Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 22. október 2025 12:00 Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að bíllinn er orðinn eins og fjölskyldumeðlimur hjá mörgum Íslendingum. Hann fær sitt eigið bílastæði sem er stærra en hjónaherbergið hjá flestum, sínar eigin tryggingar og jafnvel nafn hjá sumum. Þess vegna hljómar það kannski dramatískt þegar rætt er um „aðför að einkabílnum“. En spurningin er: er þetta í alvöru aðför eða bara tímabært frelsi? Við erum að lifa á tímum þar sem það er í raunverulegur möguleiki að komast á milli staða í Reykjavík án þess að eiga bíl. Rafskútur eru frábærar fyrir stuttar ferðir, deilibílar þegar þú þarft fjögur sæti og skott, og leigubílar þegar þú vilt bara sitja, slaka á og láta einhvern annan sjá um umferðina. Þetta er svolítið eins og að fara í sund, þú borgar bara fyrir þína sundferð en þarft ekki að eiga sundlaugina. Það merkilega er að þegar fólk talar um „aðför að einkabílnum“ þá er það yfirleitt ekki vegna þess að einhver hafi bannað bílinn heldur vegna þess að nú eru komnir valkostir. Þessir valkostir þurfa smá rými til þess að festast í sessi og stundum þarf tíma til þess að læra á nýjar leikreglur. Við eigum stundum erfitt með nýja valkosti og viljum mögulega meira frelsi en helst án þess að þurfa að endurskoða venjurnar okkar. Aðförin að einkabílnum er því kannski ekki meiri en svo að hann þarf þarf að deila sviðsljósinu. Kannski fær hann ögn minna pláss en hjónaherbergið í framtíðinni og fær ekki lengur að vera eini valkosturinn. Og ef við erum heiðarleg, þá er það kannski bara gott mál. Því raunverulegt frelsi felst ekki í því að eiga eitthvað heldur í því að hafa val. Höfundur er framkvæmdastjóri Hopp Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Rafhlaupahjól Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að bíllinn er orðinn eins og fjölskyldumeðlimur hjá mörgum Íslendingum. Hann fær sitt eigið bílastæði sem er stærra en hjónaherbergið hjá flestum, sínar eigin tryggingar og jafnvel nafn hjá sumum. Þess vegna hljómar það kannski dramatískt þegar rætt er um „aðför að einkabílnum“. En spurningin er: er þetta í alvöru aðför eða bara tímabært frelsi? Við erum að lifa á tímum þar sem það er í raunverulegur möguleiki að komast á milli staða í Reykjavík án þess að eiga bíl. Rafskútur eru frábærar fyrir stuttar ferðir, deilibílar þegar þú þarft fjögur sæti og skott, og leigubílar þegar þú vilt bara sitja, slaka á og láta einhvern annan sjá um umferðina. Þetta er svolítið eins og að fara í sund, þú borgar bara fyrir þína sundferð en þarft ekki að eiga sundlaugina. Það merkilega er að þegar fólk talar um „aðför að einkabílnum“ þá er það yfirleitt ekki vegna þess að einhver hafi bannað bílinn heldur vegna þess að nú eru komnir valkostir. Þessir valkostir þurfa smá rými til þess að festast í sessi og stundum þarf tíma til þess að læra á nýjar leikreglur. Við eigum stundum erfitt með nýja valkosti og viljum mögulega meira frelsi en helst án þess að þurfa að endurskoða venjurnar okkar. Aðförin að einkabílnum er því kannski ekki meiri en svo að hann þarf þarf að deila sviðsljósinu. Kannski fær hann ögn minna pláss en hjónaherbergið í framtíðinni og fær ekki lengur að vera eini valkosturinn. Og ef við erum heiðarleg, þá er það kannski bara gott mál. Því raunverulegt frelsi felst ekki í því að eiga eitthvað heldur í því að hafa val. Höfundur er framkvæmdastjóri Hopp Reykjavíkur.
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar