Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2025 16:03 Sprauta með mRNA-bóluefni Pfizer gegn Covid-19. AP/Juan Karita Vísindamenn í Bandaríkjunum undirbúa nú rannsókn á því hvort ástæða sé til þess að gefa krabbameinssjúklingum algengustu tegund bóluefna gegn Covid-19 til þess að aðstoða við meðferð þeirra. Vísbendingar hafi komið fram um að bóluefni hjálpi ónæmiskerfi þeirra að glíma við æxli. Vísindaritið Nature segir frá bráðabirgðaniðurstöðum vísindamanna frá Houston og Flórída um að fólk sem var langt gengið með lungnakrabbamein eða sortuæxli sem tók ákveðin ónæmismeðferðarlyf hafi lifað umtalsvert lengur en aðrir ef það fékk kórónuveirubóluefni Pfizer eða Moderna innan hundrað daga eftir að ónæmismeðferðin hófst. Niðurstöðurnar þykja það lofandi að þeir undirbúa nú ítarlegri rannsókn til að kanna hvort ástæða sé til þess að gefa bóluefnin sem hluti af svonefndri ónæmismeðferð gegn krabbameini á meðan sérstakt bóluefni til þeirra nota er þróað. Sírena sem vekur ónæmisfrumurnar Talið er að svonefnd mótandi ríbósakjarnsýra (mRNA) sem bóluefnin byggjast á hjálpi ónæmiskerfinu að bregðast betur við ónæmismeðferðinni sem hefur umbylt krabbameinslækningum á undanförnum árum. Adam Grippin, leiðtogi rannsóknarhóps frá MD Anderson-krabbameinsmiðstöðvarinnar í Houston, líkir bóluefninu við sírenu sem virki ónæmisfrumur í öllum líkamanum. „Við erum að gera æxli sem ónæmiskerfið virkar ekki á næm fyrir ónæmismeðferð,“ segri Grippin við AP-fréttastofuna. Tvöfalt líklegri til að lifa en þeir sem fengu ekki mRNA-bóluefni Nóbelsverðlaunin í læknisfræði voru veitt fyrir mRNA-tæknina árið 2023. Hún var forsenda þess hversu hratt mannkyninu tókst að þróa bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveirunnar. Mótandi ríbósakjarnsýra er til staðar í öllum frumum mannslíkamans en hún gerir líkamanum kleift að mynda prótín. Svokölluð mRNA-bóluefni gegn kórónuveirunni gáfu frumunum leiðbeiningar um hvernig ætti að búa til skaðlausan hluta af veirunni sem gerði líkamanum kleift að þekkja hana og glíma við hana síðar. Draumur vísindamanna hefur verið að nota mRNA-tæknina til þess að þróa sérhæfð krabbameinslyf. Grippin og annar hópur á Flórída unnuð að því verkefni en uppgötvuðu að jafnvel mRNA-bóluefnið sem var ekki þróað sérstaklega gegn krabbameini gagnaðist engu að síður gegn því. Bráðabirgðarannsókn á tæplega þúsund sjúklingum í ónæmismeðferð benti til þess að þeir sem voru með lungnakrabbamein og höfðu verið bólusettir með mRNA-bóluefnunum voru allt að tvöfalt líklegri til þess að vera lifandi þremur árum eftir að meðferð þeirra hófst en hinir sem voru ekki bólusettir með efnum Pfizer og Moderna. Hefðbundin flensulyf sem byggja ekki á mRNA-höfðu ekki tölfræðileg áhrif. Viðfangsefni stoðlausra samsæriskenninga MRNA-bóluefnin hafa verið viðfangsefni stoðlausra samsæriskenninga allt frá því að þau komu fram á sjónarsviðið, meðal annars um að þau endurskrifi erfðaefni fólks og valdi sérstaklega banvænum krabbameinum. Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna og einn helsti boðberi samsæriskenninga um bóluefni, hefur tekið undir slík sjónarmið og stöðvaði hundruð milljóna dollara fjárveitingar frá alríkisstjórninni til þróunar tækninnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Fleiri fréttir Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sjá meira
Vísindaritið Nature segir frá bráðabirgðaniðurstöðum vísindamanna frá Houston og Flórída um að fólk sem var langt gengið með lungnakrabbamein eða sortuæxli sem tók ákveðin ónæmismeðferðarlyf hafi lifað umtalsvert lengur en aðrir ef það fékk kórónuveirubóluefni Pfizer eða Moderna innan hundrað daga eftir að ónæmismeðferðin hófst. Niðurstöðurnar þykja það lofandi að þeir undirbúa nú ítarlegri rannsókn til að kanna hvort ástæða sé til þess að gefa bóluefnin sem hluti af svonefndri ónæmismeðferð gegn krabbameini á meðan sérstakt bóluefni til þeirra nota er þróað. Sírena sem vekur ónæmisfrumurnar Talið er að svonefnd mótandi ríbósakjarnsýra (mRNA) sem bóluefnin byggjast á hjálpi ónæmiskerfinu að bregðast betur við ónæmismeðferðinni sem hefur umbylt krabbameinslækningum á undanförnum árum. Adam Grippin, leiðtogi rannsóknarhóps frá MD Anderson-krabbameinsmiðstöðvarinnar í Houston, líkir bóluefninu við sírenu sem virki ónæmisfrumur í öllum líkamanum. „Við erum að gera æxli sem ónæmiskerfið virkar ekki á næm fyrir ónæmismeðferð,“ segri Grippin við AP-fréttastofuna. Tvöfalt líklegri til að lifa en þeir sem fengu ekki mRNA-bóluefni Nóbelsverðlaunin í læknisfræði voru veitt fyrir mRNA-tæknina árið 2023. Hún var forsenda þess hversu hratt mannkyninu tókst að þróa bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveirunnar. Mótandi ríbósakjarnsýra er til staðar í öllum frumum mannslíkamans en hún gerir líkamanum kleift að mynda prótín. Svokölluð mRNA-bóluefni gegn kórónuveirunni gáfu frumunum leiðbeiningar um hvernig ætti að búa til skaðlausan hluta af veirunni sem gerði líkamanum kleift að þekkja hana og glíma við hana síðar. Draumur vísindamanna hefur verið að nota mRNA-tæknina til þess að þróa sérhæfð krabbameinslyf. Grippin og annar hópur á Flórída unnuð að því verkefni en uppgötvuðu að jafnvel mRNA-bóluefnið sem var ekki þróað sérstaklega gegn krabbameini gagnaðist engu að síður gegn því. Bráðabirgðarannsókn á tæplega þúsund sjúklingum í ónæmismeðferð benti til þess að þeir sem voru með lungnakrabbamein og höfðu verið bólusettir með mRNA-bóluefnunum voru allt að tvöfalt líklegri til þess að vera lifandi þremur árum eftir að meðferð þeirra hófst en hinir sem voru ekki bólusettir með efnum Pfizer og Moderna. Hefðbundin flensulyf sem byggja ekki á mRNA-höfðu ekki tölfræðileg áhrif. Viðfangsefni stoðlausra samsæriskenninga MRNA-bóluefnin hafa verið viðfangsefni stoðlausra samsæriskenninga allt frá því að þau komu fram á sjónarsviðið, meðal annars um að þau endurskrifi erfðaefni fólks og valdi sérstaklega banvænum krabbameinum. Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna og einn helsti boðberi samsæriskenninga um bóluefni, hefur tekið undir slík sjónarmið og stöðvaði hundruð milljóna dollara fjárveitingar frá alríkisstjórninni til þróunar tækninnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Fleiri fréttir Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sjá meira