan tækifæri til stöðuhækkunar, verða oftar fyrir mismunun og áreitni, njóta ekki þeirrar fræðslu sem í boði er, né fá viðurkenningu á þeirri menntun sem þær oft hafa. Atvinnuþátttaka þeirra er meiri en íslenskra kvenna, þær vinna lengri vinnudag og eru síður í hlutastörfum. Innflytjendakonur búa við margar samfélagslegar hindranir. Málþing ASÍ í Hörpu 24. október nk. kl. 10 – 14 ASÍ ákvað því að nýta þennan merkisdag í íslenskri kvennabaráttu, tileinka hann konum af erlendum uppruna og halda málþing undir yfirskriftinni: Nútíma kvennabarátta - Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði. Á málþinginu verður sjónum beint aðómetanlegu framlagi þeirra til samfélagsins, áskorunum sem þær mæta og leiðum til að tryggja jöfn tækifæri og gagnkvæma aðlögun. Á málþinginu eru þrjú meginþemu: Láglaunakonur og vanmat kvennastarfa, Viðurkenning á hæfni og menntun - aðgengi að íslenskukennslu og Samfélagsleg ábyrgð og framtíð. Þar koma fram konur af erlendum uppruna sem deila af reynslu sinni, forystumenn og sérfræðingar úr röðum ASÍ og ráðherrar á sviði jafnréttismála og atvinnumála. Útvíkkun kvennabaráttunnar Með þessu vill ASÍ stíga mikilvæg skref til að útvíkka íslenska kvennabaráttu og tryggja að konur af erlendum uppruna verði hluti hennar á eigin forsendum. Konur af erlendum uppruna eru 12% af íslenskum vinnumarkaði og gegna lykilhlutverki í því að halda grunnstoðum samfélagsins gangandi. Þrátt fyrir það eru þær oft ósýnilegar og áskoranir þeirra ekki teknar alvarlega. Íslensk kvennahreyfing verður enn sterkari með konur af erlendum uppruna innanborðs. Við þurfum að skapa pláss fyrir nýja reynslu, nýjar raddir og nýjan kraft. Þær leggja mikið af mörkum til íslensks samfélags og sýna vilja til að taka þátt og tilheyra. Nú er kominn tími til að við stöndum með þeim og berjumst hlið við hlið fyrir jöfnum tækfærum, réttlátari kjörum og betra lífi. Allir eru velkomnir á málþingið á meðan húsrúm leyfir. Að málþingi loknu minnum við gesti á formlega dagskrá Kvennaárs, sögugönguna í Lækjargötu, útifundinn á Arnarhóli sem og aðra viðburði um land allt. Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, jafnréttisfulltrúi ASÍ og Aleksandra Leonardsdóttir, sérfræðingur í fræðslu og inngildingu hjá ASÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Sjá meira
Þann 24. október 1975, fyrir hálfri öld, lögðu um 90% kvenna á Íslandi niður störf og mættu á mótmælafund í Reykjavík og víða um land. Markmiðið var að beina sjónum að mikilvægi starfa þeirra í samfélaginu, bæði launaðra og ólaunaðra, og krefjast sömu réttinda og launakjara og karlar nutu. Þennan dag neyddust karlar til að ganga í störf kvenna og taka að sér barnauppeldi og heimilisstörf. Í kvöldfréttunum mátti sjá gúmmíhanskaklædda karla vaska upp á kaffistofum landsins og viðtöl tekin við mæðulega menn sem margir neyddust til að hafa börnin hjá sér í vinnunni. Fullyrt var að pylsur hefðu selst upp á landinu þennan dag. Óhætt er að segja að konum hafi tekist ætlunarverkið, eins og glöggt mátti sjá í afar áhugaverðri og stórskemmtilegri heimildarmynd Dagurinn sem Íslands stöðvaðist sem sýnd var á RÚV 19. október sl. Dagurinn er sagður hafa markað tímamót í íslenskri kvennabaráttu og upphafið að miklum samfélagslegum framförum sem við nútímakonur njótum góðs af, þakklátar þeim konum sem ruddu brautina. Konur komu saman úr