Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2025 19:47 Íslensku landsliðsmennirnir þurfa að koma íslenska landsliðinu meðal átta bestu þjóða Evrópu ef þeir ætla að vera með á nýja stórmótinu. Vísir/Vilhelm Á tímum þegar flestum þykir löngu kominn tími til að fækka stórmótum í handbolta og minnka álagið á besta handboltafólk heims þá fer evrópska handboltasambandið í þveröfuga hátt. HM og EM fara fram á tveggja ára fresti og svo bætast Ólympíuleikar við á fjögurra ára fresti. Nú munu Evrópuleikar landsliða bætast við. Átta bestu landslið Evrópu munu taka þátt í Evrópuleikum landsliða í handbolta frá og með árinu 2030. EHF gaf þetta út í dag. Átta bestu evrópsku landsliðin á hverjum tíma munu taka þátt í þessu nýja stórmóti. Liðið sem stendur sig best í mótinu verður verðlaunað með sæti á næsta Ólympíumóti sem árið 2032. Markmiðið er að mótið verði skipulagt í haust og að það verði síðan í framhaldinu hluti af landsliðsgluggunum. „Ólympíuleikarnir verða í Los Angeles árið 2028 sem og Brisbane árið 2032. Þeir verða haldnir utan Evrópu. Með tilkomu „Evrópuleikanna í handbolta“ tryggir Evrópska handboltasambandið að handbolti á ólympísku gæðastigi verði einnig spilaður í Evrópu í þessari lotu. Rétt eins og með félagsmótin viljum við einnig taka næsta skref fyrir landsliðið. Næsta stig. Sérhver leikur – þetta er mottó okkar,“ sagði Michael Wiederer, forseti EHF. „Evrópuleikarnir í handbolta verða haldnir á fjögurra ára fresti, helst í september og sem hluti af landsliðsviku. Þetta verður þó samræmt við hagsmunaaðila og ferlið í þeim efnum er þegar hafið, byrjað með fundunum sem fóru fram á mánudag og þriðjudag í þessari viku í Vín,“ bætti Wiederer við. Til að ryðja brautina fyrir Evrópuleikana í handbolta þá þarf að koma á öðru sniði fyrir undankeppni heimsmeistaramótsins í handbolta. Sú undankeppni fer fram undir verndarvæng EHF, eins og gildir um öll önnur álfusambönd. EHF segir að allir áhugasamir muni hafa fá sitt tækifæri til að segja sitt álit á þessum nýju Evrópuleikum áður en allt verður endanlega ákveðið. „Nánari upplýsingar verða unnar og síðan tilkynntar sem hluti af næsta fundi framkvæmdastjórnar EHF í desember á þessu ári,“ segir á síðu EHF. Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta EM karla í handbolta 2026 HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Enski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Sjá meira
HM og EM fara fram á tveggja ára fresti og svo bætast Ólympíuleikar við á fjögurra ára fresti. Nú munu Evrópuleikar landsliða bætast við. Átta bestu landslið Evrópu munu taka þátt í Evrópuleikum landsliða í handbolta frá og með árinu 2030. EHF gaf þetta út í dag. Átta bestu evrópsku landsliðin á hverjum tíma munu taka þátt í þessu nýja stórmóti. Liðið sem stendur sig best í mótinu verður verðlaunað með sæti á næsta Ólympíumóti sem árið 2032. Markmiðið er að mótið verði skipulagt í haust og að það verði síðan í framhaldinu hluti af landsliðsgluggunum. „Ólympíuleikarnir verða í Los Angeles árið 2028 sem og Brisbane árið 2032. Þeir verða haldnir utan Evrópu. Með tilkomu „Evrópuleikanna í handbolta“ tryggir Evrópska handboltasambandið að handbolti á ólympísku gæðastigi verði einnig spilaður í Evrópu í þessari lotu. Rétt eins og með félagsmótin viljum við einnig taka næsta skref fyrir landsliðið. Næsta stig. Sérhver leikur – þetta er mottó okkar,“ sagði Michael Wiederer, forseti EHF. „Evrópuleikarnir í handbolta verða haldnir á fjögurra ára fresti, helst í september og sem hluti af landsliðsviku. Þetta verður þó samræmt við hagsmunaaðila og ferlið í þeim efnum er þegar hafið, byrjað með fundunum sem fóru fram á mánudag og þriðjudag í þessari viku í Vín,“ bætti Wiederer við. Til að ryðja brautina fyrir Evrópuleikana í handbolta þá þarf að koma á öðru sniði fyrir undankeppni heimsmeistaramótsins í handbolta. Sú undankeppni fer fram undir verndarvæng EHF, eins og gildir um öll önnur álfusambönd. EHF segir að allir áhugasamir muni hafa fá sitt tækifæri til að segja sitt álit á þessum nýju Evrópuleikum áður en allt verður endanlega ákveðið. „Nánari upplýsingar verða unnar og síðan tilkynntar sem hluti af næsta fundi framkvæmdastjórnar EHF í desember á þessu ári,“ segir á síðu EHF.
Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta EM karla í handbolta 2026 HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Enski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Sjá meira