ólíkum áttum, tóku sér pláss og stóðu saman þennan dag þvert á pólitík og landshluta með glæstum árangri og nutu athygli heimspressunnar. En hafa allar konur notið ábatans til jafns? Andi Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur svífur enn yfir vötnum Á útífundinum í Lækjargötu þennan dag flutti Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir verkalýðsleiðtogi innan vébanda ASÍ víðfrægt ávarp sitt og sagðist tala fyrir hönd verkakvenna; þeirra sem hefðu lægstu kjörin, minnsta baklandið og versta aðbúnaðinn. Kvennabaráttan ætti að snúa að þeim, þeirra hag og velferð. Segja má að Aðalheiður hafi áttað sig á því að raunveruleg mælistika jafnréttis í samfélaginu felst í kjörum þeirra sem minnst hafa milli handanna. Verkakonur samtímans Ef Aðalheiðar nyti við í nútímanum myndi hún sjálfsagt beina tali sínu að konum af erlendum uppruna. Konum sem bera uppi grunnstoðir samfélagsins, starfa í ræstingum, við umönnun barna og aldraðra, eru á lægstu laununum, búa við mikið vinnuálag og hafa lítið bakland. Þær fá sjaldan tækifæri til stöðuhækkunar, verða oftar fyrir mismunun og áreitni, njóta ekki þeirrar fræðslu sem í boði er, né fá viðurkenningu á þeirri menntun sem þær oft hafa. Atvinnuþátttaka þeirra er meiri en íslenskra kvenna, þær vinna lengri vinnudag og eru síður í hlutastörfum. Innflytjendakonur búa við margar samfélagslegar hindranir. Málþing ASÍ í Hörpu 24. október nk. kl. 10 – 14 ASÍ ákvað því að nýta þennan merkisdag í íslenskri kvennabaráttu, tileinka hann konum af erlendum uppruna og halda málþing undir yfirskriftinni: Nútíma kvennabarátta - Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði. Á málþinginu verður sjónum beint aðómetanlegu framlagi þeirra til samfélagsins, áskorunum sem þær mæta og leiðum til að tryggja jöfn tækifæri og gagnkvæma aðlögun. Á málþinginu eru þrjú meginþemu: Láglaunakonur og vanmat kvennastarfa, Viðurkenning á hæfni og menntun - aðgengi að íslenskukennslu og Samfélagsleg ábyrgð og framtíð. Þar koma fram konur af erlendum uppruna sem deila af reynslu sinni, forystumenn og sérfræðingar úr röðum ASÍ og ráðherrar á sviði jafnréttismála og atvinnumála. Útvíkkun kvennabaráttunnar Með þessu vill ASÍ stíga mikilvæg skref til að útvíkka íslenska kvennabaráttu og tryggja að konur af erlendum uppruna verði hluti hennar á eigin forsendum. Konur af erlendum uppruna eru 12% af íslenskum vinnumarkaði og gegna lykilhlutverki í því að halda grunnstoðum samfélagsins gangandi. Þrátt fyrir það eru þær oft ósýnilegar og áskoranir þeirra ekki teknar alvarlega. Íslensk kvennahreyfing verður enn sterkari með konur af erlendum uppruna innanborðs. Við þurfum að skapa pláss fyrir nýja reynslu, nýjar raddir og nýjan kraft. Þær leggja mikið af mörkum til íslensks samfélags og sýna vilja til að taka þátt og tilheyra. Nú er kominn tími til að við stöndum með þeim og berjumst hlið við hlið fyrir jöfnum tækfærum, réttlátari kjörum og betra lífi. Allir eru velkomnir á málþingið á meðan húsrúm leyfir. Að málþingi loknu minnum við gesti á formlega dagskrá Kvennaárs, sögugönguna í Lækjargötu, útifundinn á Arnarhóli sem og aðra viðburði um land allt. Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, jafnréttisfulltrúi ASÍ og Aleksandra Leonardsdóttir, sérfræðingur í fræðslu og inngildingu hjá ASÍ
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar